6.4.2025 | 04:44
Kanarífuglinn í kolanámunni
Man einhver eftir hinu svo kallaða hruni og kanarífuglinum í kolanámunni, -aðdragandanum og eftirköstunum? -Nei, það gerir gullfiskaminnið.
Ef svo væri þá vissi almenningur hvað víxlurunum fyrir vestan gengur til með því að rústa hinum svo kallaða hagvexti með ofurtollum.
Bandaríkin og auðrónarnir þar skulda stjarnfræðilegar upphæðir, eru því sem næst gjaldþrota. En til allrar lukku þá eru skuldirnar í dollurum.
Dollarinn er illa laskaður eftir ævintýri BRICKS landanna sem hófu viðskipti sín á milli í vöruskiptum eða með eigin gjaldmiðlum. Petró dollarinn er ekki á neinum sérstökum stalli lengur, ekki frekar en fatalausi keisarinn.
Það er stundum sagt að hin og þessi lönd séu notuð til að gera tilraunir með hvernig hitt og þetta virkar. Ísrael t.d. þegar kemur að öfga öryggisgæslu á við gettóið á Gaza. -Já einmitt, -álfarnir á Íslandi þegar kemur að öfga fjármálaverkfræði á við verðtryggðu húsnæðislánin. -Og þegar við fengum flatskjáina, -manstu.
En hvað kemur þetta hinu svo kallaða hruni við og kanarífuglinum í kolanámunni?
Í hinu svo kallaða hruni var stóra vandamálið Jöklabréfin, -snjóhengjan, -manstu. Með því að dumpa krónunni setja bankana á hausinn og flytja óvefengjanlegar skuldir óreiðumann yfir á almenning hvarf vandamálið, og kanarí fuglinn í kolanámunni flaug frá Íslandi, -hafði lokið sínu hlutverki á landinu bláa.
Auðvitað voru auðrónarnir búnir að fljúga sínum krónum áður aflands á háa genginu. -Jöklabréfin voru skuldir í íslenskum krónum. -Skuldir Bandaríkjanna eru í dollurum, að mestu í erlendri eigu, -t.d. ofurtollaða kallsins í Kína.
![]() |
Óvinsældir Trumps aukast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður pistill og ætti að vekja menn upp til umhugsunar......
Jóhann Elíasson, 6.4.2025 kl. 08:36
Ég man.
... sorglega vel.
Guðjón E. Hreinberg, 7.4.2025 kl. 16:46
Ég man, -og held að þetta hafi verið og sé plan.
Magnús Sigurðsson, 7.4.2025 kl. 17:13
Ég efast.
Efi er góður.
Efinn drífur grúskið.
Guðjón E. Hreinberg, 7.4.2025 kl. 17:47
Mér var sent viðtal við mann af vini mínum Down Under, -svona samsæris, sem sagði snemma í september 2008 að það yrði sett á hausinn smáríki eða stór borg í fyrstu vikunni í október.
-þessu viðtali gleymi ég aldrei þó svo að seinna hafi ég ekki fundið það á youtube til að setja á mig nafn mannsins sem við var rætt.
Í janúar 2020 fylgdist ég með youtube rásinni hennar Amazing Molly. Hún sagði frá plönuðu Pandemic og hafði klippt saman það sem máli skipti í 20 min youtube klippu af því sem fór fram á nokkurra daga ráðstefnu sem kölluð var Event 201 og fór fram í október 2019.
Ég setti á þessum tíma youtube klippuna hennar Amasing Molly á bloggið, en hún hvarf af youtube nánast með það sama. En allan pestar tímann var hægt að horfa á alla Event 201 ráðstefnuna á youtube. En til þess þurfti nokkra daga og mikla athygli til að greina það sem Molly greindi.
Jú ég held að þessi tollaflétta sé vandlega plönuð, -þó engar Amazing Molly-ar séu lengur á youtube til að greina hvað er í vændum.
Magnús Sigurðsson, 7.4.2025 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.