Sérstök sólarupprás

Kirkjubær

Hér á síðunni hefur áður verið sagt frá dularfullu sólarupprásinni hans séra Sigurjóns undir Dyrfjöllum. Af því að nú eru haustjafndægur er allt í lagi að minna á hana aftur. En í vikunni var 19. september og þá kemur sólin upp í dyrum Dyrfjalla séð frá í Kirkjubæ í Hróarstungu. Um þetta sjónarspil á séra Sigurjón að hafa haft þessi orð í stólræðu árið 1951 á 100 ára afmæli Kirkjubæjarkirkju.

“Undir Dyrfjöllum. Ég hef dvalið í 36 ár. Dyrfjöll eru meðal fegurstu fjalla á Íslandi. Þau eru með höfuð helgidóma íslensks hálendis. Sólin kemur upp í skarðinu, ár hvert, þann 25. marz kl 7 að morgni á rás sinni til hækkandi dags. Hún birtist einnig í skarðinu 9. september á för sinni á skammdegisskeið. Vart getur fegurri sjónar en þeirrar, er hún birtist í skarðinu og varpar ljóma yfir svipmikið hérað.”

Ég hafði á orði 18. september s.l., þegar við Matthildur mín vorum heimsókn hjá syni okkar og tengdadóttur til að hjala við litla ömmugullið hana Matthildi Helgu, að á morgum kæmi sólin upp í dyrum Dyrfjalla. Þá skipti engum togum að ákveðið var af unga fólkinu að þetta must see moment yrði að bera augum. Morgunninn eftir var brunað út í Kirkjubæ til að sjá sólarupprásina.

Tvisvar á ári má sjá sólina kom upp í dyrum Dyrfjalla, frá sáluhliðinu við Kirkjubæ. Þetta er nokkrum dögum fyrir haustjafndægur og nokkrum dögum eftir vorjafndægur. Tvisvar hef ég orðið vitni af þessu magnaða sjónarspili.

Það tekur sólina rúma mínútu að fara fyrir dyrnar og læt ég hér að neðan fylgja nokkrar myndir af þessu sjónarspili. Ekki er sjálfgefið að sjá þessa sjón, hvað þá á dagsetningunni sem tilgreind er til skammdegisskeiðs í ræðu séra Sigurjóns, en um það má lesa hér.

 

1

Skömmu fyrir sólarupprás logar allt að baki Dyrfjalla

 

2

sólin gægist upp í norðaustur horni dyranna

 

3

komin vel á veg

 

4

á miðri leið fyrir dyrnar

 

5

Vart getur fegurri sjónar en þegar sólin í skarðinu varpa geislum sínu yfir Hérað

 

6

Eftir að sólin hefur risið er einna líkast því að hún hafi farið í gegnum dyr fjallanna


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Guðs blessun.

Guðjón E. Hreinberg, 22.9.2024 kl. 14:31

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Must see --> Sjónarspil.

cool

Guðjón E. Hreinberg, 22.9.2024 kl. 14:32

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já Guðjón, -það er mikil Guðs blessun að fá að upplifa eilífðina svona í eitt augnablikHvað þá að fá að sjá svona must see sjónarspil tvisvar. 

Magnús Sigurðsson, 22.9.2024 kl. 14:45

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Maður fellur alveg í stafi þvílíkt sjónarspil.........

Jóhann Elíasson, 22.9.2024 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband