4.1.2025 | 13:22
Gullmolar, kojur og kúlulán
Það hlýtur að vera hægt að fækka aðstoðarmönnum ráðherra, með því að notast við hagræðingar tillögur almennings úr samráðsgátt!
-En nei sama dag og valkyrjurnar opnuðu gáttina þá var tilkynnt að ráðherrann, sem engin kaus, en er svo ofboðslega innstur í búri að það þarf að skaffa honum ráðherralaun.
-Já einmitt sá sami og á að hagræða, -fékk aðstoðarmann úr klaninu. Þar var um annan gullmola að ræða sem hefur farið fyrir Já Ísland valdaframsalssamtökunum til ESB.
Það flökrar að manni, að nú eigi að raða á jötuna liðinu sem er svo ofboðslega fært í því að hirða allan mismun og ófært um að framleiða nokkurn skapaðan hlut, en kanna að panta og leggja á í skjóli yfirvalda.
Einhvern tíma hefði það þótt sjálfsögð hagræðing að notast við það sem þegar er til á heimilinu, í stað þess að panta og kaupa nýtt, -nema að það sem fyrir er sé ónothæft á við of litlar kojur og gjaldfallin kúlulán.
![]() |
Sannfærð um að gullmolar leynist í tillögunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er nefnilega heila málið Magnús, spillingin og ógeðið er orðið svo "rótróið" hjá þessu liðið að Flestum af þeim "tillögum" sem þarna koma fram verður "SÓPAÐ" útaf borðinu....
Jóhann Elíasson, 4.1.2025 kl. 13:41
Héraðsþingin 39 voru aldrei lögð niður, fólk hætti að iðka þau, en þau eru ekki ólögleg, þvert á móti. --Þjóðveldið
Guðjón E. Hreinberg, 4.1.2025 kl. 14:37
Aldrei hefði ég trúað því þegar ég var í barnaskóla, að maður skyldi
upplifa það, að horfa á breytingar í okkar þjóðfélagi sem ekkert
hefur gert nema að skaða okkar tilveru og lífssilyrði.
Spillingin þykir bara sjálfsögð og er viðbjóðslegt að horfa á suma af
þessum pólitíkusum hversu siðblindir þeir eru.
Hér er orði þvílíkt siðrof sem ekki sér fyrir endan á nema með
einhverri byltingu.
Þessi ráðherfa hefði aldrei átt að halda áfram í pólitík, en
siðblindan er slík að hún telur sig ekki hafa gert neitt.
Eftir hana liggja þvílíkt ljót spor og nægir að nefna nefskattinn
fyrir RUV og einnig grunnin að eyðileggingju skólanna með
bullinu um "skóli án aðgreinngar". Alls staðar, nema hér á Íslandi,
væri búið að hrekja hana burt og hún fengi ekki að koma nálægt
ríkismálum það sem eftir væri ævi.
En er einhver að mótmæla...????
Sigurður Kristján Hjaltested, 4.1.2025 kl. 15:10
Sæll Magnús og gleðilegt nýtt ár.
Þorgerður telur að hugsanlega leynist gullmolar í öllum þeim fjölda tillagna sem nýja ríkisstjórnin hefur nú fengið á sitt borð. Ekki er að efa að svo sé, hins vegar líta menn gullið misjöfnum augum. Gull eins getur verið sandkorn í huga annars.
Svo er spurning, hvar er "Planið"? Fyrir kosningar lofaði formaður Samfylkingar okkur að öll vandræði myndu lagast, bara ef við kysum hana, máttum alveg strika út alla aðra í flokknum bara ekki hana. Hún væri með svo ofboðslega gott Plan.
Kveðja af Skaganum
Gunnar Heiðarsson, 4.1.2025 kl. 15:21
Sælir félagar, -og takk fyrir bæði kjarnyrtar og efnismiklar athugasemdir.
Hvað þessari valkyrjustjórn gengur til með að leita eftir hagræðingar tillögum þjóðarinnar, er ekki gott í að spá, -hvað þá þegar hún virðist ætla aðhafast þveröfugt.
Helst koma upp í hugann að "planinu" hafa allan tíman verið best lýst með orðum gengins bloggara; -"Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta."
Magnús Sigurðsson, 4.1.2025 kl. 16:09
Það var reyndar enginn ráðherra kosinn. Við kjósum þingmenn á löggjafarþingið. Ekki ráðherrana. Þeir eru skipaðir innan þings eða utan. Reyndar minnir mig að það sé nokkuð síðan að löggjafar- og framkvæmdavald var aðskilið. Þýðir það ekki að annað hvort er maður þingmaður sem á sæti á þinginu eða ráðherra sem hefur ekki rétt á þingsetu. Það hefði ég haldið.
jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.1.2025 kl. 17:18
Hafðu það eins og þú vilt Jósef, -en svona er nú samt sem áur stundum tekið til orða og hefðin hefur verið sú að spara það að splæsa í utanþings ráðherra.
Það er heldur ekki eins og allir kontórar stjórnsýslunnar séu mannlausir, og þegar óskað er eftir hagræðingartillögum þá væri ágætt að líta í eigin rann líka.
Magnús Sigurðsson, 4.1.2025 kl. 17:24
Rétt eins og ekki má gagnrýna femínista - það sést bezt á áramótaskaupinu þar sem Bjarni Benediktsson var lagður í einelti og aðrir karlar sem eru í útrýmingarhættu í pólitík sem og annarsstaðar - en konur voru látnar í friði, friðhelgar. Skaupið var ófyndið, en femínistar - sem eru áberandi, óvíst hversu margir, en eru þó ekki 40% landsmanna, frekar hávær 4% landsmanna lofa það í hástert og segja það hafa verið fyndið - hagræðing sannleikans hjá femínistum til að fela kvenlega vanhæfni algjöra.
Spillingin er kerfisbundin í dag, og skipulögð, en ekki kölluð spilling, heldur mannréttindi og framfarir. Þannig er nú það. Ekki að furða þótt það þurfi öll sameinuð Vesturlöndin til að berjast við eitt fátækt Rússland. Svona eru Vesturlöndin orðin veik, eftir wokvæðinguna og femínismann.
Já, spillingin er kerfisbundin og skipulögð og kölluð framfarir í mannréttindaátt og jafnréttisáttina.
Eins og Guðjón Hreinberg hefur skrifað, Marxisminn er ótrúlegur.
Ingólfur Sigurðsson, 5.1.2025 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.