26.11.2008 | 23:21
Gáfnaljós í lögfræði.
Blessuð gáfnaljósin eru væntanlega búin að komast að því að mótmælendur verða líka að hafa lögfræðina á hreinu. Það er sennilega bara pólitískir lögfræðingar á þingi og lögfræðiviðundur fjármálakerfisins sem fá að vera á gráu svæði án þess að gáfnaljósin opni síðu með áskorunum á facebook.
Óánægð með ræðu á heimasíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
getur þú útskýrt aðeins betur þessa óskiljanlegu færslu?
Andri (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:30
Nei Andri, ég er ekki gáfnaljós í lögfræði. Þú verður að lesa fréttina og fara á facebook til að reyna að átta þig á hugmyndafræðinni hjá "gáfnaljósunum" sem fram kemur í þessari mbl frétt. Gangi þér vel.
Magnús Sigurðsson, 26.11.2008 kl. 23:37
Færslan sem ég áttaði mig ekki á var þín. Þessir krakkar eru að benda á að viðkomandi segir einhverja tóma steypu og þú svara með tómri steypu. Það er það sem ég átti við.
Andri (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:39
Ræðan hennar Katrínar er ein af þeim betri sem ég hef heyrt. Hún hreif fólkið með sér og Katrín lifi í sömu þjóðfélagi og við.
Ég túlkaði ekki allt á versta veg eins og krakkanna sem vilja ritskoðun.
Katrín vakti bjartsyni hjá mér og þakka ég fyrir að það eru til hugsjónarfólk en ekki bara neyslufólk eftir græðgistímsbilið.
Heidi Strand, 26.11.2008 kl. 23:43
Eins og ég segi lögfræði er fyrir gáfnaljós, pólitísk lögfræði er steypa. Ræðan var góð og má birtast hvar sem er fyrir mér.
Magnús Sigurðsson, 26.11.2008 kl. 23:51
Sko, við í lagadeild HR viljum vera best. Að öllu jöfnu er lagadeild HR best á landinu. Hins vegar lítur það afskaplega illa út, þegar dúxinn á 1. ári kemur fram fyrir alþjóð og sýnir það í verki að hún skilji ekki stjórnskipunarréttinn sem hún dúxaði í.
Þetta lítur illa út fyrir skólann, ekki spurning.
Ræðan hennar var ekkert spes, bara lýðskrum. Ekkert að því, ef það er það sem hún vill koma á framfæri.
Að mekka saman einhverja pseudo-lögfræði til að réttlæta mál sitt er líka bara hið besta mál. Samnemendum hennar þarf samt ekkert að kunna vel við það að hún sé að auglýsa lagadeildina okkar eins og hún sé á leikskólaplani.
Að því sögðu, þá verður HR bara að gera upp við sig hvort hann ætli að flagga ræðu hennar á heimasíðu sinni. Ég mundi ekki mæla með því, en ég er ekki að stýra skólanum eða lagadeildinni og mér brennur þetta mál ekki svo í æðum að ég finni mig knúinn til að skrifa mig á undirskrifrtalista á Facebook.
Hins vegar skil ég vel þá samnemendur mína sem það gera.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:52
Ræðann hennar var frábær og er umtöluð út um allt land Uni Gíslason.
Þín tilraun hérna og þinna fáu skólafélaga er ómakleg.
Þú ferð fjálglega um orðið lýðskrum í ljósi þess að þú ert sekur um það en ekki hún.
Annars er það hárrétt það sem Magnús segir. Pólitísk lögfræði er steypa.
Mikið notuð til að fela sannleikann sem er svo augljós.
Gunnar Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:19
Hitler "HREIF" líka fólkið með sér.
Hörður Einarsson, 27.11.2008 kl. 02:25
Nú þýðir varla mikið að rökræða um þetta mál við þig Gunnar Helgason, enda ljóst að skoðun þín byggist algerlega á tilfinningum en ekki rökum.
Lögfræði er ekki pólitísk frekar en veðrið.
Okkur finnst bara fúlt hvað Katrín er léleg í lögfræði. Við hin lítum verr út fyrir vikið, en við verðum að sætta okkur við það. Það er tjáningafrelsi hér á bæ. Þó viljum við draga línuna við það þegar skólinn fer sjálfur að stæra sig af Katrínu þar sem hún slær um sig slappri lögfræði.
Lagadeild HÍ táraðist af hlátri á einu bretti þegar þau heyrðu ræðu skólasystur minnar.
Ég og margir aðrir viljum meina að það sé best að HR sé ekkert að flagga þessu. Annars er okkur nok sama.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 02:40
Þar sem ég er ekki gáfnaljós í lögfræði vil ég lýsa því yfir að ég næ ekki að átta mig á því hvort hér er um lögfræðileg álitamál að ræða, eða hvort að síðan á facebook kunna að einhverju leiti að stafa af öfund út í 1. árs dúxin sem hélt ræðuna.
Magnús Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 07:03
Uni: "Okkur finnst bara fúlt hvað Katrín er léleg í lögfræði. Við hin lítum verr út fyrir vikið"
Þið hin lítið alveg sérstaklega illa út þar sem hún er að dúxa.
Lög eða ekki þá komu upp aðstæður þar sem bylting og valdarán eru ekki bararéttlætanleg heldur bara nauðsynleg og það styttist í þá stund hér á landi.
Aftur á móti er það ljóst að ungliðar Flokksins hakka í sig hvern þann úlf í sauðagæru sem laumar sér inn á meðal þeirra, að hluta til til að svala réttlætiskennd Flokksins og hluta til í von að greiða sína eigin framabraut.
Karma (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:54
Hörður, það gerði líka Davíð.
Heidi Strand, 27.11.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.