Fasistafraukurnar herða hreðjatökin – og fólk á ekki eitt einasta orð

það má vera öllum ljóst að sami svika leikurinn er leikin af valkyrjunum og dúkkulísunum þegar sýslumenn eru annars vegar. Íslandi skal komið til andskotans hvað sem það kostar. Þessar sprengjudúkkur leika leikinn fyrir flugumenn stjórnsýslunnar sem eru ákveðnir í að koma landinu bláa undir unionið.

Samkoman á alþingi er því miður öll eins og hún leggur sig orðin að samsafni ógæfufólks sem virðist hafa selt sál sína. Umræðan sem viðruð er af almenningi virðist komin í sama farveg. Opinberlega segir engin neitt gegn óskapnaðinum þó hvíslað sé um landráð djöfuls snillinga á tveggja manna tali úti í bæ.

Stjórnmál eru orðin aumkunarverð samsuða stjórnmálaflokka sem eru allir orðnir opinberar stofnanir á fjárlögum ríkisins, og sama á við fjölmiðlana. Engin kemur fram með það sem skiptir mestu máli. Þá staðreynd að það þarf að segja upp EES samningnum, ganga úr NATO og hætta í Schengen.

Umræðan á samfélagsmiðlum er í boði þóknanlegra, sem raða sér t.d. upp hér á blogginu og tyggja daglega upp hver eftir öðrum andstöðu sína við bókun 35 án þess að minnast nokkurntíma á það sem skiptir mestu máli, -að það þarf að segja upp EES samningnum.

Þetta er aðferðafræði sem ekki bara stelur umræðunni, -hún drepur hana. Fólk er orðið hundleitt á því að þurfa að setja sig inn í pólitískar lagaflækjur til að taka afstöðu með eða móti kostum sem engan heilla, og allir eru afleitir. Eins og þjóðskáldið þá er svo komið svo að venjulegt fólk á ekki eitt einasta orð.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er vissulega sammála boðskapnum í þessum ágæta pistli, nema að ég held að umræðan um Bókun 35 sé ekki sökudólgurinn, en hér skrifar þú tæpitungulaust og það þarf að gera það. En sjáum nú til samt, að ég held að það dugi ekki og að áfram haldi skollaleikurinn að sjálfstæðið fer minnkandi. 

Hér sannar þú samt einu sinni sem oftar að þú ert í forystusveitinni sem kalla má heimavarnarliðið. Já Arnar Þór mætti læra af þessu og það skal ég reyna líka, að fara ekki alltaf í kringum grautinn.

En svo ég reyni að skýra betur út það sem ég lærði á fundinum í Seltjarnarneskirkju, að einn ræðumaður talaði um spægipylsuaðferðina eða eitthvað slíkt, að verið væri að sneiða sjálfstæðið af þjóðinni eins og þegar spægipylsa er sneidd niður, lag eftir lag, þannig að fáir taka eftir því í hvert skipti, og hægt að réttlæta það sæmilega í hvert skipti, en svo er sjálfstæðið allt í einu horfið. Þetta er svo snilldarlega gert að hægt er að láta sjálfstæðissinnana líta út sem gamaldags nöldurseggi.

En það styður svo sem alveg þá niðurstöðu sem þú kemst að, að eina leiðin sé að segja upp Schengen og EES, jafnvel NATÓ. 

Nú er bara að sjá hvort fleiri noti þitt fordæmi að taka upp svona alvöru andstöðu. Það mun skila árangri, dropinn holar steininn. Ég reyndi að nota kurteislega sálfræði á þetta í mínum pistli, en þetta er aðferð sem virkar betur, svona eins og gegn Icesafe. 

 

Það er frábært að hér er verið að gefa í en ekki að bakka í þessari umræðu.

Ingólfur Sigurðsson, 22.5.2025 kl. 05:58

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sælir félagar.

Við erum á þessari sömu línu sem Magnús skerpir og við Ingólfur samsinnum líkt og oftar.

Er það annars ekki bara sannur leiðtogi, með rétta útgeislun sem við sundruð þjóðin þörfnust?

Ég ræddi nýverið við tvo vini og innti þá eftir hvað þeir hefðu kosið og annar kaus Miðflokk og hinn Flokk fólksins, en báðir af því að þeir óttuðust að atkvæðið félli dautt, ef þeir kysu XL.

Einu góðu fréttirnar úr "uppeldinu" eru þær að tveir öflugir og óhræddir eldhugar halda uppi Útvarpi Sögu, sem er eina haldreipi tuga þúsunda okkar líkra - að ég held.

Jónatan Karlsson, 22.5.2025 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband