13.2.2025 | 06:24
Æðruleysi
Þegar ég sendi bæn mína til almættisins, sem nú er í móð að kalla góða strauma út í kosmóið, er það ekki vegna þess að ég eigi einhvern rétt á því að hún rætist, heldur til þess að skerpa sýn mína og gera allt sem í mínu valdi stendur svo það góða megi fá framgang, -og láta svo almættið um úrlausnina.
Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt. Og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr)
Athugasemdir
... og fyrirgefi mér andstyggilegar hugsanir.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 13.2.2025 kl. 15:29
Ágæt viðbót Guðjón, -fyrirgefningin kemur með bæn, iðrun, vitnisburð, á grúfu í mölinni, eins og einhver sagði. En einhverstaðar verður að byrja.
Bestu kveðjur.
Magnús Sigurðsson, 13.2.2025 kl. 20:35
Held að bænin sé akkúrat gerð til æðruleysis.
Henni fylgir líka stóísk ró.
Krôfu um að þekkja sjálfan þig áður en þú dæmir aðra.
Falleg bæn.
L (IP-tala skráð) 14.2.2025 kl. 02:23
Rétt eins og þú bendir á L, -þessi bæn virkar.
Magnús Sigurðsson, 14.2.2025 kl. 05:56
Fallegt og einlægt lætur ekki guð ósnortinn.
Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2025 kl. 17:11
Þetta er falleg og einlæg bæn Helga, -stundum kölluð AA bænin, til áminningar um hve mikilvægt er að taka einn dag í einu.
Magnús Sigurðsson, 14.2.2025 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.