Þú bíður (allavegana) eftir mér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er magnaður flutningur, ein flottasta perla Megasar sem heyrist of sjaldan. Ég man hvenær ég heyrði þetta lag og ég veit hvenær það var samið. 

Megas fór í kringum landið sumarið 1985 í tónleikaferð. Þá náði aðdáun mín á Megasi kannski hámarki. Hann endaði túrinn í Austurbæjarbíói, og ég var þar. Tveggja tíma tónleikar og yfir 20 lög frá öllum ferlinum og hann hafði sjaldan eða aldrei sungið eins vel. Einir af hans beztu tónleikum.

Ég var með lítið segulbandstæki í vasanum. Ég náði ekki að taka allt upp. Fyrri hlutinn mistókst. En hann spilaði þetta lag eftir hlé og það var hratt og öskrandi rokklag í hröðum takti, eitt af fáum nýjum lögum sem ég þekkti ekki.

Það hefur verið eitt af fyrstu skiptunum sem hann flutti lagið, og ári áður en það kom út.

Svo þegar ég kynntist honum 1990 leyfði ég honum að heyra þetta en hann sagði að þetta væri allt í lagi, ég myndi aldrei græða á að selja þetta því hljómgæðin væru ekki nægilega góð. Enda lofaði ég honum að reyna ekki að selja þetta sem ég hef staðið við. Mér var nóg að eiga þetta á spólu.

En mér skilst að þetta hafi verið samið fyrir þennan tónleikatúr í kringum landið, eða jafnvel á túrnum. Síðan kom þetta út á "Í góðri trú" 1986.

Þetta er seiðandi og flottur flutningur hjá Stefaníu, jazzkenndur, rólegri og minnir næstum á Dusty Springfield eða miklar söngdívur erlendar.

Reyndar er útgáfa Megas á plötunni 1986 frekar róleg, en ekki eins ljúf og þessi.

Fólk fer mikils á mis að hafa ekki aðgang að öllum tónleikaútgáfum Megasar, sem hann því miður lét ekki taka allar upp.

Þessi skemmtilegi flutningur gæti líka hvatt fleiri söngvara. Eins og "Tvær stjörnur" varð vinsælt í flutningi annarra, þetta er bara líka þannig lag sem gæti farið víða.

Ingólfur Sigurðsson, 7.11.2024 kl. 22:37

2 identicon

Tek undir orð Ingólfs um að þetta sé magnaður flutningur á þessu snilldarlagi Megasar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.11.2024 kl. 00:13

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Og ég fæ ekki bofs úr spilaranum. 

Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2024 kl. 05:06

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fróðleg athugasemd Ingólfur, -gaman að fá hana hér inn.

Ég man líka nákvæmlega hvar ég var staddur þegar ég heyrði þetta lag fyrst vorið 1986.

Það var morgunnútvarpinu í bílnum á leiðinni út í Eiðaþinghá vegna vinnu. Þá nýbyrjaður að búa með Matthildi minni og að heiman í fyrsta sinn, og þó það væri ekki langt á milli okkar, hún á Djúpavogi og ég á Egilsstöðum, þá saknaði ég hennar óskaplega.

Já magnaður flutningur Pétur Örn, -já ég tek heldur betur það undir með ykkur Ingólfi og vil bæta því við að lag og texti er kynngi-magnað, svona er bara sett saman af snilling.

Þarna er ekki bara ljóð sem kemur inn á þjóðskáld fyrri tíma, heldur spilar á þjóðarsálina og tíðaranda samtímans auk þess að fara fram í tímann sem nokkurskonar spádómur. Tímalaus snilld.

Það er leitt Helga, -fáðu spilarann í lag, því þarna er flutningur á einni perlu þjóðskáldsins á ferð, -hreinlega gargandi snilld.

Magnús Sigurðsson, 8.11.2024 kl. 06:15

5 identicon

Öll lagasmíði Megasar hafa verið best í hans fluttningi, þó svo aðrir hafi farið um þau góðum höndum.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.11.2024 kl. 06:14

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég tek undir það með þér Bjarni. En þarna sínir Stefanía á einstakan hátt hversu mikils virði skáldskapur Megasar er í meðförum annarra listamanna.

Það sem mér fannst samt athyglisverðast við þessa útsetningu Sniglabandsins er hve mikils þeir fara á  mis sem slaufa Megasi, en því verður ekki á móti mælt að eitt besta skáld þjóðarinnar hefur verið þagað í hel undanfarið.

Þeir eru mörg ljóðin sem Megas hefur gert við sína tónlist sem hitta þjóðarsálina einstaklega vel, nánast sannleikur beint í mark. Spádómar sem rætast og færu vel flutningi annarra sem skortir hugmyndaflug til að komast eins vel að orði.

Ég ætla t.d. að benda á Dufl.

https://www.youtube.com/watch?v=4HcR5TqfgxI

Magnús Sigurðsson, 9.11.2024 kl. 07:21

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég býst við að Megas sé sammála Bjarna. Allavega þegar hann heyrði Bob Dylan lögin á spólum sem ég söng þá sagði hann að ég ætti nóg efni og ég ætti að syngja mín eigin lög og einbeita mér að því. En ég man reyndar þegar ég leyfði þeim að heyra eitthvað lag þar sem Megas söng napurlega um kvenfólk, þá þagði hann sjálfur en konan hans sagði að ég hefði átt að velja eitthvað annað lag. Bryndís var það.

Megas er ekkert mjög hrifinn af koverum, eða ábreiðum eins og þetta heitir á íslenzku. Já ég man eftir að ég talaði um þetta við hann í síma seinna líka, Tvær stjörnur í flutningi Emelíönnu Torrinni, og hann sagði þetta allt í lagi en vera ánægðari með sína útgáfu.

Allavega, útgáfa Stefaníu gerir þessu góð skil og sýnir nýjar hliðar á laginu. En Megas er auðvitað frábær flytjandi líka eins og Bob Dylan, áherzlur og raddbeiting í sérflokki.

Ingólfur Sigurðsson, 9.11.2024 kl. 19:05

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þessa viðbót Ingólfur, -ég held að við séum sammála um það að það framreiðir engin sín verk betur en Megas, -listamaðurinn sjálfur.

Þó er það svo að þegar aðrir listamenn hafa gert ábreiður af verkum meistarans, þá koma fram önnur hughrif.

Skáldskapurinn sem skín þá í gegn verður ekki jafn skarpur, -áahrifin verða einhvern vegin blíðari ef svo mætti að orði komast.

Magnús Sigurðsson, 10.11.2024 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband