Álfasögur að utan

Því hefur verið haldið fram á þessari síðu að álfar og draugar á Íslandi hafi að mestu látið sig hverfa með tilkomu raflýsingarinnar. Það má til sanns vegar færa að þeir hafi svo endanlega horfið úr hugum fólks með rafrænum samskiptum.

Þeir sem fæddir eru á síðustu öld allt fram yfir hana miðja, kunna að segja sögur af reynslu sem ekki verður skýrð nema sem nokkurskonar álfasaga. Þesskonar sögum fer nú stórlega fækkandi á hinu stafræna Íslandi.

Hvernig álfar og draugar hörfuðu fyrir rafmagninu er best lýst með því að benda á aðrar verur. Sjálfur er ég alinn upp á byggingastað og hef unnið við byggingar allt mitt líf og hef því oft orðið var við það líf og þá orku sem býr á ósnortnu landi.

Best er að lýsa því hvernig verur láta sig hverfa úr sínum byggðum þegar land er brotið undir búsetu manna, með því að benda á mófugla og mýs. Þessar verur eru í sínum heimkynnum fyrsta sumarið innan um okkur byggingamennina en láta sig síðan að mestu hverfa þegar raflýsingin hefur tekið völd.

Bæði dýr og huldar verur halda samt sem áður að vera til, þó svo að þær hafi flutt sig út fyrir áhrifasvæði rafmagnsins. Hvort þær lifa af stafrænan veruleikann sem umlykur allt með sínu 5G skal samt ósagt látið.

Því hefur verið haldið á lofti að Íslendingar hafi varðveitt trúna á huldar verur þjóða best. Þessi frásagnagáfa virðist vera á hröðu undanhaldi með stafrænum veruleika, jafnhliða ólæsi stórs hluta fólks á eldri bókmenntir.

Nú er svo komið að álfaþjóðin, sem geymdi norræna tungu með öllu sínu vættatali, er orðin álíka vel upplýst og þjóðir Evrópu sem eiga ekki orð yfir allar þær huldu verur sem áður bjuggu með mönnum.

Sagnir af huldum veruleika hafa verið svo sjálfsagðar í gegnum tíðina á Íslandi, að við sem eldri erum höfum varla tekið eftir þeim á annan hátt en sem hluta af okkar veruleika.

Það gæti svo sem vel verið rétt að álfar séu ekki lengur á Íslandi, en þá er jafn líklegt að íslendingar yrðu það ekki heldur innan skamms, -þeir verði komnir til Tene eða Ítalíu.

Það sagði mér Borgfirðingur í sumar, -þegar ég spurði hann hvort þeir í Múlaþingi stefndu á að fylla höfnina þeirra alveg af grjóti, -að grjótið kæmi úr undirstöðu Álfaborgarinnar.

Þegar hann sá hvað ég gapti, -þá sagði hann strax að það gerði ekkert til, því álfarnir væru allir farnir. Ég sagði að ef svo væri þá yrðu Borgfirðingar næstir, -og þar yrði varla annað í framtíðinni en svört sumarhús erlendra auðróna.

Það stefnir í að fágætar sagnir nútíma Íslendinga, um álfa, drauga og huldar  vættir, verði einungis varðveittur á erlendri grund af þjóðum sem fyrir löngu hafa gleymt öllum sínum álfasögum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Ég tel að það séu engir hulduvættir lengur hér á landi,

VÍSINDASAMFÉLEGIÐ mæti skoða allskyns sönnunargögn

sem að eru komin fram af erlendum vettvangi í nútímanum.

Hérna er ég búinn að skrfa HANDBÓK

sem að tengist slíkum verum í fullri alvöru

en ekki sem hindurvitni / ævintýrasögur: 

-----------------------------------------------------------------------------

HULDUFÓLK:Eru í raun gesetir frá öðrum plánetum sem að eru millón árum á undann okkur í þróunini og kunna alskyns trix sem að jarðarbúarnir skilja ekkrt í,

koma stundum til jarðarinnar til að heimsækja mannsóki en kannki bara til þeirra sem að hafa sjötta skilningarvitið og gætu höndlað slík samskipti: 

https://contact.blog.is/blog/geimveru_handbokin/entry/2293357/

------------------------------------------------------------------------------

ÁLFAR: Samkvæmt fræðunum eru til ótal útgáfur af álfum: 

https://contact.blog.is/blog/geimveru_handbokin/entry/2297922/

-----------------------------------------------------------------------------

TRÖLL (Bigfoot):

https://contact.blog.is/blog/geimveru_handbokin/entry/2293292/

 

Dominus Sanctus., 6.2.2025 kl. 10:09

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Dominos Santos, -og þakka þér fyrir athugsemdina, en ef þú horfir á myndina sem fylgir þessu bloggi þá kemstu að því að þetta er í sjálfur sér ekki í ágreiningi við að sem þú bendir á, og þú myndir átta þig betur á hvað ég er að fara með þessu bloggi, -þegar ég tala um að sérstaða okkar hverfi um leið og tungumálið sem segir álfasögurnar.

Magnús Sigurðsson, 6.2.2025 kl. 13:26

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Hérna er vandaðra GUÐSPEKI-MYNDBAND  tengt öllum þesum hugleiðingum

sem að miðlarnir í myndbandinu hérna fyrir ofan eru að fjalla um: 

https://contact.blog.is/blog/contact/entry/2293256/

Dominus Sanctus., 6.2.2025 kl. 14:05

4 identicon

Á Youtube má finna ótal frásagnir af yfirskilvitlegum atburðum, einkum  "nærdauðareynslu", NDE. Athyglisverð er frásögn hjartaskurðlæknis af sjúklingi sem vaknaði til lífsins eftir að hafa ekki sýnt lífsmark í 20 mín.  Hafði hann fylgst með öllu sem fram fór á meðan hann var "dauður".                          Famous Cardiac Surgeon's Stories of Near Death Experiences in Surgery           

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 6.2.2025 kl. 22:26

5 identicon

Takk Magnús fyrir þennan mjög svo umhugsunarverða pistil.

Þegar þjóðin hættir að lifa í nánum tengslum við landið, hættir að virða þau, þá er næsta víst að rofni hin helgu vé íslenskrar þjóðar.  

Þar með hverfur þjóðin, leysist upp og hverfur, rétt eins og menning hennar og tunga. 

Þú orðar þetta reyndar enn betur í lokaorðum pistils þíns.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.2.2025 kl. 00:04

6 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Um hverja mannssál á sér stað stríð í Andaheiminum. Illar og góðar vættir berjast.

Illir álfar (út úr hól) djöflarnir, eru allt um kringum okkur og skjóta stöðugt að okkur eldlegum skeytum, meðal þeirra eru hinir svokölluðu íslensku jólasveina sem sækja stöðugt í sig veðrið og eru síður en svo að hverfa. Djöfullinn er æðsti foringi þeirra.

Herforingi engla Guðs er sjálfur Drottinn Allsherjar.

Ritningarvers: Styrkist nú í Drottni og krafti máttar Hans. Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð Djöfulsins. Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. Takið því alvæpni Guðs (Biblíuna), til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. (Ef. 6:10-13).

Góðar vættir (oftast huldar) eru englar Guðs. Þeir eru einnig allt í kringum okkur til sigrast á illskunni sem á okkur herjar og hvetja okkur til að berjast sjálf trúarinnar góðu baráttu.

Ritningarvers: En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir, en engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á. (Lúk. 2:8-14).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 7.2.2025 kl. 00:13

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mér finnst það leiðinlegt að þegar Guðmundur Örn kemur fram hér í blogginu eftir hlé skuli hann ráðast á íslenzku álfana. 

Um andavaldið er ég sammála, það er allskonar, bæði vont og gott. En það er þannig líka innan kirkju og kristni og í öðrum trúarbrögðum, islam, gyðingdómi, Baháatrú, Búddatrú.

Ég held að kristnir menn viti ekkert betur en aðrir um andaheiminn eða andavaldið.

Allavega er það svo að álfasögurnar í þjóðtrúnni lýsa álfum vel yfirleitt, og góð samskipti milli þeirra og manna.

Það má kannski taka undir það með honum að heiðin trúarbrögð sæki í sig veðrið.

En jarðvegurinn er fyrir hendi, sem er femínismi og allt þetta þar sem fólki er sagt að gera uppreisn gegn kristninni og feðraveldinu.

Ég hef oft rætt um þetta við mömmu og hún er alveg eins og Guðmundur Örn. Þar áður ræddi ég um þetta við ömmu, til dæmis.

Það er auðvitað hægt að taka undir að Biblían hefur verið hjálp fyrir okkar þjóð, en kannski má taka mark á táknum nútímans um að það þýði ekki lengur að fara slíka braut.

Allavega, Þjóðkirkjan boðar frjálslyndi, að Biblían sé aukaatriði, menning nútímans aðalatriði, woke, femínismi, frjálslyndi.

Þannig eru stjórnmálin. Konur komnar allsstaðar að, feðraveldið á förum.

Hverju á maður að trúa?

Kannski er gyðjudýrkun og mæðraveldi það sem koma skal.

Ingólfur Sigurðsson, 7.2.2025 kl. 01:10

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar, -þær bæta hér miklu við.

Ég verð að viðurkenna að það er til of mikils mælt af mér, að ætlast til að horft sé á myndbandið sem fylgir, og bið Dominos afsökunar á þeirri athugasemd.

Hörður; þú bendir á hvernig má finna flest sem hugurinn leitar á youtube, eitt af því er nær-dauðareynslan, forvitnin eftir því að fá að kíkja yfir. Ég kíki á þetta myndband í góðu tómi.

Pétur Örn; -við erum samhuga eins og svo oft áður og eiginlega skýrir þú það betur út í stuttu máli hvað þessi pistill fjallar um, en það kom upp í hugann þegar ég horfði á þessa mynd hvað það er stutt síðan að fólk var enn að segja álfasögur frá eigin brjósti með íslenskum skilgreiningum, en ekki bara frá alþjóðlegum aliens.

Guðmundur Örn; -andar eru allavega og margar álfasögur segja frá kærleikanum. Eins og ég kem óbeint inn á þá lifðu álfasögurnar með þjóðinni í gegnum aldirnar, - þrátt fyrir rómarkirkju og siðaskipti. En álfarnir virðast hafa horfið með raflýsingunni, og rafræna samfélagið virðast ætla endanlega ætla að ganga frá þeim, -þar með sagnarfi sem lifað hefur í tungutaki okkar sem þjóðar. Skil samt vel hvað þú átt við hvað jólasveinana varðar.

Ingólfur; þú kemur vel inn á hið ókunna með þeirri ofanígjöf við Guðmund Örn að álfarnir eigi ekki skilið að á þá sé ráðist. Eins má spyrja hvort Gamla testamentið sé betri andlegur boðskapur en t.d. álfasögur og heiðni, -tönn fyrir tönn auga fyrir auga, -eða þannig. Boðskapur Krists er óhrekjanlegur, hefur kærleikann sem góðan anda. Þann anda má einnig finna í mörgum álafasögum.

Magnús Sigurðsson, 7.2.2025 kl. 06:32

9 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þú segir Magnús, að álfarnir virðast hafa horfið með raflýsingunni, og rafræna samfélagið virðast endanlega ætla að ganga frá þeim.

Tæknin er ekki að ganga frá þeim, heldur okkur. Í staðin fyrir átrúnað okkar á Guð og hið yfirnáttúrulega hafi komið trú á hið skapaða, sem er m.a. tækni nútímans.

Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er, því að honum er það heimska og hann getur ekki skilið það, af því að það dæmist andlega. (1. Kór. 2:14).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 7.2.2025 kl. 15:20

10 Smámynd: Grímur Kjartansson

Svo hefur sálfræðingum fjölgað mjög
og hætta á að þeir telji það "ranghugmyndir" ef fólk telur sig sjá eitthvað sem aðrir sjá ekki. Hvort sem það eru börn eða fullorðnir

Vegna þess að börnunum er kennt að grasið sé grænt þó þau sjái aðra liti
og það sé enginn þarna þó þau sjái fólk 
þá aðlaga þau sig og hætta að taka eftir

Ég hef stundum reynt að útskýra fyrir útlendingum að fari þeir einir um eyðibyggðir þá geti þeir vel orðið varir við ýmislegt á Íslandi ef kveikt er á skynfærunum en slökkt á farsímanum

Grímur Kjartansson, 7.2.2025 kl. 18:30

11 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Álfar eru enn á landinu, svo og tröll og dvergar - en þeir færa byggðir sínar eftir þörfum og sögurnar eru ekki allar sagðar af þeim er reynslu hafa - ég fullyrði að jafn margir eiga samskipti við hulduverur í dag og áður.

Til er eyðiborg í einu af nýrr hverfum Reykjavíkur, þar var áður álfabyggð, sumir af eldri álfum koma þar, yfirleitt tveir til þrír saman, og eyða hálfum til heilum degi á sínum gömlu heimaslóðum. Annað slíkt svæði er til á mörkum Vallarsvæðis í Hafnarfirði. Þá er forn á svæðinu og hún er notuð en nákvæmlega hvar hun er, eða hvar nýju byggðirnar eru, er ekki leyft að rita.

Þeir sem reynslu hafa af álfum, vita að sumt má af þeim segja en annað ekki.

Eins er með tröll, sá sem kynnst hefur óttast eigi.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 7.2.2025 kl. 19:40

12 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

það vantar eitt orð hér á undan ... veit ekki hvers vegna ég sá ekki að það vantaði fyrr en of seint :) leiðrétting óþörf ...

Guðjón E. Hreinberg, 7.2.2025 kl. 19:42

13 Smámynd: Guðni Björgólfsson

Sæll Magnús.

Enn koma menn saman til fundar

um kl.18.

Allt stendur það óhreyft og borðfætur

stafa nöfn,engu minna nú en áður.

Guðni Björgólfsson, 7.2.2025 kl. 23:14

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka ykkur fyrir viðbæturnar drengir, -ég afsaka hversu seinn ég er til svars en í gær fór ég sambandslaus á Stöðvarfjörð þar sem náttúruöflin létu til sín taka í vikunni, til að huga að gula Sólhólnum mínum.

Ég held að þetta sé allt saman hárrétt sem hér kemur fram, hið efnislega hefur yfirtekið huga fólks um of, og okkur er kennt að sjá það sem við sjáum, ef við slökktum á snjallsímanum og værum ein með okkur sjálfum í náttúrunni þá myndum við vera mótækilegri fyrir því sem þar er að finna.

Heilu hulduborgirnar eru víða í þéttbýli yfirgefnar af álfum svona rétt eins byggðir mófugla í þéttbýli. kannski eigum við eftir að uppgötva þetta allt saman einn daginn, allavega er hef ég séð lóur, spóa og stelki á lóðinni hjá mér undanfarin ár, en áður sá ég bara snjótittlingar og hrafnar þegar þeim var gefið.

Það er eins og náttúran komi til manns gefi maður henni séns þó svo bara í smáu sé, og eftir allar þessar fínu athugasemdir, sem hafa gert þennan pistil miklu betri en upp var lagt, -er þá von að maður spyrji eru álfar kannski menn.

Ég vil enn og aftur þakka allar athugasemdirnar þær vekja manni von.

Magnús Sigurðsson, 8.2.2025 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband