Grundvöllur alls árangurs er að vita hvað þú vilt.

HHHHH lögmálið: Gerðu þér grein fyrir HVAÐ þú vilt, HVENÆR þú vilt það, HVERSVEGNA þú vilt það og HVERNIG þú hyggst ná því.

 

"Allir geta BYRJAÐ en aðeins þeir ákveðnu KLÁRA".

 

Gerðu það að þínu aðalmarkmiði sem þú vilt að verði að veruleika í þínu lífi, gerðu þér því grein fyrir hvers þú óskar þér að verði að veruleika, í hvaða stöðu þú vilt helst vera í t.d. eftir fimm ár.  Gerðu það að þínu höfuðmarkmiði og taktu mið af því í öllum þínum gerðum þannig muntu öðlast það.

 

Ekki dreifa kröftunum með því að eltast við aðrar óskir sem samræmast ekki aðalmarkmiði þínu, þær eru yfirleitt ekki annað en dægurflugur og hugdettur.  Enn síður skaltu dreifa kröftum þínum við að hugsa neikvæðar hugsanir og gefa því neikvæða í heiminum athygli þína.

 

Það er ekki nóg að óska einhvers þú verður að ákveða hvaða árangri þú ætlar að ná og trúa því að þú náir honum.  Að greina ekki muninn á því að trúa og óska getur komið í veg fyrir að þú náir markmiðum þínum.

 

Þegar þú hefur ákveðið þitt höfuð markmið skaltu láta þá vita sem næst þér standa að hverju þú stefnir svo þeir geti orðið hluti af þeim fjölhug sem mun hjálpa þér að ná settu marki.

 

Mundu að flestir hafa orðið fyrir því að afturkippur hefur orðið á fyrirætlunum þeirra áður en þeir náðu markmiðum sínum.  Með staðfestu og trú munt þú ná þínu markmiði.

 

Mark. 11.23  Hver sem segir við fjall þetta:, Lyft þér upp og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða af því.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er gott að hafa skýra hugsun

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.12.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þörf umfjöllun, takk

Hulda Margrét Traustadóttir, 15.12.2008 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband