16.11.2024 | 07:51
Sérstakt veðrabrigði
Núna í vikunni mátti sjá sérstaka birtu yfir Austurlandi, sem átti upptök sín í Afríku, þegar sandur barst alla leið frá Sahara eyðimörkinni. Lítið fór fyrir fyrirbrigðinu í fjölmiðlum en þeim mun meira á á facebook í fallegum sólarmyndum. Austurfrétt sagði þó frá hvar fyrirbærið ætti upptök sín.
Það er ekki óalgengt að sandmistur af hálendinu, eða gosmistur takmarki sýn til fjalla. Eins er ekki óþekkt að en sandryk frá Sahara greinist á Íslandi, en í þeim mæli sem kom með hlýindunum í nú í nóvember er aftur á móti ekki algengt .
Litbrigðin eru talsvert öðruvísi í Sahara mistrinu en af öræfa mistri landsins, enda er Sahara sandurinn gulleitur en íslenski öræfasandurinn er svartur. Þetta veðurfyrirbrigði fór ekki fram hjá skýjaglóp eins og mér, set hér inn nokkrar myndir af fyrirbrigðinu.
Myndirnar eru teknar á litla Canon myndavél, stækka má myndirnar með því að smella á þær.
Skömmu fyrir sólarupprás 12.11.
Um miðjan dag 13.11.
Skömmu fyrir sólsetur 13.11.
Fjallasýn 13.11.
Horfin fjallasýn skömmu eftir sólsetur 13.11.
Seinnipart dags 14.11.
Egilsstaða kirkja við sólarupprás 15.11.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning