Sjakalar

Hér glittir í augu úlfsins undan sauðagærunni. Ef einhver meining væri með því að komast eftir því hvernig trúnaðarerindi  til forsætisráðuneytisins komst á kreik svo alþjóð veit, þá væri ekki verið að hræra í lukkupottinum, heldur gengið beint til verks.

Það að Ásthildur Lóa skildi sjá ástæðu til að tala við þá manneskju sem sendi þetta erindi gerir hana aðeins að meiri manneskju og þær báðar fyrir að hafa rætt saman. Og þar breytir engu um þó svo að hún hafi lagt lykkju á sína leið heim til Ólafar til að ljúka samræðunum.

En nei, þannig vinna sjakalarnir ekki sem endurreistu þetta "ógeðslega þjóðafélag! eftir "hið svokallaða hrun". Boltinn var gefinn í vikunni sem leið, þegar Ásthildur hafði sagt það sem margir vildu sagt hafa um dómskerfið, -sem nota bene, stóð í því að bera út tugi þúsunda Íslendinga af heimilum sínum eftir "hið svokallaða hrun.".

Já Ásthildur heyktist á og baðst afsökunar á ummælum sínum. En það breytir ekki því að boltinn hafði verið gefinn, -og hún er ekki ráðherra í ríkisstjórn Íslands í dag. Spyrjið heldur  kvika lukkupottinn hvernig á því stendur að Ríkissjónvarpið var fyrst með fréttirnar.


mbl.is Ásthildur vildi bætur frá ríkinu eftir eigin mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þáttur Ríkisútvarpsins, RUV ohf., í þessu máli og í þeirri aðför sem það virðist jafnframt hafa hrundið af stað mun síst efla traust á því fyrirbæri. Það var svo fremur dapurlegt að fylgjast með framgangi moggans/mbl.is í þessu öllu, lapti allt upp, jafnóðum, frá RUV ohf. og smjattaði á í stíl þess.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.3.2025 kl. 10:44

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Ég er sannfærður um að að einlæg trú Ásthildar Lóu Þórsdóttur á skapara sinn og felsara hefur ekki horfið frá henni eitt andartak, frá því hún tilheyrði hópnum Trú og Líf. Biðjum með henni þessa bæn:

Guð, lát þér þóknast að frelsa mig. Drottinn, skunda mér til hjálpar. Lát þá verða til skammar og hljóta kinnroða er sitja um líf mitt. Lát þá hverfa aftur með skömm er óska mér ógæfu. Lát þá hörfa undan sakir smánar sinnar er hrópa háð og spé.

En allir sem leita þín skulu gleðjast og fagna yfir þér. Þeir er unna hjálpræði þínu skulu sífellt segja: Vegsamaður sé Guð.

Ég er hrjáður og snauður, hraða þér til mín, ó Guð. Þú ert fulltingi mitt og frelsari, tef eigi, Drottinn. (Davíðssálmur 70).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 22.3.2025 kl. 11:46

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

 Þjóðin sem mætti í sprauturnar, og lét hafa af sér aleiguna, veit ekkert, skilur minna, og orðræða er fyrir henni kvak úr pésum sem hún sæi sem djöfla eina, ef eigi væri vanaður hugurinn.

Guðjón E. Hreinberg, 22.3.2025 kl. 13:58

4 identicon

Stuðningsmenn bararnaníðinga skríða nú undan steininum án þess að skammast sín.

Framtíðin er björt.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.3.2025 kl. 14:05

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tek undir með ykkur félagar, Þáttur ríkissjónvarpsins er rannsóknarefni rétt eins og með sprauturnar sem gerðu kátt í höllinni, og síðast en ekki síst eru raunir Ásthildar í bænum mínum.

Varðandi bjarta framtíð barnaníðingana, þá vil ég bæta einu við sem láðist í pistlinum. Nafnlaus aðför er alltaf það sem hún er, -og það að reita æruna af þeim sem gera sér jafnvel ferð til að ræða málin augliti til auglitis er aumkunarverð afsökun.

Gamla sauðfjármarkaskráin á orð yfir þess lags sjakala; -sneitt hjá að framan vinstra, -hælbitið að aftan hægra. -Eða þannig.

Magnús Sigurðsson, 22.3.2025 kl. 15:30

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Orð þín tala fyrir sig sjálf, en ég verð að endurtaka orð þín hér í athugasemd þinni að ofan, gamla sauðfjármarkaskráin veit sínu viti; "Gamla sauðfjármarkaskráin á orð yfir þess lags sjakala; -sneitt hjá að framan vinstra, -hælbitið að aftan hægra. -Eða þannig.".

Já, ef þetta er höggstaður í íslenskri pólitík, þá skammast ég mín að þjóð mín skuli líða slíkt hælbit.

Samt hef ég það á tilfinningunni að margir stjórnmálamenn eru ekki tilbúnir að elta fjölmiðlana í þessu máli.

Kannski erum við að upplifa vatnaskil gagnvart púritisma fordæminga hinna syndlausu.

Á meðan er gott að hafa markaskrána.

Kveðja úr logninu í neðra.

Ómar Geirsson, 22.3.2025 kl. 18:33

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, -við skulum vonast eftir vatnaskilum.

Fyrir mér er þetta nokkuð einfalt mark, manneskja var með því tekin af opinberu lífi. Sennilega vel hæf til að vera barnamálaráðherra lífsreynslu sinnar vegna. 

Allt er togað og teygt í fréttum svo að illa út líti, nánast lygi, -þegar að er gáð. Ég ætla samt rétt að vona að skrímsladeildin sé ekki ein að verki því þá er illa komið fyrir landinu bláa.

Það ætti að koma í ljós á morgunn hver verður hvaða ráðherra, og þá hvort Ásthildur Lóa fær erindi. En grunsamleg er samstaðan sem henni er sýnd af valkyrjunum, ef skrímsladeildin er ein að verki.

Með kveðju úr kvöldgolunni í efra.

Magnús Sigurðsson, 22.3.2025 kl. 19:12

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Magnús, Ég kemst við þegar "Idolin" mín vekja upp nánast markið mitt- fjöður aftan hægra-biti aftan vinstra-. Þakka fyrir minnið " Þótt gott eiga þeir oft sem gleyma"

Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2025 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband