Ísland var keypt af Könum fyrir tyggjó og kók í hernáminu. Það var boðskapurinn sem ég fékk einusinni frá kommúnistum sem vildu herinn á brott og Ísland úr NATÓ, og það er margt til í því. Sjálfstæði er puntorð notað af ráðherrum í ræðum - en er eiginlega varla til í reynd.
Trump hefur engan áhuga á að kaupa Ísland. Við erum þrælar og ambáttir, landið snautt af verðmætum miðað við Grænland.
Hugmyndin um að kaupa Grænland er sennilega ekki komin frá Trump sjálfum. Hann hefur ráðgjafa. Kannski er þetta gerlegt fyrir hann, á meðan grænlenzk stjórnmál eru svona eins og þau eru, ýmsar skoðanir og ekki komið sjálfstæði frá Dönum. Sumir Grænlendingar sjá jákvæða möguleika í þessu á meðan aðrir eru ósammála og vilja alls ekki neitt slíkt.
Þetta er endanleg staðfesting á því - ef Nató ríki berjast innbyrðis - að heimsmyndin er breytt.
En "þeir borga með sér", já við höfum grætt efnahagslega á veru Kana hér á þessu landi, en tapað menningarlega, því bæði þjóðinni hnignar og tungumálinu. Það er því meiri þörf á sjálfstæðisbaráttu núna en áður, meiri þörf en á tímum Fjölnismanna.
Að Bandaríkin ráðist inní Ísland er jafn fráleitt og langsótt eins og að Rússar ráðist inní Evrópu eða önnur Natólönd en þau sem voru hluti af Sovétríkjunum.
Eins og Guðmundur Franklín hefur sagt á Útvarpi Sögu, þetta eru allt deyjandi þjóðir, með minnkandi hagvöxt, fólksfjölgun engin... þjóðfélög búin að vera.
Sínum augum lítur hver silfrið, -og nú lítur svo út að íslensku forynjurnar ætli að trompa dúkkulísurnar í stríðsæsingum, með því að ausa þeim á báða bóga.
Einkennilegt val á fyrstu opinberu aflandsför kúlulánadrottningarinnar, og það til að hrista tóman ríkiskassann, -senda svo Trump tóninn í leiðinni til að taka undir með fasista fraukunum.
Sú gæti átt eftir að verða Íslendingum dýr í annað sinn.
Athugasemdir
Það yrði vissulega gaman að heyra viðræðurnar.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.1.2025 kl. 14:38
, , , , meinarðu þá á milli Trumps og kúlulánadrottningarinnar?
Magnús Sigurðsson, 8.1.2025 kl. 14:56
Já.
Inga Sæland gæti sungið fyrir þau á meðan.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.1.2025 kl. 16:21
Bandaríkin þurfa ekki að innlima Ísland því her þeirra hefur nú þegar allan aðgang hér sem þarf til að gæta þeirra eigin öryggishagsmuna.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2025 kl. 18:47
Suma þarf ekki einu sinni að kaupa Guðmundur, -þeir borga með sér.
Magnús Sigurðsson, 8.1.2025 kl. 18:53
É; sbr. Marchall....
Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2025 kl. 22:38
Ísland var keypt af Könum fyrir tyggjó og kók í hernáminu. Það var boðskapurinn sem ég fékk einusinni frá kommúnistum sem vildu herinn á brott og Ísland úr NATÓ, og það er margt til í því. Sjálfstæði er puntorð notað af ráðherrum í ræðum - en er eiginlega varla til í reynd.
Trump hefur engan áhuga á að kaupa Ísland. Við erum þrælar og ambáttir, landið snautt af verðmætum miðað við Grænland.
Hugmyndin um að kaupa Grænland er sennilega ekki komin frá Trump sjálfum. Hann hefur ráðgjafa. Kannski er þetta gerlegt fyrir hann, á meðan grænlenzk stjórnmál eru svona eins og þau eru, ýmsar skoðanir og ekki komið sjálfstæði frá Dönum. Sumir Grænlendingar sjá jákvæða möguleika í þessu á meðan aðrir eru ósammála og vilja alls ekki neitt slíkt.
Þetta er endanleg staðfesting á því - ef Nató ríki berjast innbyrðis - að heimsmyndin er breytt.
En "þeir borga með sér", já við höfum grætt efnahagslega á veru Kana hér á þessu landi, en tapað menningarlega, því bæði þjóðinni hnignar og tungumálinu. Það er því meiri þörf á sjálfstæðisbaráttu núna en áður, meiri þörf en á tímum Fjölnismanna.
Að Bandaríkin ráðist inní Ísland er jafn fráleitt og langsótt eins og að Rússar ráðist inní Evrópu eða önnur Natólönd en þau sem voru hluti af Sovétríkjunum.
Eins og Guðmundur Franklín hefur sagt á Útvarpi Sögu, þetta eru allt deyjandi þjóðir, með minnkandi hagvöxt, fólksfjölgun engin... þjóðfélög búin að vera.
Ingólfur Sigurðsson, 8.1.2025 kl. 23:43
Sínum augum lítur hver silfrið, -og nú lítur svo út að íslensku forynjurnar ætli að trompa dúkkulísurnar í stríðsæsingum, með því að ausa þeim á báða bóga.
Einkennilegt val á fyrstu opinberu aflandsför kúlulánadrottningarinnar, og það til að hrista tóman ríkiskassann, -senda svo Trump tóninn í leiðinni til að taka undir með fasista fraukunum.
Sú gæti átt eftir að verða Íslendingum dýr í annað sinn.
Magnús Sigurðsson, 9.1.2025 kl. 05:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.