19.3.2025 | 06:21
Í leit að ljósi
Rjúkandi ryk
drunga drunur
-augu opnast
engin drauma niður
því þakið logar
og húsið hrynur
Í rústum og ryki
fimir fætur þjóta
meðan veröldina
sprengur brjóta
Í dauðans dansi
og óráðs asa
í myrkri litlir fingur
eftir dyrum fálma
Með angist í augum
og vonar bæn á vörum
um veggjabrotin hrasa
börnin á Gaza
Athugasemdir
Guðlaun.
kv.
Guðjón E. Hreinberg, 19.3.2025 kl. 07:27
Góðan daginn Magnús.
Mig langar bara að segja þér að Hérarnir eiga Skáld, þó það sé frá Djúpavogi komið.
Skrýtinn heimur sem við lifum í, en hann hefur kannski alltaf verið svona.
Allavega, kveðja úr sólarylnum í neðra.
Ómar Geirsson, 19.3.2025 kl. 08:53
Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar félagar, -það er gott að vita þegar manni tekst að kveða sameiginlegan tóm. Já skrýtinn er heimurinn þessa dagana og hefur kannski alltaf verið.
Ég er reyndar að mestu Austfirsk Norðurlandsblanda svo því sé til haga haldið. Leið Lögheimilanna lá úr Reykjavík á Hérað, eftir námsárin mín á Neskaupstað þangað og þaðan á Djúpavog sem manndómsárin vissulega komu til.
-Þaðan til Reykjavíkur á nýrri öld og aftur til baka á Hérað og um tíma til Harstad í Noregi. Svona ef Lögheimilin segja eitthvað til um hver maður er, -sem ég reyndar tel yfirleitt allt annað mál.
En hvað sem við verðum verum áfram börn barnanna vegna.
Bestu kveðjur úr efra, -Guðlaun fyrir sólina.
Magnús Sigurðsson, 19.3.2025 kl. 15:26
Takk fyrir ljóðið, meistari.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.3.2025 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.