Ég horfði einnig á myndbandið og það er margt sem mætti um þetta ræða. Eiginlega hrollvekjandi framtíðarsýn. Hann heldur því fram að gervigreindin rústi Ameríku eins og Evrópu og bara Kínverjar græði og standi uppi sem sigurvegarar. Margt til í því. Gervigreind nýtist bæði auðrónum og öðrum öflum en ekki almenningi.
Einnig athyglivert að hann talar um að allar hagfræðitölur séu falsaðar. Ég hef lengi haft þetta á tilfinningunni. Eina prósentið sem á 99% peninganna getur gert þetta.
Friðartal er bannað og skynsemi og rökhyggja kenndar við fasisma og öfga!!
Allir stefna í stríð og hrylling! Já, framtíðarsýnin er dökk hjá honum, en þessu er ekki hægt að neita.
Reyndur maður þarna og hann segist aldrei hafa séð eins mörg hættuljós blikka. Það virðist rétt.
Lausnin er samt frekar einföld. Að draga sig útúr alþjóðasamstarfi, gera eins og Framsókn vill en ýkja þeirra stefnu. Taka aftur upp sjálfstæðistal á þeim grundvelli, að lifa á landsins gæðum og losa sig útúr vitleysunni sem spinnur sig upp.
Já, margt er um þetta að segja, svo margt að erfitt er að finna hvar á að byrja.
Athugasemdir
SVONA ER ÞETTA:
https://contact.blog.is/blog/vonin/entry/2307230/
Dominus Sanctus., 15.9.2025 kl. 14:56
Takk fyrir innlitið og athugasemdina Dominus, -hún er upplýsandi.
Bestu kveðjur.
Magnús Sigurðsson, 15.9.2025 kl. 18:52
Ég horfði einnig á myndbandið og það er margt sem mætti um þetta ræða. Eiginlega hrollvekjandi framtíðarsýn. Hann heldur því fram að gervigreindin rústi Ameríku eins og Evrópu og bara Kínverjar græði og standi uppi sem sigurvegarar. Margt til í því. Gervigreind nýtist bæði auðrónum og öðrum öflum en ekki almenningi.
Einnig athyglivert að hann talar um að allar hagfræðitölur séu falsaðar. Ég hef lengi haft þetta á tilfinningunni. Eina prósentið sem á 99% peninganna getur gert þetta.
Friðartal er bannað og skynsemi og rökhyggja kenndar við fasisma og öfga!!
Allir stefna í stríð og hrylling! Já, framtíðarsýnin er dökk hjá honum, en þessu er ekki hægt að neita.
Reyndur maður þarna og hann segist aldrei hafa séð eins mörg hættuljós blikka. Það virðist rétt.
Lausnin er samt frekar einföld. Að draga sig útúr alþjóðasamstarfi, gera eins og Framsókn vill en ýkja þeirra stefnu. Taka aftur upp sjálfstæðistal á þeim grundvelli, að lifa á landsins gæðum og losa sig útúr vitleysunni sem spinnur sig upp.
Já, margt er um þetta að segja, svo margt að erfitt er að finna hvar á að byrja.
Ingólfur Sigurðsson, 16.9.2025 kl. 00:46
Takk fyrir innlitið og athugasemdina Ingólfur, -Gerald Celente hefur oft spáð svörtu áður, en ekki hefur það nærri allt komið fram.
En það er samt svo að samkvæmt hagfræðimódeli auðrónanna er svart framundan fyrir almenning því; -If All Else Fails, They Take You to War.
Við vitum það samt að stærsta vandmál almennings á Vesturlöndum er það að of mikið er til af öllu umfram það nauðsynlega.
Þú hittir naglann vel á höfuðið með því að minnast á að lifa á landsins gæðum,
-Það sem gæti helst vantað, ef spáin hans Geralds gengur eftir, er matvælaöryggi.
Lífsleikninni að lifa á landsins gæðum, t.d. hvað matvæli varðar, er verið kastað fyrir róða á ótrúlegum hraða hér á landi.
Bestu kveðjur.
Magnús Sigurðsson, 16.9.2025 kl. 06:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.