Falsfrétt á mbl ?

Það að fólk byrji að vinna fyrir laununum sínum þann 27. júní ár hvert, en hafi fram að því verið að vinna fyrir sköttum og lögbundnum þjófnaði, -er í besta falli upplýsingaóreiða.

Hið rétta er að fólk byrjaði í gær að vinna fyrir virðisaukaskattinum og fasteignagjöldum á skuldir. 

Það má í besta falli fyrirgefa fréttamönnunum á mbl fyrir að birta enn eitt endemis ruglið frá Viðskiptaráði, að hafa glapist á að rugla fólki saman við fyrirtæki, sem geta fengið endurgreiddan virðisaukaskatt, og borga ekki sérstakan skatt af skuldum.

Þessa dagsetningu á árinu þarf því að reikna upp á nýtt og ef erfðafjárskatturinn er tekin með í dæmið þá er hún líklegast ekki til í ljósi nýjustu aðgerða Fiskistofu varðandi þjófnað við grjótkrabbaveiðar.


mbl.is Fólk byrjar að vinna fyrir launum sínum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og ekki má gleyma innflutningsgjöldum á allar innfluttar vörur sem við kaupum og allri skattlagningu á ferðir sem við þurfum að fara. Þessa skatta þurfum við að greiða af vel innanvið hálfs árs launum, fyrir heils árs starf. 

Gunnar Heiðarsson, 28.6.2025 kl. 08:18

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mér sýnist þetta vera falsfrétt Gunnar, -ekki batnar það. 

Og ég hef grun um að sá hópur fari ört stækkandi, sem geispar golunni stórskuldugur, þó svo að tekist hafi að gera upp við hið opinbera.

Magnús Sigurðsson, 28.6.2025 kl. 08:57

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir að benda á þetta. Hefði annars farið framhjá mínum, sem notaði tækifærið og vitnaði um, Dystópíu algrímsins helga.

Guðjón E. Hreinberg, 28.6.2025 kl. 11:29

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er nefnilega það Guðjón, -mér skilst að heilagur Algrímur sé nú notaður við að koma skikki á hina heimavinnandi húsmóðir.

Það ku vera ein slík sem var tekin og straujuð eftir áralanga heimasetu, en henni hefur nú loksins verið í komið í eilífa skattlagða skuld undir styrkri stjórn innsta kopps valkyrjanna.

Sú fær nú aldeilis að kemba hærurnar þar tilhún geispar golunni.

https://www.dv.is/frettir/2025/06/11/skatturinn-trudi-thvi-ekki-ad-heimavinnandi-husmodir-hafi-verid-tekjulaus/

Magnús Sigurðsson, 28.6.2025 kl. 12:02

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þvílík "g"argandi snilld :) -- bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 28.6.2025 kl. 13:24

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mörgum endist ekki árið til að vinna fyrir þeim álögum sem eru settar á húsnæðislánin þeirra ofan á allt hitt sem hér hefur verið nefnt.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.6.2025 kl. 17:22

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er sem ég segi, -það bendir margt til þess að þetta sé falsfrétt, byggð á upplýsingaóreiðu frá viðskiptaráði.

Magnús Sigurðsson, 28.6.2025 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband