Trump tryllir kellingarnar

Heyrst hefur að Tyrkneskt máltæki segi að aðeins eitt leifi að kelling sé slegin utan undir, -það er þegar það logar í skegginu.

Kúlulánadrottningin smurði kyssitauið upp úr áramótunum og fór í fyrstu opinberu heimsóknina aflands. Engum þarf að koma á óvart að um stríðsæsing, með ríkiskassann í farteskinu, var að ræða, -og hrist úr honum fyrir fætur umboðslauss stríðsherra lýðræðinu til varnar.

Nú virðist Trump hafa tekið upp á því að slá á kellingavaðalinn, með því að gera tilkall til Grænlands, -og slökkva í transandi wokesterum án þess að beint kveikja í skegginu. Með þeim afleiðingum að fasistafraukan Fredrikssen er komin á neyðarstigið, líklega komin á trúnó með kúlulánadrottningunni og von der Leyen vegna nýjasta nýtt, -svokallaðs skuggaflota Rússa.

Þó sé bara við það að kvikna í kellingunum, eru þær nú þegar farnar á límingunum af stríðsæsingi, virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir hvað til þeirra friðar heyrir, -og hvað þær eru að kalla yfir skjólstæðinga sína, með því að ausa nú stríðsæsingum á báða bóga eins og hverjar aðrar forynjur.

Valkyrjurnar virðast nú þegar vera farnar að taka dúkkulísunum fram í stríðsæsingi. Þeim dugði ekki það eitt að manndráp voru sett á íslensk fjárlög rétt fyrir kosningar, heldur er þeirra fyrsta verk að hrista síðustu aurana úr tómum ríkiskassanum, -eftir að hafa óskað eftir sparnaðar tillögum frá almenningi.

Kúlulánadrottningin gæti átt eftir að reynast Íslendingum dýr, -í annað sinn, en yfirlýsingar hennar hafa verið þeim mikill harmleikur í gegnum tíðina. Hvort þjóðin slái á logandi stríðsæsinginn og slökkvi í skegginu þegar þar að kemur skal ósagt látið.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Það er óhætt að segja að þú skemmtir þér við stílbrögðin, sveitungi góður.
Og eins og þegar ort var "Síra rimsí promsí prams" o.s.frv. skiptir innihaldið litlu sem engu máli. Víst er það skemmtun að lesa svona skrif, ef sá gállinn er á manni, en þar með er það líka upptalið.
Öllu máli skiptir að snúa flestu á haus, uppnefna ónafngreint fólk og jafnvel hæðast að þeim sem með blóði og svita verja sína ættjörð, börn sín og bú.
En ég veit að þú getur brugðið fyrir þér öðrum stílbrögðum og tekst það iðulega allvel.

Þórhallur Pálsson, 11.1.2025 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband