Heilagir hundar, perlur og svín

Þeir geta verið margir og misjafnir vinirnir á facebook, kannski sem betur fer, en sumir eiga það til að deila þar hreinum gersemum. Svo er með Seyðfirðinginn og Þórshafnarbúann Jón Gunnþórsson, -frænda minn.

Ég hef þekkt Jón frá því ég man eftir mér, og hitt hann af og til á förnum vegi í gegnum tíðina og ef það hefur verið á hans heimaslóð hefur hann boðið í kaffi og kökur.

Eftir að hafa unnið við drunur stórvirkra vinnuvéla mest allt sitt líf, færir Jón okkur nú hugljúfar gersemar á hverjum disknum af öðrum.

Nú dælir hann út perlum úr harmonikkunni sinni á samfélagsmiðlum, okkur hinum til yndisauka, -hér fyrir neðan er ein við ljóð Guðmundar Böðvarssonar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Magnús,það er eins og ég hafi klappað Ellu upp, frá því seint í gær-kvöldi ratandi á uppáhalds divu mína.Svo skondið sem það er að kaninn minnir á Ísland í den með flutngi þessarar elsku.--Nikkan fylgdi ekki en var hreint ágæt.

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2025 kl. 16:54

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já Helga, -svo fellur þetta allt í stafi hjá frænda; lag, ljóð og flutningur, -Rósinkrans hefði varla gert þetta betur.

Magnús Sigurðsson, 16.4.2025 kl. 17:31

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fallegur kveðskapur, vel fluttur. Djúpt og gott efni.

Guðjón E. Hreinberg, 17.4.2025 kl. 12:44

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er varla hægt að lýsa þessu betur Guðjón.

Magnús Sigurðsson, 17.4.2025 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband