Valkyrjur og forynjur nýrra tíma

Það er eins og mig minni, að þegar ég var að alast upp og komast til vits og ára, -af óvitinu eftir æsinginn, grjótkastið og óregluna, að þá hafi ég heyrt að heimurinn yrði friðsamlegri ef konur fengju aukin völd, -þeim nægði ekki það eitt að ala okkur strákana upp ásamt dætrum sínum.

Nú myndi ég ekki fyrir nokkurn mun kalla móður mína valkyrju, hvað þá forynju, enda alltaf mikill mömmudrengur. Hún ól mig upp með því fororði að “eigi skal haltur ganga á meðan báðir fætur eru jafn langir” -og stóð með mér í blíðu og stríðu, þó svo að hún hafi oft þurft að setja ofaní við mig og fyrirverða sig fyrir mín óknytti.

Nú þegar konur eru því sem næst alsráðandi, án þess að við mömmudrengirnir njótum mæðra okkar, -margir komnir á ritalin þess í stað, samkvæmt yfirvegaðri ráðleggingu, -ef ekki leikskóla-, þá skóla- eða heilbrigðisstarfsmanna, sem er oftar en ekki femin-ráðslag. Samt man ég mömmudrengurinn ekki til þess að aðrar mæður en mín væru mér sérstaklega hliðhollar.

Eftir að konur sitja nánast á öllum þeim koppum sem innstir eru í búri, eru stríðsæsingarnar orðnar yfirgengilegar. Ég satt best að segja man ekki eftir öðrum eins á minni ævi, -að meir að segja sturlaðir stríðsmenn séu komnir á fjárlög Sögueyjunnar og það eftir eftir að konur eru farnar að ráða þar ríkjum, -fara jafnvel fyrir umræðunni um að stofna Norrænan her.

Á þessum slóðum höfum við strákarnir ekki verið staddir síðan á Sturlungaöld.

Já og meðan ég man, -faræslt komandi ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Menn rugla saman skjaldmeyjum og valkyrjum - enda þekkir "þjóðin" ekki lengur eigin mýtur og Sið. Hef áður ritað um hvað valkyrjan er, en hitt er önnur ella; síðan kvenkennarar hófu að ala upp drengi landsins, í stað mæðra þeirra, og síðan marxískur heilaþvottur sundraði fjölskyldum svo feður og "sambýlingur" eru ekki hið sama, hefur ofbeldi aukist hjá báðum kynjum.

Nú er það svo að ofbeldi karldýra er frekar augljóst, en ofbeldi kvendýra annarrar tegundar og eitraðra, og engum vörnum við komið nema yfirgefa, eða gerast leiðandi en hinu síðara hefur verið útrýmt úr upplýstri nútímamenningu.

Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir samfylgdina á árinu sem leið.

Guðjón E. Hreinberg, 1.1.2025 kl. 10:27

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Síðan kona (Eva) tók stjórnina í Eden forðum, sem leiddi til Syndafallsins, hefur Guð bannað að konur séu leiðtogar. Það á bæði við um hið andlega svið og hið veraldlega.

Þess vegna þökkum við Guði fyrir að menn völdu ekki konu sem Forseta Bandaríkjanna og það er einnig þakkarvert að bæði Rússland og Kína hafa karlmenn í embættum leiðtoga sinna.

Þriðja heimsstyrjöldin byrjar líklega ekki fyrr en konur setjast í fyrrnefnd embætti.

Konurnar eru okkur kalmönnunum gefnar af Guði sem mæður okkar og eiginkonur. Í þau hlutverk eru konur sannarlega kallaðar af Guði. Honum sé dýrð og þökk. (1. Mós. 2:22; 3:16).

Gleðilegt nýtt ár 2025. Þökk fyrir það liðna.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 1.1.2025 kl. 13:37

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég hef ætíð verið frekar hirðulaus með útlitið
og sem barn var mér nokk sama í hvaða fötum ég var 
Þó það væri almennt lengi til siðs í Keflavík að fara í "betri" fötin til messu á sunnudögum og faðir minn væri yfirleitt alla daga í jakkafötum og með bindi

En móðir mín vildi meina að það væri til skammar fyrir hana en ekki mig
ef ég væri illa til fara - svo maður tók tillit til þess

Grímur Kjartansson, 1.1.2025 kl. 13:44

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sömuleiðis Guðjón, -skjaldmeyjar, dísir, valkyrjur, orðssifjarnar  segja orðrétt að valkyrjur séu þær sem kyrja við valinn og getu því þess vegna verið dísir eða skjaldmeyjar.

Varðandi ofbeldið sem hlýst af uppeldi, þá vil ég árétta að ég man  ekki eftir að aðrar mæður en mín væru mér sérstaklega hliðhollar þegar kom að mínum brestum.

Það kemur mér því ekkert á óvart að firring sé að aukast í mæðraveldi ríkisins. -Og að eftir því sem lyfjagjöf ríkisins eykst verði þeir sem fyrir henni verða bæði firrtari og ofbeldisfyllri.

Því öfugt við móðurástina, þá tekur aðferðafræði ríkisins sjaldnast á orsökunum af þolinmæði, þó svo að hægt sé að halda niðri einkennunum með lyfjum um stund. 

Takk fyrir góða athugasemd.

Magnús Sigurðsson, 1.1.2025 kl. 13:49

5 identicon

Heill og sæll Magnús

Eftir lestur pistla þinna fær maður alltaf meira en nóg að velta vöngum yfir og hugleiða.  Betri geta ekki pistlar verið en þeir sem eru þeirrar gerðar.  Bestu þakkir fyrir og bestu óskir til þín og fjölskyldunnar um gleðilegt nýtt ár.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.1.2025 kl. 13:57

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Einmitt Grímur, -hvað gerir maður ekki fyrir  móður sína?

Því miður lifði mín ekki það að sjá mig snúa frá villu míns vegar, og þar var glímt fleira en ytri klæðnað. En ég hef samt alltaf sett minn bata í samband við móður mína.

Og ég þarf engum að segja, sem les þessa síðu reglulega, -hvaða nafni sú móðir gengur undir sem er minn betri helmingur.

Gleðilegt ár.

Magnús Sigurðsson, 1.1.2025 kl. 13:59

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Magnaður og meiriháttar góður pistill Magnús og ætti heldur betur að vekja menn og konur til umhugsunar hvert sé stefnt eða hvort  einhver stefna sé yfirhöfuð í gangi.....

Jóhann Elíasson, 1.1.2025 kl. 14:02

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér hólið Pétur Örn, -ég verð samt að segja alveg eins og er að fáa hef ég séð lýsa því betur í rituðu máli, en þig, -hvers virði kærleiksrík móðir er.

Takk fyrir árnaðar óskirnar og sömuleiðis.

Magnús Sigurðsson, 1.1.2025 kl. 14:04

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir hólið Jóhann, -það er nú varla að ég standi undir því.

Hvað þá að þessi pistill flokkist undir viðurkennda hugvekju, kannski myndu sumir flokka hann jafnvel frekar sem skæting.

En já, við mættum alveg íhuga hvert er stefnt með orðræðunni sem viðhöfð er af þeim sem orðræðunni nú um stundir ráða í vályndum heimi.

Takk fyrir athugasemdina og ég heyri í þér út af öðru fljótlega.

Magnús Sigurðsson, 1.1.2025 kl. 14:13

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir biblíutilvitnunina Guðmundur Örn, -mér sást yfir athugasemdina þín þegar ég sá aðeins athugasemd Guðjóns og fór að svara honum og síðan einni af annarri.

Eins og þú bendir réttilega á þá eru konurnar okkur mömmudrengjunum allt annars værum við ekki hér, -sannkölluð Guðs gjöf.

Gleðilegt nýtt ár, og sömuleiðis takk fyrir það liðna.

Magnús Sigurðsson, 1.1.2025 kl. 14:50

11 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Að kenna Evu um syndafallið, er leiður ósiður.

:) -- að gefnu tilefni.

Guðjón E. Hreinberg, 1.1.2025 kl. 22:51

12 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gleðilegt ár Magnús og takk fyrir frábæran pistil.

Það er ekki laust við það að maður vellti vöngum yfir

allri þessari kvenn-væðingu sem á sér stað og sér ekki

fyrir endann á.

Ríkislögreglu stjóri, allt í klessu.

Biskup Íslands nú og fyrr, allt í klessu.

Vegamálastjóri, allt í klessu.

Landlæknir, allt í klessu.

Þorgerður Katrín, lét 2 milljarða falla á þjóðina.

Kristrún Frosta, fékk rúmar 100 milljónir gefins

og reyndi svo að svíkja undan skatti.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ein mesta stríðsæsingamanneskja

sem kommist hefur á þing og eyðilagði margra ára góð

samskipti við rússa og setti Ísland aftur um fjölda ára.

Inga Sæland, sennilega búin að fórna öllum loforðum

fyrir ráðherra stóla.

Held að rétta nafnið á þær allar væri "Forynjur" en

ekki "Valkyrjur".

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.1.2025 kl. 22:53

13 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég tek undir með þessari frábæru tímabæru bloggfærslu Magnúsar og öllum athugasemdum, ekki síst Sigurðar Kristjáns.

Góðar stundir á Nýju Ári

Jónatan Karlsson, 2.1.2025 kl. 01:29

14 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Forynjur skulu þær heita frekar en valkyrjur, eða heldrífur, sem ég hygg eiga betur við um vítin, sem við vissulega tilheyrum á þessari jörð, en ekki lífstefnuhnöttum, hvað þá Valhöll.

Sammála bæði Sigurði og Jónatan. Alltaf gott að lesa pistlana þína Magnús. Annaðhvort hrista þeir vel uppí fólki eða eru mjög hugljúfir. Þú hefur góða hæfileika.

En pistillinn er efni í marga pistla.

Um stríðshyggju kvenkynsins mætti margt rita og langt mál - mörgum sinnum.

Ég man að amma mín Sigga mótmælti femínistum, og mig minnir að hún hafi sagt það frekar en amma Fanney eitthvað á þá leið, "að sumar konur geti verið grimmari en nokkrir karlmenn!"

Nei, mínar ömmur vöruðu fyrir rauðsokkum og femínistum og sögðu það allt annað en kvenlegt eða rétt! Þær vildu vera heimavinnandi og voru stoltar af því!

En um það mætti margt rita og langt mál.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir góð samskipti í fyrra og þar áður.

Ingólfur Sigurðsson, 2.1.2025 kl. 02:12

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir hólið strákar, -það er varla að maður standi undir því, enda við allir á sama báti.

það er svo sem ekki af ástæðulausu að maður skrifi svona pistil akkúrat núna. Upp á síðkastið hafa blessuð börnin umlukið okkur gömlu. Á meðal þeirra er rúmlega eins árs heillandi orkubolti sem á að byrja í leikskóla núna eftir áramótin.

Ég hef verið að reyna að segja honum að hann verði að nota sömu tæknina á leikskólakennarana og hann notar á þær mömmu sína og ömmu, þegar hann hefur gengið of langt í ærslunum og þær halda honum í heljargreypum, -horfa í augun á þeim, brosa sínu blíðasta og smella kossi beint á munninn.

Annars bara árið og takk fyrir ánægjuleg samskipti á blogginu.

Magnús Sigurðsson, 2.1.2025 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband