Kínverska gervigreindin í köldu stríði

Nú skröltir hvert kaldstríðskumlið á fætur öðru eins og beinagrindur á hrekkjavöku, og fasistafraukur eru í sjokki eftir að þær komust á snoður um að ekki var um neitt Grænlandsgrín að ræða hjá Trump, -sem ygglir sig nú út og suður.

Hvert ESB hróið um annað þvert sér sér fært að lýsa yfir samstöðu með Dönum vegna skefjalausra stæla Trumps og það jafnvel þó svo að Kúlulánadrottninga-stjórninni okkar hafi ekki beint verið boðið til stríðsæsings með hinu norræna slektinu.

Einhver hefði haldið að réttast væri að Danir styrktu Grænlendinga til að ráða eign landi og valið væri þeirra. -Slepptu því að hroka sjálfum sér upp á heimsins vígaslóð og kasta þar með stríðsæsingum á báða bóga.

Mogens Glistrup stakk upp á því á síðustu öld að Danir legðu niður herinn og settu þess í stað upp símsvara sem segði "við gefumst upp" á rússnesku. Kannski væri nú rétt af þeim að fá gervigreint Kínverskt spjallmenni sem gæti sagt þetta bæði á rússnesku og ensku.

 

Ps. Sett var inn hér á síðuna yotube með Richard Wolff í gær, sem er vinstri sinnaður hagfræðingur á eftirlaunum. Hér fer hann yfir stöðu kommúnismans í heiminum studda hagtölum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var virkilega  gaman og fróðlegt að hlusta og horfa á þetta myndband hjá Richard Wolff og sérstaklega fannst mér áhugavert að hlusta á samanburð hans á "raunlaunaaukningunni" í Bandaríkjunum og Kína.  Og vegna þess a "launakostnaðurinn" var svo mikið lægri í Kína, þá fluttu Bandarísk fyrirtæki framleiðslu sína til Kína.  En einu sleppir hann að segja frá (ekki veit ég af hverju en ég held að pólitískar skoðanir hans spili þar stóran þátt).  ÞAÐ ER MJÖG AUÐVELT AÐ KOMA MEÐ FJÁRMAGN INN Í KÍNA EN EKKI FYRIR ANDSKOTANN AÐ KOMA FJÁRMAGNI ÚT ÚR LANDINU.  Vestræn (Bandarísk) stórfyrirtæki, sem komu með alveg gífurlegt fjármagn inn í landið juku hagnað sinn alveg gífurlega vegna lágs launakostnað, komust ekki með HAGNAÐINN úr landi og einhvern veginn varð að koma fjármagninu fyrir.  Niðurstaðan varð sú að það var fjárfest í "steypu" og risu stórar borgir víðsvegar í Kína en gallinn var sá að almenn laun í Kína eru svo lág að almenningur hafði ekki efni á að  búa í þessum "borgum" og því standa þær auðar.  ÞARNA ER KOMIÐ UPP STÓRT VANDAMÁL Í EFNAHAGSKERFI KÍNA, SEM ÞARLENDUM STJÓRNVÖLDUM HEFUR EKKI TEKIST AÐ LEYSA OG ERFIÐLEIKARNIR AUKAST BARA HVAÐ ÞETTA VARÐAR.....

Jóhann Elíasson, 30.1.2025 kl. 16:56

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Heh...

Það er dáldið fyndið að fylgjast með þessu samt.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.1.2025 kl. 17:33

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er gaman að Wolff, -þó hann geti ekki leynt vinstri slagsíðunni og sé nánast aðdáandi kommúnista á köflum.

Reyndar held ég að ef gamlar skilgreiningar séu látnar blakta, þá sé Kínverskt efnahagslífs nær því í dag að vera fasískt frekar en kommúnískt eða kapítalískt.

Ég hef trú á að kínverskum stjórnvöldum hafi tekist að smala almenningi eins og búfénaði inn í borgirnar í kóvítinu, -svona rétt eins og hefur verið að gerst á vesturlöndum .

Hver hefði trúað að þétting byggðar á ætti eftir að ganga svo langt að fólk utan af landi veldi sér það líf að horfa í grænan vegg í Breiðholtinu?

Magnús Sigurðsson, 30.1.2025 kl. 18:07

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég les alltaf strákana mína,finn þar að landi mínu er borgið! (minnug kennslubókar;hvernig "fæ ég búi mínu borgið"? 

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2025 kl. 15:40

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir innlitið og athugasemdina Helga, -cool

Magnús Sigurðsson, 31.1.2025 kl. 17:18

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hið skemmtilega í þessu öllu, er að búið var að þróa sambærilegar gervigreindir með Perl skriftum fyrir þrem áratugum.

Fólk vinnur enga heimavinnu. Þess vegna er hægt að hræra í kollinum á því.

Guðjón E. Hreinberg, 1.2.2025 kl. 02:51

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég þekki varla aðra gervigreind en að googla, rafræn skilríki og svo sjálfsafgreiðslukassa.

Hér á blogginu hef ég séð samræður sem pistlahöfundar hafa átt við gervigreindarspjallmenni, ég myndi taka slíkum samræðum með álíka vara og spjalli við sérfræðing.

Ég veit ekki hvort einhver hefur tekið eftir því að nú á dögum er fjöldi langskólagenginna sérfræðinga að spá hinu og þessu á hverjum degi s.s. eldgosum og hamfarahlýnun.

Fyrir sirka 30-40 árum sá Valva Vikunnar nánast um þessa spádóma, -frítt fyrir skattgreiðendur. Hlutfall þeirra sem ekki rættust var ekki svo ýkja langt frá þeim mýgrúti spádóma sérfræðinganna sem ekki rætist í dag.

Sérfræðingarnir hafa að vísu tekið upp þann sið að spá oft á dag öllum andskotanum, -jafnvel dag eftir dag. Gervigreindur forsetaframbjóðandi er t.d. algert skoðanakannanna disaster, -það sáum við í sumar.

Magnús Sigurðsson, 1.2.2025 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband