Í sveita síns andlits

Það sem af er ári hefur landinn bætt eigið met í utanlandsferðum, -yfir 20% aukning. En það gerir víst ekkert til því erlendum ferðamönnum fjölgaði með verðmætan gjaldeyri til landsins.

Bara í síðasta mánuði jafngilda tölurnar því að um 60 þúsund Íslendingar hafi brugðið sér af bæ og það um háskaðræðistímann. Við vitum að stærsta vandmál almennings á Vesturlöndum er að of mikið hefur verið til af öllu umfram það nauðsynlega.

Þetta hefur gerst með því að útvista framleiðslu til láglaunalanda, m.a. á því sem þarf til að lifa, -og svo flytja inn lálaunafólk til að vinna í sveita síns andlits til að þrífa  skítinn. En nú hefur Trumpinn ruggað bátnum og sett tolla á transportið til að græða sjálfur örlítið meira.

Afþreying leitar líka til landa sem hafa upp á ódýrari gistingu og mat að bjóða, svo það er kannski ekki skrítið þó svo að landinn sé nú á faraldsfæti með kolefnissporið strókandi aftan úr rassgatinu á meðan vond er lygin leifir.

Jafnvel þó svo að sumarið hafi verið þokkalegt þá ríkti dýrtíðin og túristavaðallinn á Fróni. Lífsleikninni við að lifa á landsins gæðum er nú verið kastað fyrir róða á ótrúlegum hraða með massífum innflutningi, jafnhliða því sem mörlandinn leitar út fyrir landsteinana eftir afþreyingu.

-Gullöld kann einhverjum að detta í hug. -Þegar mörlandinn hefur meira upp úr því að panta, flytja inn og leggja á en strita í sveita síns andlits. -Svo má nota mismuninn til að ferðast til fjarlægra landa.

En um leið er búið að setja upp kerfi pöntunar og álagningar sem er þrjár máltíðir frá hungursneyð. Allt byggist á greiðum aðflutningi og að ódýru  allsnægtirnar fáist erlendis áfram. Bjartur í Sumarhúsum þrífst hvort eð er ekki lengur á landinu bláa, þó svo að Gróa á Leit blaðri enn af og til niður á alþingi milli utanlandsferða.

Óvitarnir við Austurvöll plotta nú það að forframa þjóðina í ESB, -glepja landann inn í brennandi hús. Allt til að jabblandi hjörðin við jötuna fái áfram þrifist og hún geti haldið áfram að flækjast í burn out-inu, -svo lengi sem vond er lygin dinglar ekki í gálganum.

-Já enn fljúga farþegaþoturnar, skipin sigla með góssið heim að ströndum landsins bláa og trukkarnir bruna í nóttinni um blæðandi þjóðveginn með þessar þrjár máltíðir sem skilja á milli allsnægta og hungursneyðar.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeinn Hlöðversson

Eina ógnin sem steðjar að islandi stafar frá óvitunum við austurvöll

Kolbeinn Hlöðversson, 20.9.2025 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband