Sérstakt veðrabrigði

Sandmökkur1Núna í vikunni mátti sjá sérstaka birtu yfir Austurlandi, sem átti upptök sín í Afríku, þegar sandur barst alla leið frá Sahara eyðimörkinni. Lítið fór fyrir fyrirbrigðinu í fjölmiðlum en þeim mun meira á á facebook í fallegum sólarmyndum. Austurfrétt sagði þó frá hvar fyrirbærið ætti upptök sín.

Það er ekki óalgengt að sandmistur af hálendinu, eða gosmistur takmarki sýn til fjalla. Eins er ekki óþekkt að sandryk frá Sahara greinist á Íslandi,  en í þeim mæli sem kom með hlýindunum í nú í nóvember er aftur á móti ekki algengt .

Litbrigðin eru talsvert öðruvísi í Sahara mistrinu en af öræfa mistri landsins, enda er Sahara sandurinn gulleitur en íslenski öræfasandurinn er svartur. Þetta veðurfyrirbrigði fór ekki fram hjá skýjaglóp eins og mér, set hér inn nokkrar myndir af fyrirbrigðinu.

Myndirnar eru teknar á litla Canon myndavél, stækka má myndirnar með því að smella á þær. 

 

IMG_6737

Skömmu fyrir sólarupprás 12.11.

 

IMG_9162

Um miðjan dag 13.11.

 

IMG_9171

Skömmu fyrir sólsetur 13.11.

 

IMG_9165

Fjallasýn 13.11.

 

IMG_9164

Horfin fjallasýn skömmu eftir sólsetur 13.11.

 

IMG_6754

Seinnipart dags 14.11.

 

Egilsstaðakirkja

Egilsstaða kirkja við sólarupprás 15.11.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Magnús, það er aðdáunarvert að fá bæði að sjá og heyra hvernig þú upplifir fegurðina í náttúru landsins umhverfis þig, undur sköpunar Guðs. Hvernig fjöll, himinn og sólin tala til þín á óteljandi vegu. Þér er sannarlega ljóst að listamaðurinn, Guð, hefur gert þetta allt fyrir þig, vegna þess að Hann elskar þig.

Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess? Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann. Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans: sauðfénað allan og uxa, og auk þess dýr merkurinnar, fugla loftsins og fiska hafsins, allt það er fer hafsins vegu. Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina! (Sálmur 8:4-10).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 16.11.2024 kl. 20:44

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðmundur Örn, -þegar starfað er undir berum himni, þá fer fegurð himinsins ekki fram hjá manni, -hvað þá þegar náð almættisins er skrifuð í skýin.

Takk fyrir Davíðssálminn og athugasemdina.

Magnús Sigurðsson, 16.11.2024 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband