21.1.2025 | 05:59
Stunguskófluslektið komið á kreik
Reykjavíkurborg hefur nú úthlutað lóð undir þjóðarhöll. Herlegheitin meta fjármálséní borgarinnar á rúma 2 milljarða. Borgin heldur þannig eftir vel á annan milljarð, -að teknu tilliti til kostnaðarskiptingar borgar og ríkis. Einhverjum kann sjálfsagt að þykja svona fjármálasnilld í garð fólksins í öllu landinu tær snilld, á meðan öðrum þykir rétt að benda séníunum á að koma þessari Þjóðarhallarlóð þangað sem sólin ekki skín.
Í síðustu viku sást til stunguskófluslektisins við að moka fyrir Fossvogsbrúnni. Hún á að verða upphafsframkvæmd Borgarlínu brjálæðisins. Það kann kannski sumum að þykja undarlegt hvað Borgarlínan á að liggja langt frá Þjóðarhallarlóðinni. Kannski væri rétt af bæjarráði Kópavogs að bjóða lóð undir Þjóðarhöll svo borgarfulltrúar geti tekið strætó eða hjólað heim að dyrum hallarinnar ef hún rís.
Helsti forsvarsmaður Flokks fólksins, -já einmitt sá sem er mest í fjölmiðlum við að framfylgja stefnu flokksins, en ekki sinni eigin greyið svo ekki sé meira sagt, -fór fyrir stunguskófluslektinu í Fossvoginum. Þar sem pjakkaði var í grjóti með stunguskóflunum í nepjunni, öll klædd gulum vestum með gula hjálma á kollinum undir beru himni lengst úti í móum.
Hvað skildi hafa farið úrskeiðis á milli eyrnanna á þessu lið? og hvað næst? -kannski Blóðamerahöllin?
Athugasemdir
Það verður ekki annað séð en að Flokkur fólksins trani sér fremst í raðir samtryggingar hégómleikans (stundum kennt við hirðina og nakta keisarann). Alltaf sorglegt að sjá fólk berjast til valda, einungis til að afhjúpa smæð sína.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.1.2025 kl. 11:31
Ég var svo lánsamur að SÓA atkvæði mínu EKKI á Flokk Fólksins, í síðustu Alþingiskosningum og sef því ágætlega þessa dagana......
Jóhann Elíasson, 21.1.2025 kl. 12:16
Sem betur fer gerði ég það líka og sóaði
ekki mínu atkvæði í flokk sem er farin
að minna all hastarlega á svikin sem
SJS gerði á sínum tíma.
Sigurður Kristján Hjaltested, 21.1.2025 kl. 12:55
Já, það er svo sannarlega sorglegt að sjá fólk þurfa að yfirgefa sannfæringu sína, hvort sem það neyðist til, eða þá lætur hégómann hlaupa með sig í gönur.
Það mátti s.s. sjá að Flokkur fólksins var síður en svo trúverðugur fyrir síðustu kosningar þegar farið var að stjörnuvæða framboðslistana, rétt eins og hjá hveri annarri Samfylkingu, hvað s.s. mátti sega um gömlu brýnin.
Magnús Sigurðsson, 21.1.2025 kl. 13:16
Hið áhugaverðastasta er að fjölmiðlahóruhúsið er í samstilltu átaki að djöflamerkja Flokk fólksins, eins og ætlunin sé að ýta þeim úr stjórn - en Flokkur fólksins er hvorki betri né verri en restin af flokkamafíunni.
Það er t.d. skemmtilegur farsi hvernig ekkert að frétta af niðurstöðu kosninganna síðan 30 nóvember síðastliðinni, hlutfallslega.
Ennfremur skáldlegt, hvernig klórað er yfir augljós kosningasvik, með jarmi og mjálmi, þegar þess þarf ekki því Stórustumögginsþjóðinni er alveg sama hvernig logið er að sér eða hún rænd!
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 21.1.2025 kl. 16:37
"að henni"
Guðjón E. Hreinberg, 21.1.2025 kl. 16:38
Það má til sanns vegar færa að Flokkur fólksins er hvorki verri né betri en aðrir, en kannski hafa einhverjir haft meiri væntingar til nýliðanna hvað sannsögli varðar, svona nokkurskonar síðasti séns, rétt eins og var með Þistilfjarðarmóra um árið.
Mbl er duglegt við að draga upp hvernig Flokkur fólksins yfirgefur sannfæringuna, en þar koma strandveiðidagarnir sjálfsagt til sérstaklega. Það kæmi mér ekki á óvart að þeim veiðum verði endanlega komið fyrir kattarnef með veiðigjöldum og reglugerðafargani, svo allir geti verið sáttir.
Auðvitað hefði það átt að verða lágmarkskrafa að skipta um landskjörstjórn eftir Borgarnes skandalinn 2021, -hvað þá eftir Forsetakosningarnar í sumar þar sem Viktori var upphaflega hafnað sem hæfum frambjóðenda með lögleysisrökum, sem hann sýndi sjálfur fram á með nokkrum setningum að stæðust ekki skoðun.
Nú eru fordæmin komin ítrekuð fyrir því að ekki þurfi að fara svo nákvæmlega að kosningalögum og alþingismenn jafnvel farnir að kjósa hverjir aðra sjálfir ef svo ber undir og styttist sjálfsagt í að þeir geti vísað hver öðrum af þingfundum eins og hverjir aðrir sveitastjórnamenn.
Magnús Sigurðsson, 21.1.2025 kl. 19:39
Hehe við gætum rætt siðanefndina hennar Jóhönnu, sem ætlað er að ritskoða þingmenn, og hið sama var notað í Borgarstjórn á Viggu Hauks.
Guðjón E. Hreinberg, 21.1.2025 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.