26.9.2025 | 17:04
Drónafréttir og stríðsæsingar
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að við lifum á viðsjárverðum tímum. Svo eldfimt er ástandið að dómsmálaráðherra hefur í hyggju að takmarka aðgengi almennings að reiðufé til að koma í veg fyrir útbreiðslu gereyðingarvopna, peningaþvætti og hryðjuverkastafsemi.
Nú í vikunni hefur farið hæðst í fréttum að yfirvöld víða um norðurlönd hafi orðið vör við ógnvænlega drónasvermi á lofti. Jafnvel tekið sértaklega eftir þeim í myrkri, ljósanna vegna. Stórum flugvöllunum hefur þurft að lokað hjá frændum vorum, öryggisins vegna, má þar m.a. nefna Kastrup og Gardemóen, -já og Álaborg ítrekað.
Getum hefur verið að því leitt að þessum drónasvermum sé flogið frá skuggflota rússa sem sagður er svamla svo til stefnulaust um Eystrasaltið. Skuggaflota, sem fyrst gat sér frægðar fyrir að sprengja upp gasleiðslu á Eystrasalti, -já einmitt þá sem Rússar áttu sjálfir.
Frændur vorir í Færeyjum voru nokkuð snöggir að kveða niður drónaógnina þegar hún kom upp í höfuðstaðnum Þórshöfn. Þar hafði lögreglan verið að rannsaka drónaflug yfir franskri freigátu og taldi sig hafa komist í heimsfréttirnar með því að hafa mann í myrkum klæðum grunaðan.
Færeyskir fréttamiðlar hringdu þá einfaldlega í þann sem þeir vissu að ætti bæði dróna og svört föt. Kom þá í ljós að áhugaljósmyndari í Þórshöfn hafði flogið yfir hafnarsvæðið til að taka myndir þó svo að hann vildi ekki viðurkenna að hann væri að taka myndir af frönsku freigátunni sérstaklega.
Nú sit ég oft við stofugluggann minn því hvergi er betra útsýni yfir Héraðið nema ef vera skyldi úr kirkjuturninum sem er beint á móti stofuglugganum. Efst á kirkjuturninum loga tvö rauð ljós vegna þess að hann er í aðfluginu að Egilsstaðaflugvelli.
Á hinni húshliðinni er eldhúsglugginn og fyrir utan hann er flugvöllurinn. Ég hef oft tekið eftir drónum á lofti, bæði að degi og nóttu til, -og þá vegna ljósanna, -á aðflugsleiðinni að flugvellinum án þess að hafa komið til hugar að tilkynna lögreglunni það sérstaklega, -enda hef ég ekki haft Rússa grunaða.
Þegar ég hef haft sérstakan áhuga á að vita hverjir stunda þetta dónaflug fyrir utan stofugluggann þá fer ég stundum á facebook og kanna hverjir hafa verið að pósta myndum, -t.d. af kirkjunni. En í þessu tilfelli nágrannlandann væri kannski réttara að velta vöngum yfir hverjum gagnast fréttirnar.
Öll þessi ár sem liðin eru síðan ég fór að taka eftir drónunum hef ég ekki orðið var við eitt orð í fréttum um að þá þurfi að óttast vegna flugs. En nú ber nýrra við, og fraukan Frederiksen búin að lýsa yfir stríði.
Ps. Ég setti HÉR inn færslu frá því fyrr á árinu um hvernig orðsifjarnar eru notaðar til að vekja ótta og æsing.
Athugasemdir
Guðjón er beztur í samsærum, en ég hef á tilfinningunni að ekki sé allt sem sýnist. Hér gæti verið um úkraínska eða vestræna dróna að ræða.
Það er verið að hlaða í bálköst Þriðju heimsstyrjaldarinnar. Margir fatta það. Það er verið að búa til ástæður til að ráðast á Rússa.
Annars eru þessir dónadrónar ný leikföng sem mannkynið er hugfangið af þessu dægrin, eins og gervigreindinni, því hún fer minnkandi.
Rússar neita, ekkert er sannað og þetta eru flugufregnir um flugur og flygildi.
Þessar fréttir eru að smámagna upp móðursýki. Rússar gætu verið sekir, en ógnarstjórn situr einnig í Úkraínu hrædd um að tapa. Gervigreind er komin í hendur hættulegra aðila útum allt. Það eru komnir svo margir andar uppúr flöskum sem áttu að vera innsiglaðar að það er ekki brandari lengur.
Hver sem stendur á bakvið þetta, þá lyktar þetta af örvæntingu.
Ingólfur Sigurðsson, 26.9.2025 kl. 18:19
Hin greindin fer minnkandi ætlaði ég að segja, alvörugreindin. Þessvegna þykir gervigreindin flott.
Ingólfur Sigurðsson, 26.9.2025 kl. 18:20
Svona fréttir smá ganga í fólk Ingólfur, -og að endingu er hægt að sitja uppi með heimsfaraldur eða þaðan að verra.
Það er ágætt að hafa slökkt á símanum og sjónvarpinu þegar svona er magnað upp í fréttum og ígrunda hvað liggur að baki orðanna sem ráðamenn nota.
-Takmarka aðgang að reiðufé vegna útbreiðslu gjöreyðingavopna. Hverslags skilaboð eru það til almennings á Íslandi?
Mér finnst Færeyingar hafa tæklað þetta ágætlega. Drónar eru ekki nýir af nálinni þó þeir séu álíka hvimleiðir og gervigreindar sviðsmyndir úr spálíkani.
Kvefpest var heldur ekki ný af nálinni fyrir rúmum 5 árum síðan.
Magnús Sigurðsson, 26.9.2025 kl. 21:03
Mér fannst nú toppa allt þegar ég sá í dönskum fréttum í dag að Fredriksen hefði kallað á Selensky til að fá ráðleggingar um hvað ætti að gera varðandi þessa dróna sem birtadt og hverfa svo snöggt að engar myndir nást hvað þá að hægt sé að skjóta þá niður - til að bera kennsl á þá
Grímur Kjartansson, 26.9.2025 kl. 21:11
Já Grímur, -það er svolítið sértakt að hún skuli hafa gert það blessunin og segir kannski meira en mörg orð um hvers konar ryki er verið þyrla upp.
Mér finnst líka svolítið sérstakt að valkyrjustjórnin okkar boði takmarkanir á reiðfé þessa dagana til að stemma stigu við útbreiðslu gjöreyðingavopna.
Við sátum uppi með 5G og gervigreindina eftir kóvið, -svo til óvart og alveg umræðu laust.
Magnús Sigurðsson, 26.9.2025 kl. 21:28
Ég verð hér að bæta við, 1G,2G,3G,3G,5G, þetta var planað fyrir mörgum áratugum, líka fjölgun á krabbameinum í kjölfarið, og kovid, sannanir fyrir að það hafi verið æft 10 árum fyrr að minnsta kosti, Bill Gates hluti af því. Síðan selja svona menn lækningar í formi bóluefna á sjúkdómum sem þeir valda, en ekki allir fara til læknis. Þetta er því þjóðernishreinsun, og margar bylgjur þjóðernishreinsana. Þeir líta á sig sem guði því þeir eiga 99% en við innan við 1%. Bill Gates hefur lengi haldið því fram að það þurfi að fækka fólki til að minnka mengun, en ekki útskýrt hvernig hann ætli að fara að því. Þó varaði hann við Covid-19 mörgum, mörgum árum áður, lýsti þessu í smáatriðum, allt skjalfest og vottað. Hvað gerir RÚV eða Sýn? Þagað um það. Ekki búnir til heimildaþættir einu sinni. Þeir eru til á Youtube á ensku og sjálfstæðir aðilar gera þá, en fólk hlýðir peningavaldinu. Hinir eru taldir klikkaðir.
Gervigreindin, plönuð fyrir mörgum áratugum líka. Takmarkanir á reiðufé er bara enn eitt tækið til að taka meira af frelsinu. Ef þú ert í ónáð þá bila tækin þín óvart, truflun verður á sambandi.
Já, Stóri bróðir fylgist með öllum. Gervigreindin.
Bróðir minn og aðrir sem reyna að ná í mig í síma eru alltaf að skamma mig fyrir að slökkva á símanum. Ég bara HATA þessa síma. Ég vil gömlu símana, heimasímana, með snúrunni.
Mér finnst gaman að horfa á RÚV því það er eins og að fylgjast með kjánum. Það er krúttlegt. Það fer ekkert í taugarnar á mér.
Hinsvegar er ég eiginlega alveg hættur að horfa á útlenda þætti, sem ég gerði áður. Tilgangur þeirra er bara wók innræting. Þriðja ríkið gerði það sama og kommarnir.
En Gísli Marteinn og íslenzkir wókistar eru svo krúttlegir og heimskir. Það er eitthvað svo krúttlegt við það að skemma alltaf fyrir sjálfum sér og vilja ekkert sjálfstæði.
Ingólfur Sigurðsson, 26.9.2025 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning