Við árslok 2008 - lífið er draumur.

Nú þegar 2008 er að líða er rétt að taka stöðuna fara yfir árið sem er að líða og setja sér markmið til að dreyma um fyrir árið sem framundan er.  Undanfarin ármót hef ég haft það fyrir vana að skrifa niður mín helstu markmið og áætlanir sem ég geri fyrir komandi ár.  Þar hefur verið um líkamleg, andleg, félagsleg og síðast en ekki síst um fjárhagsleg markmið að ræða.  Þegar ég nú fer yfir árið 2008 sé ég að öll markmiðársins náðust þó svo staðan um áramót sé kannski ekki alveg eins og ég hefði viljað.  Þar kemur til, það sama og hjá flestum íslendingum, fall Íslands. 

Það sem árið 2008 hefur kennt mér umfram allt annað, þess má finna stað í fjallræðu Jesú Matt 6,19 -6,21;  Safnið yður ekki í fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.  Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela.  Því hvar sem fjársjóður þin er, þar mun og hjarta þitt vera.  Eftir gengishrun og verðbólgu hefur eignarhlutur minn í þeim fasteigna sem ég á stór minkað, jafnvel horfið.  Fyrirtækin mín hafa orðið verkefna- og verðlaus. Lífeyrissparnaðurinn hefur rýrnað verulega og annar sparnaður að mestu horfið til að lækka skuldir án þess að nokkur eign hafi sýnilega myndast í staðinn.  Þetta hefur síðan valdið mér hugarangri, svefnleysi og reiði.  Fyrir árið 2009 set ég mér ný markmið og drauma, þar verður í fyrirrúmi áhuga minn fyrir velferð annarra og bjartsýni á eigin fyrirtæki,  því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. 

Óska öllum þeim sem líta hér inn frsældar á nýju ári. 

 IMG_9628   IMG_9616   IMG_9618

Veðrið um þessi jól hefur verið draumi líkast: 1. myndin er tekin í gær við Lönd í Stöðvarfirði, sólin að setjast í suð-vestri bak við Kambanesið.  2. myndin er tekinn annan í jóum af svölunum hjá mér.  3. myndin er tekin af svölunum hjá mér 28 des..

 2009 glasses Gleðilegt ár.

 








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gleðilegt nýtt ár, Magnús.

Megi fallegu myndirnar þínar boða  farsæld og frið á nýju ári. 

Kolbrún Hilmars, 31.12.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Björg Sigurðardóttir

Ég óska þér gelðilegs árs kæreiks og friðar kæri bróðir og öll þín fjöldskylda og takk fyrir allt liðið. Ég hringi svo í þig á nýja árinu.

Þetta eru glæsilegar myndir hjá þér en hvergi er himininn eins fallegur og á Íslandi.

Björg Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það er gott að setja sér markmið. Svefnleysi og reiði eru ekki góðir fylgifiskar það reyndi ég á tímbili á árinu 2008. Myndirnar flottar ! Gleðilegt ár austur með ósk um gott gengi

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.1.2009 kl. 10:58

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gleðilegt ár karlinn

Haraldur Bjarnason, 1.1.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Að hafa svona fallegt útsýni er ekki hægt að meta til fjárs, þú sérð greinilega miklu meira en veraldlegan auð, hvað er betra en þetta ? Ég held að það séu margir að endurmeta stöðuna hjá sér og horfa inn á við, og rækta sjálfan sig og sjá hvað við getum gert gott fyrir aðra, ég held að það gefi mest, gleðilegt nýtt ár.

Sigurveig Eysteins, 2.1.2009 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband