17.12.2008 | 14:31
Ísland státar væntanlega af hæstu stýrivöxtunum.
Þeir eru ekki af baki dottnir spámennirnir í greiningardeldunum. Gott að fá svona bjartsýnispá á þessum síðustu og verstu eins og birtist í niðurlaginu. Verst að þessi hagfræði þeirra gagnast innlendum skuldurum lítið.
"Með öðrum orðum er skammtímaávöxtun fjármagns í krónum meiri í mánuði hverjum heldur en búast má við að fáist næsta árið í sumum helstu myntum. Þarf því mikla svartsýni á þróun krónu til þess að kjósa að halda fjármunum sínum í öðrum myntum þessa dagana," að því er segir í Morgunkorni Glitnis."
Ísland státar væntanlega af hæstu stýrivöxtunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já svona er Ísland í dag!
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.12.2008 kl. 18:00
Því er nú ver og miður.
Hulda Margrét Traustadóttir, 17.12.2008 kl. 21:13
Já þeir hjá greiningadeildunum sjá björtu hliðarnar við 18% stýrivexti. Kannski sjá þeir fram á að halda vinnunni við aukna eignaumsýslu þegar gjaldþrot heimila og fyrirtæka flæða að.
Að öðru leiti er svona "jákvæðni" torskilin því bankastarfsmenn hljóta að hafa sínar skuldabirgðar eins og aðrir.
Magnús Sigurðsson, 17.12.2008 kl. 22:15
Það er að kröfu IMF sem vextir eru svona háir hér á landi. Því fá hvorki Seðlabanki né ríkisstjórn breytt. IMF ræður.
Þórólfur Björnsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:06
IMF ræður það er nokkuð ljóst, en jákvæðu hliðarnar sem Morgunnkorn Glitnis er að benda á eru tæplega ástæða til bjartsýni fyrir heimili og fyrirtæki.
Magnús Sigurðsson, 18.12.2008 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.