Bjart er yfir Íslandi

Það er aldeilis hreint stórkostlegt þegar lögblindingjar sjá ljósið, -og ekki er síðra að sérfræðingar hafi komið ráðherra í ríkisstjórn Íslands í skilning um að lántakendur húsnæðislána eigi ekki að greiða bönkunum nema 20% af því sem þeir geri mánaðarlega.

-Og þetta allt vegna bókunnar 35. Nú er bara spurning hvort þrautpíndir lántakendur taki sig ekki til og hætti að greiða af húsnæðislánunum. -Í það minnsta debóneri einungis með fimmþúsundkallinum þangað til ESB kemur skikk á málin.

Ef allt stefnir í þrot þá geta lántakendur gripið til sama örþrifaráðs og fyrirtækið Vélfag ehf, sem var í fyrrverandi heimabæ lögblinda ráðherrans, og höfðað mál gegn ríkissjóð Íslands, m.a. fyrir EFTA og EES dómsólunum í Lúxemborg.


mbl.is Inga Sæland sá ljósið og hefur nú skipt um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Inga sér reyndar alveg í ljósi en illa við léleg birtuskilyrði eins og sumir hafa skapað með því að þyrla upp ryki og blása reyk í málinu.

Þetta er ekkert sem ESB þarf að koma "skikki" á heldur er það á ábyrgð íslenskra stjórnvalda, ellegar að viðlagðri skaðabótaskyldu.

Lántakendur þurfa alls ekkert að leita til EFTA-dómstólsins í þessu máli því Héraðsdómur Reykjaness gerði það 13. desember 2022 og sá fyrrnefndi lét álit sitt í ljós 23. maí 2024 sem var eindregið neytendum í vil.

Þvert gegn því áliti sýknaði héraðsdómur bankann á þeirri forsendu að séríslensk lagaregla sem heimilaði hina umdeildu skilmála gengi framar réttilega innleiddri EES-reglu um sama efni. Þetta er einmitt það sem bókun 35 kveður á um að skuli koma í veg fyrir, sem er einmitt tilgangur frumvarpsins sem er kennt við þá bókun og hefur verið til umræðu.

Ef Hæstiréttur Íslands staðfestir niðurstöðu héraðsdóms er íslenska ríkið brotlegt við EES samninginn og bótaskyldan í málinu fellur á ríkissjóð en ekki bankana. Þetta hefur legið ljóst fyrir og lengi verið varað hástöfum við: Dómstólar baki ríkinu ekki bótaskyldu (29. maí 2024).

Þurfi að höfða slíkt skaðabótamál yrði það gert fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem er varnarþing íslenska ríkisins. Eins og fyrr segir yrði engin þörf á leita (aftur) til EFTA-dómstólsins því það er þegar búið að gera.

Þess væri óskandi að umræða um þessi mál byggðist á staðreyndum þeirra og rökrænum forsendum, laus við útúrsnúninga og rangfærslur.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2025 kl. 20:32

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Grunaði ekki Gvend, enda máttu ekki heyra né sjá töluna 35 án þess að poppa upp, -það mátti s.s. vita að þú hefðir tekið það að þér þyrla ryki í augunum á Ingu og blása reyk í eyrun á henni.

Viltu ekki taka það að þér líka að lögseigja Kúlulánadrottningunni varðandi Vélfag ehf, svo hún vaði um ekki í lögblindu EES samningsins með bókun 35 eins og skitu í brókinni?

Magnús Sigurðsson, 22.9.2025 kl. 21:15

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei það voru aðrir sem sáu um að þyrla rykinu og blása reyknum.

Ég var allan tímann að reyna að hreinsa loftið af þeirri mengun.

Ég má alveg heyra eða sjá töluna 35 án þess að skjóta upp kollinum, svo lengi sem farið er rétt með staðreyndir og rætt um málið á rökrænan hátt án þess að ráðast gegn sterkari vernd íslenskra neytenda.

Verndarar hinna minni máttar sóa ekki kröftum sínum í aðgerðir á stöðum þar sem hinir minni máttar njóta þegar verndar fyrir illu.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2025 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband