21.2.2025 | 05:56
Newspeak og orðhengilsháttur
Orð geta verið samsett og eru þá oft sögð meina eitthvað allt annað en þau merkja. Það að tengja t.d. orðið frelsi við samsetta orðið öryggi er vinsæll útúrsnúningur sem oft er beitt af valdhöfum. Á meðan frelsið er opið óteljandi möguleikum er öryggi hlekkir búnir til af yfirvöldum.
Orðið ör-yggi er samsett; fyrrihlutinn -ör; -þýðir t.d. að vera ör, -menn eru t.d. örgeðja samanber æstir. Yggi er komið af uggur samanber ótti ör-uggur er því æstur ótti samkvæmt orðsifjum þessa samsetta orðs. Að vísu getur ör líka verið forskeyti sem á þá að merka lítill ótti.
Öryggi er ofnotað orð í íslensku nú um mundir, -rétt eins og security í ensku. Security kemur úr latínu í gegnum frönsku í ensku og er ágætis newspeak dæmi um útúrsnúning, -þó gamalt sé. Latneska orðið se-curitas þýðir í raun óháður, sá sem þarfnast ekki aðstoðar, sjálfbjarga, -eða þannig.
Orðhengilsháttur valdhafa í gegnum tíðina er margskonar. Talað er um þjóðaröryggi, -jafnvel þjóðaröryggisráðsráð, sem er frjór samsett orðskrípi og mörgum finnst hljóma traustvekjandi. En er í raun viðvörun til almennings um það þegar opinbert vald æsir til múgsefjunar. Rétt eins og orðsifjar samsetningarinnar segja séu þær raktar.
Skemmst er að minnast þess þegar Þjóðaröryggisráð Íslands fór í samstarf við Vísindavef HÍ árið 2020, varðandi opinbera covid-19 umræðu. Markmiðið var að samræma upplýsingar, sem almenningi bærust, og sigta út óæskilega umræðu um opinberar upplýsingar.
Einnig er rétt að minnast þess, að í kjölfarið reið yfir múgsefjun, með þríeykið reglulega á seiðhjallinum og þann klára skrækjandi í fjölmiðlum, þar til kátt varð í höllinni með DJ og alles, -eða þannig.
Athugasemdir
Tölvuöryggi er líka mjög svo huglægt
Eftirfarandi mynd sýnir ef til vill hversu auðvelt getur verið að selja fólki falskt öryggi
Grímur Kjartansson, 21.2.2025 kl. 08:29
Góð ábending Grímur, -fólk ætti að taka því með varúð þegar verið er að gera út á öryggi, -hvað þá þjóðaröryggi.
Sjaldan hefur verið gengið eins á réttindi borgaranna og þegar þjóðaröryggi er boðað, meir að segja eru dæmi um víða veröld, að lýðræðið hafi verið sett í salt öryggisins vegna.
Ekki er ólíklegt að þeir tímar séu nú að renna upp einn ganginn enn. Því er rétt að kanna orðsifjarnar þegar pólitíkin fer með newspeak.
Það er þannig, hvernig svo sem það er, þá má alltaf sjá þann háskalega þegar hann færir háskann í orð.
Magnús Sigurðsson, 21.2.2025 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning