Ísland á hverfanda hveli (myndablogg)

IMG_6730

Ég vil minnast íslensku sauðkindarinnar hér á síðunni, með nokkrum myndum, -og mínútu þögn. Hún hefur alla þessa öld, og jafnvel lengur, haft verra orð á sér en landsins forni fjandi og er nú á hvervanda hveli í landinu bláa. Á hreinni íslensku er varla til verra skammaryrði, en að kenna einhvern við kvikindið, -nema ef vera skyldi þann gula.

IMG_8854

Það hefur reyndar í seinni tíð verið eitt helsta feimnismál skaðmenntaðra, að viðurkenna á hverju landinn hefur lifað í þessu landi í gegnum aldirnar, því ekki var bókvitið í askana látið þá frekar nú, þó svo að alltaf hafi verið í móð hjá víxlurunum að millifæra í skjóli íþyngjandi regluverks, -líkt og á stjörnum prýddum asnanum sunnar í álfunni.

img_8249 13.08.2016 

Nú er hún kölluð ágangsfé af auðrónum og auðnuleysingjum, einkum þeim sem stunda hamfaraórækt á bújörðum, -eftir að hafa um langa hríð legið undir ámæli fyrir að naga gat á jarðskorpuna af 101 lattelepjandiliðinu. Það hefur verið að renna upp fyrir síðuhafa að íslenska sauðkindin er að verða safngripur í eigin landi, -og allt sem henni tilheyrir.

IMG_6906

Vond er lygin í landinu, sem bæði líf og dauði valt og veltur á landsins gæðum, -og er nú svo komið að þeir sem snjallastir eru að panta í skjóli skriffinnskunnar, leggja á og millifæra samkvæmt regluverkinu, -fara alfarið með marvælaöryggi landsamanna.

 

Merki

Á síðustu öld var varla hægt að taka ljósmynd á berangri án þess að þar sæist í sauðfé

 

IMG_6770

Eitt sinn drifkraftur tækniframfara til að nýta landsins gæði

 

Strýta 2000

Nú er Snorrabúð stekkur

 

IMG_7654

 

IMG_4971 (1)

 

IMG_1545

 

IMG_7793

 

IMG_7846

 

IMG_1589

 

IMG_9620

 

IMG_4521

 

IMG_8687

 

IMG_8853


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Fé er fyrsta rúnin, merkir bæði sauðfé og veraldleg efni í senn. Pecu á latínu, búfénaður. Mínar rannsóknir á orðsifjum benda til að Fensalir Friggjar séu ekki endilega mýrar heldur banki, auðlegðarhöll guðanna, faen er nefnilega til á latínu líka sem fé. Faenus á latínu, gróði, vextir. Faeneror, að lána með vöxtum. Þess er getið í gömlum heimildum að sumsstaðar hafi konur séð um fjármál Germana, meðal sumra ættbálka.

Verst er það að fólk breytist í andlega þræla sé það líkamlegir þrælar og háðir ESB styrkjum og öllu sem kemur að utan. Skapandi störf hverfa og allt verður kerfislist, sama halelújahjörðin sem hyllir konur valdsins og reglugerðir, fjötra og heimsku.

Ég hef farið að efast í seinni tíð um Friggjarblótið, að það sé komið frá alvöru heiðingjum, því það rætist ekki í þessum heimi. Óðinn kemur og sigrar Frigg og gerir hana heiðvirða, sér undirgefna, í enda þess kvæðis, en það gerist ekki í nútímanum. 

Maður á erfitt með að túlka fornan kveðskap eða skilja boðskapinn.

Þetta er eins og að tala við Guðmundur Örn um syndafallið, hvers vegna kemur ekki hjálpræðið?

Afi sagði söguna af því þegar hann var smali og eignaðist fyrsta lambið sitt. Þetta mundu börnin í gamla daga og var tengt manndómsárunum og fermingunni, þegar börnin höfðu gert gagn og sinnt smalamennsku, eignuðust fyrsta lambið. 

Nokkrum árum seinna var afi farinn að grúska í smiðjunni hjá pabba sínum og farinn að kunna á verkfæri og viðgerðir.

Nútíminn hóf innreið sína. En í sveitinni voru aðeins handknúin verkfæri.

Einn nágranni okkar á Digranesveginum tók uppá því í ellinni að vera með kindur. Þau hjónin voru meðal þeirra nágranna sem amma hafði mest samskipti við. Það var Arnór, góður maður.

Í dag eru sennilega reglugerðir sem hindra þetta meira en þá. 

Það er skrýtið með þessa ofbeit, að innflutt lambakjöt hlýtur að þurfa kindur í útlöndum. Er engin ofbeit þar?

Þakka þér fyrir þessi myndablogg. Þau eru hressandi og skemmtileg, framúrskarandi góðar myndir eins og áður og textinn líka til þess ætlaður að vekja fólk af dvala.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 19.7.2025 kl. 15:44

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fallegar myndir. Ef maður gæti nú fundið sér eyðiból og haft fáeinar rollur, og kannski hund. En Síbería bíður. Þar eru síðustu lendur karlmennskunnar í dag.

Bestu kveðjur.

https://www.youtube.com/results?search_query=off+road+russia+uaz+469

Guðjón E. Hreinberg, 19.7.2025 kl. 19:58

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... og fleiri kindur frá Síberíu

https://www.youtube.com/results?search_query=uaz++69+off+road+tuning

Guðjón E. Hreinberg, 19.7.2025 kl. 19:58

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þennan fróðleik Ingólfur, -og söguna af Digranesveginum.

Gaman að þú skulir minnast á að rúnin fé á við lifandi fé, en ekki dauðar digital banka innistæður. Fé er dautt renni það ekki eins og rollur um hagann. Ofbeitar áróðurinn fór illa með orðspor bænda og var að langmestu leiti lygi. Það þarf að beita land þar sem fólk ætlar að búa ef ekki á að fara illa.

Fyrir ekki svo mörgum árum voru fréttir af gróðureldum á Spáni. Hluti af langtíma lausninni þar var sögð að beita skógana með suðfé til að minka eldhættu af lággróðri. Í Noregi eru birkiskógarnir beittir og líta mun betur út en hamafaraóræktin hér á landi sem frábýður sér ágangsfé.

Vel beittir skógar líta mun betur út en vanbeittir. Ég man eftir minni heima sveit blómlegri og oftbeittri, -eins og var kallað, en nú myndi Héraðið loga stafnanna á milli ef kviknaði í óræktinni í suðvestan þerri án þess að við nokkuð yrði ráðið.

Afar mínir og ömmur voru bændafólk með lítil blönduð bú, sauðfé og kýr. Þar fékk ég að vera í sveit á sumrin, -og jú ég fékk lamb að launum þó ég væri innan við 10 ára þegar þau afi og amma sem ég var hjá hættu að búa. Eftir það var ég hluta úr tveimur sumrum í sveit hjá nafna mínum og frænda sem var mikill sauðfjárbóndi. þessi ár voru ævintýri æsku minnar.

Breytingarnar á minni ævi eru gríðarlegar og má segja að það styttist í að verðmæt verkþekking sem til hefur verið í landinu frá landnámi sé við það að glatast.

Bestu kveðjur samt, -suður á malbikið.

Magnús Sigurðsson, 19.7.2025 kl. 20:10

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vonandi klemmstu til Síberíu Guðjón, -og verður ekki fyrir vonbrigðum.

Alla þessa öld hefur það eyðiból ekki verið til á Íslandi þar sem þú hefðir komist upp með að hafa nokkrar rollur MAST hefur séð til þess, þeir fóru meira að segja í eyðifjörð austur á landi og létu skjóta alheilbrigðar rollur á færi sem hlýddu ekki reglugerðinni, létu svo hræin liggja og úldna draumóramönnum til viðvörunnar og refnum til blandinnar ánægju, -rebbi komst bara ekki yfir að éta allt heila klabbið.

Nei, -þú getur ekki einu sinni látið þig dreyma um svona ósvinnu hér á landi, þú kemst ekki svo mikið sem upp með að eiga hænsnakofa hvað þá hænur án þess að skaðmentað regluverkið úr fávikufabrikkunum hangi ekki á dyrastöfunum.

Bestu kveðjur, í gosmóðuna.

Magnús Sigurðsson, 19.7.2025 kl. 20:22

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið er gaman að lesa ykkur.Fyrst þegar ég byrjaði hér var krökkt af konum ungum sem gömlum og oft létt pólitík og glens. Þeim hefur fækkað og plantaði ég mér þá inn í vinablog stráka oftast líkir þeim sem nefndir eru í kvæöinu;

        "Táp og fjör og frískir menn,
         finnast hér á landi enn"..

Helga Kristjánsdóttir, 20.7.2025 kl. 00:58

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir góð orð Helga, -þau eru vel þegin, enda sótt í dýran kveðskap.

Já hér á blogginu var fjölbreyttur hópur fólks bæði konur og karlar þegar maður kom hér fyrst fyrir 15-20 árum.

Nú er þetta ap verða að bergmálshelli gamalla hvítra karla, ekki einu sinni hægt að segja miðaldra, -sem láta ljós sitt og sérvisku skína og varla til sú kona sem heillast af.

Því er það gefandi að fá svona fallegt komment við athugasemdum við tuði um sauðfé frá konu, og varla að maður hefði trúað því að það sé verðskuldað nema fyrir þín orð.

Bestu kveðjur úr sumrinu fyrir austan.

Magnús Sigurðsson, 20.7.2025 kl. 07:25

8 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ekki má gleyma að ég er svört lesbía.

Bestu kveðjur til Helgu.

Guðjón E. Hreinberg, 20.7.2025 kl. 10:23

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Æ þið eruð svo góðir,djókið á alltaf rétt á sér,ég er hvít bestía. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.7.2025 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband