1.12.2024 | 11:33
Fullveldisdagurinn
Til hamingju með daginn góðir landsmenn. Í landi hinna dánu drauma hefur nú ESB ríkisstjórn verið sett í burðarliðinn, ásamt því að leiða kúlulánadrottninguna til öndvegis og gefa náhirðinni frítt spil. Kjósendur virðast hafa endanlega ákveðið að skila fullveldinu eftir 106 ára samfylgd.
Áður en fullveldið kom til, -var lifað í meira 1000 ár í torfbænum, skriðið var út úr hálfhrundum moldakofa með fullveldinu. Síðast þegar fullveldið tapaðist fyrir u.þ.b. 760 árum var það vegna borgarastyrjaldar kennda við Sturlunga.
Hvorki skandínavíski ríkisdalurinn né danska krónan dugði til að koma þjóðinni út úr hálfhrundum moldarkofanum og litlu munaði að hún yrði þar hungurmorða. Það var ekki fyrr en með fullveldinu og íslensku krónunni að fór rofa til, en nú gæla kjósendur við evru.
Kjósendur munu ekki geta svarið af sér það skoffín sem þeir hafa nú upp vakið, -ekki frekar en skítinn af fjósbitanum sem þeir ólu óskapnaðinn á til þessa. Ættfærðum Íslendingum mun sennilega héðan í frá einungis fjölga í krosslausum kirkjugörðunum á landinu bláa.
Já - bí bí og blaka, álftirnar kvaka, ég læt sem ég sofi, en samt mun ég vaka.
Athugasemdir
Já, til hamingju með glæsta dagsetinguna Magnús.
Við tveir getum þó vonandi óskað okkur að fullveldið lafi á meðan við lifum, því landsala með öllu tekur víst drjúgan tíma.
Jónatan Karlsson, 1.12.2024 kl. 12:45
Til hamingju sjálfur Jónatan, -eða þannig.
Síðatliðin 7 ár hefur regluverkið frá Brussel verið keyrt viðstöðulaust í gegnum alþingi, sem íslensk lög, það er ekki hægt að kalla annað en aðlögun að inngildingu, -svo notað sé hátísku nýlenska.
Aðildarumsóknin að ESB 2009 hefur aldrei verið dregin til baka svo óyggjandi sé. Engin af þeim flokkum sem nú buðu fram voru með það hreint út á stefnuskrá að draga þá aðildarumsókn til baka, -svo ég viti. Hvað þá að segja upp EES og Schengen óskapnaðinum.
Fullveldið er fyrir löngu farið með landráðum, -en við getum s.s lifað í voninni.
Magnús Sigurðsson, 1.12.2024 kl. 13:01
Tek sko undir hvert orð í þessum pistli hjá þér Magnús. Þrátt fyrir dapurleg úrslit kosninganna ÓSKA ÉG ÞÉR TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ÞVÍ ÉG VEIT AÐ ÞÚ ERT SANNUR FULLVELDISSINNI. Nú leggst maður bara á bæn og bið þess að Inga Sæland láti ESB ekki ESB fraukurnar "TROÐA" ESB aðild ofan í sig fyrir ráðherrastól...
Jóhann Elíasson, 1.12.2024 kl. 13:59
En elítan elskar okkur!
Guðjón E. Hreinberg, 1.12.2024 kl. 14:07
Líkt og Bjarni hefur sagt þá er tilgangslaust að senda umsókn ef ekki er virkur meirihluti á Alþingi sem vill vinna að "aðildarsamningum"
Ætli þessi ESB umsókn verði ekki meira einsog útsendingar frá undirritun á viljayfirlýsingum um Borgarlínu, Þjóðarhöll og ýmislegt fleira sem Dagur hefur svo ekki átt möguleika að fylgja eftir á neinn hátt
nema með undirritunum á nýjum viljayfirlýsingum
Grímur Kjartansson, 1.12.2024 kl. 14:17
Takk fyrr félagar, -og eigið góðan fullveldisdag.
Ég held að fraukurnar setji ekki ESB svo mikið fyrir sig, -náhirðin ræður lukkupottinum, -eða eins og sagt er elítan elskar okkur.
Það er stjórnarskráin sem stendur í vegi fyrir fullri inngildingu, þ.e.a.s. að Ísland sé endalega merkt sem gul stjana í bláa fánanum.
Umsóknin var send á sínum tíma (2009) og hefur ekki verið dregin til baka. Inngildingin fer endalega fram með bókun 35. Þá stendur eftir stjórnarskráin.
Ég á síður von á því að vilji sé til þess hjá þjóðinni að draga þetta fólk fyrir dóm vegna landráða, við erum jú öll skyld rétt eina og á Sturlungaöld.
Á satt að segja frekar von á að þjóðin samþykki stjórnarskrárbreytingu svo hægt verði að ganga lögformlega í ESB með kosningu þegar endanlega verður búið að skipta um þjóð í landinu.
Magnús Sigurðsson, 1.12.2024 kl. 14:53
Takk fyrir pistilinn Magnús.
Tek undir orð þín. Megi fullveldið lifa og íslenska þjóðin minnast þessa dags, 1. desember, og varðveita fullveldið og efla á nýjan leik um ókomin ár, þó óneitanlega séu horfur fullveldisins dapurlegar í dag.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.12.2024 kl. 15:46
Takk Pétur Örn, -já við skulum lifa í voninni, það tekur ekki öðru úr þessu eins og Jónatan bendir réttilega á hér að ofan.
Magnús Sigurðsson, 1.12.2024 kl. 16:07
Eins og eikkur sagði, Nató og ESB fá einn daginn pólitískt hæli hér hjá ÍsQuislíngum. :D
Guðjón E. Hreinberg, 1.12.2024 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning