13.9.2025 | 08:56
Sóun sem engin vill
Það eru fleiri en túristar sem vilja ekki rafmagnsbíla. Sjálfsagt kæmu verri niðurstöður í ljós ef bílaeign Íslendinga væri skoðuð af einhverju viti.
Efast má um að 3 af hverjum 10.000 íslendingum, sem eiga rafmagnsbíl, eigi bara rafmagnsbíl. Það hlutafall er sennilega mun lægra.
Þeir landsmenn, sem á annað borð eiga rafmagnsbíl, eiga flestir rafmagnsbíl samhliða eldsneytisbíl, -einum eða fleirum.
Aðalástæðan fyrir rafbílaeign landsmanna er sú að ríkið hefur lagt kapp á skattalegar ívilnanir fyrir rafmagnsbíla, -og lágt raforkuverð, -sem nú fer ört hækkandi, -að sögn vegna orkuskorts.
Rafmagnsbílum er því einungis komið út með aukinni sóun, sem fylgir stærri bílaflota í landinu, því engin keyrir nema einn bíl í einu. Og ef valið stendur einungis á milli rafmagnsbíls og eldsneytisbíls þá verður valið augljóst.
![]() |
Ferðamenn vilja ekki rafmagn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér á Stórastamöggins er aldrei rætt um - eða helst ekki - að allir stóru bílaframleiðendurnir höfðu lýst því yfir fyrir fimm árum að 2030 myndu þeir hætta framleiðslu eldsneytisbíla, en fyrir tveim árum höfðu þeir allir dregið það til baka, og hafa í raun flestir tekið þann snúning að framleiðsla EV og Hybrid bíla verði einungis háð eftirspurn.
Þetta er pínusvipað og færsla hjá okkar ágæta sambloggara, Páli, frá í morgun, að engin viðbrögð hafi verið í mótmælum eða meðal íþróttamanna, vegna Charlie Kirk tilræðisins.
Sem segir mér að hann heldur að Fjölmiðlar séu heiðarlegir og séu hans rörsýn. Með fullri virðingu, fyrir P.V. þá er veröldin dáldið flóknari.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 13.9.2025 kl. 09:35
Viðb.
Michael Crichton sagði eitt sinn í viðtali við Charlie Rose, og ræddu þeir loftslagshlýnun af mannavöldum, og ekki í fyrsta sinn. Rose var ekki að trúa sumu sem Crichton sagði, sem þá brosti og sagði "hnötturinn er mjög stór, áttarðu þig á því?"
Rose hélt áfram að þrefa, samkvæmt fjölmiðlalínunni, og skoraði á Crichton að mæta aftur í viðtal og þeir myndu taka þetta málefni fyrir, eingöngu, sem Crichton var til í, ef hann mætti taka með sér tölur á glærum, sem Rose játti.
Ári síðar var M.C. allur, úr bráðakrabba, eða eiturtilræði.
Guðjón E. Hreinberg, 13.9.2025 kl. 09:37
Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar Guðjón, -já það er alltaf erfitt þegar málin eru sett upp í Gazalýsingu, þá verða öll blessuð börnin einhvernvegin Hamas, og elítan stendur keik á meðan við skiptumst í lið.
Ég skil reyndar ekki alltaf pistlana hans Páls á sama hátt og hann virðist gera sjálfur, en það gerir fjöldinn, -og alveg glærulaust.
Ég held reyndar að grynnra sé á þessu hjá litlu sætu elítunni okkar, hvað rafbílavæðinguna varðar. Þar eigi við gamla góða máltækið follow the money.
Þar verður hagvöxturinn líka svo sætur á glærunni þegar raforkuskorturinn bætist við, þá verður meiri þörf fyrir okkur steypukallana og verkfræðingana, eða þannig.
Bestu kveðjur.
Magnús Sigurðsson, 13.9.2025 kl. 10:21
Ég hef aldrie átt nýjan bílog að kaupa notaðan rafmagnsbíl hlýtur að vera mikið lotterí. Miðað við hvernig endingin er á rafhlöðunum í farsímunum og fartölvunum. Langa samt að benda á að Viðreisn sagði 2024 að banna ætti alla alvöru bíla á þessu ári þó svo að alla innviði til að þjónusta þessa bíla skorti á landsbyggðinni
"Viðreisn vill að nýskráningu á bensín- og díselbílum verði hætt á næsta ári,"
Grímur Kjartansson, 13.9.2025 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning