Þetta er magnaður flutningur, ein flottasta perla Megasar sem heyrist of sjaldan. Ég man hvenær ég heyrði þetta lag og ég veit hvenær það var samið.
Megas fór í kringum landið sumarið 1985 í tónleikaferð. Þá náði aðdáun mín á Megasi kannski hámarki. Hann endaði túrinn í Austurbæjarbíói, og ég var þar. Tveggja tíma tónleikar og yfir 20 lög frá öllum ferlinum og hann hafði sjaldan eða aldrei sungið eins vel. Einir af hans beztu tónleikum.
Ég var með lítið segulbandstæki í vasanum. Ég náði ekki að taka allt upp. Fyrri hlutinn mistókst. En hann spilaði þetta lag eftir hlé og það var hratt og öskrandi rokklag í hröðum takti, eitt af fáum nýjum lögum sem ég þekkti ekki.
Það hefur verið eitt af fyrstu skiptunum sem hann flutti lagið, og ári áður en það kom út.
Svo þegar ég kynntist honum 1990 leyfði ég honum að heyra þetta en hann sagði að þetta væri allt í lagi, ég myndi aldrei græða á að selja þetta því hljómgæðin væru ekki nægilega góð. Enda lofaði ég honum að reyna ekki að selja þetta sem ég hef staðið við. Mér var nóg að eiga þetta á spólu.
En mér skilst að þetta hafi verið samið fyrir þennan tónleikatúr í kringum landið, eða jafnvel á túrnum. Síðan kom þetta út á "Í góðri trú" 1986.
Þetta er seiðandi og flottur flutningur hjá Stefaníu, jazzkenndur, rólegri og minnir næstum á Dusty Springfield eða miklar söngdívur erlendar.
Reyndar er útgáfa Megas á plötunni 1986 frekar róleg, en ekki eins ljúf og þessi.
Fólk fer mikils á mis að hafa ekki aðgang að öllum tónleikaútgáfum Megasar, sem hann því miður lét ekki taka allar upp.
Þessi skemmtilegi flutningur gæti líka hvatt fleiri söngvara. Eins og "Tvær stjörnur" varð vinsælt í flutningi annarra, þetta er bara líka þannig lag sem gæti farið víða.
Athugasemdir
Þetta er magnaður flutningur, ein flottasta perla Megasar sem heyrist of sjaldan. Ég man hvenær ég heyrði þetta lag og ég veit hvenær það var samið.
Megas fór í kringum landið sumarið 1985 í tónleikaferð. Þá náði aðdáun mín á Megasi kannski hámarki. Hann endaði túrinn í Austurbæjarbíói, og ég var þar. Tveggja tíma tónleikar og yfir 20 lög frá öllum ferlinum og hann hafði sjaldan eða aldrei sungið eins vel. Einir af hans beztu tónleikum.
Ég var með lítið segulbandstæki í vasanum. Ég náði ekki að taka allt upp. Fyrri hlutinn mistókst. En hann spilaði þetta lag eftir hlé og það var hratt og öskrandi rokklag í hröðum takti, eitt af fáum nýjum lögum sem ég þekkti ekki.
Það hefur verið eitt af fyrstu skiptunum sem hann flutti lagið, og ári áður en það kom út.
Svo þegar ég kynntist honum 1990 leyfði ég honum að heyra þetta en hann sagði að þetta væri allt í lagi, ég myndi aldrei græða á að selja þetta því hljómgæðin væru ekki nægilega góð. Enda lofaði ég honum að reyna ekki að selja þetta sem ég hef staðið við. Mér var nóg að eiga þetta á spólu.
En mér skilst að þetta hafi verið samið fyrir þennan tónleikatúr í kringum landið, eða jafnvel á túrnum. Síðan kom þetta út á "Í góðri trú" 1986.
Þetta er seiðandi og flottur flutningur hjá Stefaníu, jazzkenndur, rólegri og minnir næstum á Dusty Springfield eða miklar söngdívur erlendar.
Reyndar er útgáfa Megas á plötunni 1986 frekar róleg, en ekki eins ljúf og þessi.
Fólk fer mikils á mis að hafa ekki aðgang að öllum tónleikaútgáfum Megasar, sem hann því miður lét ekki taka allar upp.
Þessi skemmtilegi flutningur gæti líka hvatt fleiri söngvara. Eins og "Tvær stjörnur" varð vinsælt í flutningi annarra, þetta er bara líka þannig lag sem gæti farið víða.
Ingólfur Sigurðsson, 7.11.2024 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning