Skáldin og þjóðin

Minnumst orða skáldanna; vegna þess, að ef við gerum það ekki þá hefðu þau til einskis ort, -og við þessar fáu hræður norður í ballarhafi teldumst tæpast vera þjóð.

Ég sat í grýttri fjöru, í firði úti á landi og fegurð hafsins hvíslaði: "Rekkja mín er blá." Ég sá kolluungann tukta sinn og tófuspor í sandi og ég talaði við múkkana sem svifu þarna hjá. Í fjöllum skuggar birtust og birtu tók að halla bráðum kemur nóttin með sitt huldufólk og tröll. (Bubbi)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já þetta orti Bubbi 1990 þannig að langt er um liðið. Nú finnst mér helzt að tónlistarkonan Bríet sýni skáldlega takta. 

Annars tek ég 100% undir með þér. Þessvegna er líka mikilvægt að þjóðin skilji hvað er vondur og góður skáldskapur. Mér fannst það betra þegar trúbadorar voru í tízku hér fyrir nokkrum áratugum, þeir verða að vanda kveðskapinn sinn. Rappararnir falla oft ofaní gryfju stæla, en eitthvað er þó bitastætt hjá þeim líka.

Til að menning sé góð þarf að vera samfella. Það þarf sem sé að virða fortíðina og gamla kveðskapinn. Skólarnir standa sig ekki í að kenna íslenzku eða önnur fög. Nemendur hóta kennurum og kúga kennara. Þessu þarf að snúa við. Börnin fullorðnast ekki ef þau fá ekki aga.

Já frá fornu fari hafa skáldin verið andlegir leiðtogar eins og prestarnir.

Þann arf má rekja að minnsta kosti rúmlega 3000 ár aftur í tímann þegar drúíðar í Keltamenningunni voru uppá sitt bezta. Þeir voru bæði skáld, seiðmenn, læknar og ráðgjafar, og sitthvað fleira líka.

Ástríksbækurnar fjalla um þetta. Seiðríkur er drúíði.

Sú menning var fullkomlega germönsk. Munnurinn á Keltum og Germönum er sáralítill, eða á Keltum og Norðurlandabúum. Kannski meira af rauðu hári og brúnum augum, en Keltar voru einnig ljóshærðir og bláeygir, eins og haft er eftir þeim sem lýstu Gaulverjum til forna fyrir Krists burð.

Já, við skulum vona að poppið verði menningarlegra. Við skulum líka vona að það komi út færri ljóðabækur en betri ljóðabækur!

Ingólfur Sigurðsson, 9.2.2025 kl. 23:18

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þessa innihaldsríku athugasemd Ingólfur, -já ég er með veikum mætti að reyna að benda á þá menningu sem hefur gert okkur að þjóð.

Ég er sammála þér með það að þeim skáldum fer fækkandi sem hafa það til að bera. Og er ekki viss um að ég finni ámóta dæmi úr textum Bubba um þjóðarsálina á þessari öld.

Ég er ekki heldur viss um að allt fólkið í þessu landi vilji telja sig til þjóðar, ekki einu sinni allir þeir sem hafa ættartöluna til að bera. Það er svona meira inn að vera alþjólegur í dag, heldur en Isslendingur.

Takk fyrir Drúða fróðleikinn og Ástrík, það voru skemmtilegar bókmenntir.

Magnús Sigurðsson, 10.2.2025 kl. 05:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband