Sumt stendur strax fyrir hugskotsjónum eins og sýn fram í tímann. Ekki veit ég hvort einhverjir geta tekið undir að The Road to Hel með Chris Rea hafi virkað á þá sem spádómur fram í tímann þegar fyrst þeir heyrðu.
Þegar ég heyrði The Road to Hel fyrst þá fannst mér sýnin svo óhugarleg að ég hætti að hlusta á blues í áratugi, -ákvað að hlusta frekar á ballöðurnar hans Bubba, einn dag í einu vonin blíð, eða þannig.
Um daginn hlustaði ég fyrst, í meira en 35 ár, aftur á The Road to Hel, og verð að segja alveg eins og er, -Chris Rea hafði lög að mæla.
Munurinn á hvað er talið sæma; þá og nú, má líka við siðfall, -eins og sannleikurinn sagna besti á til að hafa á orði.
Annað gott lag er "Highway to Hell" með ACDC. Bubbi lét spila það í útvarpsþætti og fílar það þarafleiðandi. Bon Scott drakk sig í hel 1980, ári seinna en hann samdi textann, en ég lít svo á að Hell sé þarna í merkingunni Helja, ríki dauðra eins og í Snorra Eddu, svo er til Hell í kristilegu miðaldamerkingunni, sem kvalaríki, hvort tveggja gildar merkingar. Ég vil ekki dæma þungarokkara eins og Bon Scott harðar en kristna menn eða aðra, Drottinn einn dæmir og allt það, og ekki endilega sukkarar sem fá verri dóm en hvítflibbakrimmarnir sem Bubbi söng um á Egóplötu, "Vægan fékk hann dóm". Sluppu með milljónirnar í Hruninu.
Bon Scott var bara hreinskilnari en aðrir og einnig Chris Rea. Mjög góð lög bæði og textar.
Betra en froðusnakk og miðjumoð, vekur til umhugsunar sem er mikilvægt.
Blúsinn er leið í gegnum sársaukann. Hann þroskar, en ekki flóttaleiðirnar, dóp og slíkt. Sumir segja Ísbjarnarblúsinn beztu plötuna hans Bubba. Þar fjallar hann um blús annarra, lág laun verkakvenna og verkamanna. Ekki allir svo heppnir að slá í gegn eins og hann og verða ríkir.
Athugasemdir
Sumt stendur strax fyrir hugskotsjónum eins og sýn fram í tímann. Ekki veit ég hvort einhverjir geta tekið undir að The Road to Hel með Chris Rea hafi virkað á þá sem spádómur fram í tímann þegar fyrst þeir heyrðu.
Þegar ég heyrði The Road to Hel fyrst þá fannst mér sýnin svo óhugarleg að ég hætti að hlusta á blues í áratugi, -ákvað að hlusta frekar á ballöðurnar hans Bubba, einn dag í einu vonin blíð, eða þannig.
Um daginn hlustaði ég fyrst, í meira en 35 ár, aftur á The Road to Hel, og verð að segja alveg eins og er, -Chris Rea hafði lög að mæla.
Munurinn á hvað er talið sæma; þá og nú, má líka við siðfall, -eins og sannleikurinn sagna besti á til að hafa á orði.
Magnús Sigurðsson, 19.8.2025 kl. 16:10
Annað gott lag er "Highway to Hell" með ACDC. Bubbi lét spila það í útvarpsþætti og fílar það þarafleiðandi. Bon Scott drakk sig í hel 1980, ári seinna en hann samdi textann, en ég lít svo á að Hell sé þarna í merkingunni Helja, ríki dauðra eins og í Snorra Eddu, svo er til Hell í kristilegu miðaldamerkingunni, sem kvalaríki, hvort tveggja gildar merkingar. Ég vil ekki dæma þungarokkara eins og Bon Scott harðar en kristna menn eða aðra, Drottinn einn dæmir og allt það, og ekki endilega sukkarar sem fá verri dóm en hvítflibbakrimmarnir sem Bubbi söng um á Egóplötu, "Vægan fékk hann dóm". Sluppu með milljónirnar í Hruninu.
Bon Scott var bara hreinskilnari en aðrir og einnig Chris Rea. Mjög góð lög bæði og textar.
Betra en froðusnakk og miðjumoð, vekur til umhugsunar sem er mikilvægt.
Blúsinn er leið í gegnum sársaukann. Hann þroskar, en ekki flóttaleiðirnar, dóp og slíkt. Sumir segja Ísbjarnarblúsinn beztu plötuna hans Bubba. Þar fjallar hann um blús annarra, lág laun verkakvenna og verkamanna. Ekki allir svo heppnir að slá í gegn eins og hann og verða ríkir.
Ingólfur Sigurðsson, 19.8.2025 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning