11.1.2009 | 12:13
Ímyndunaraflið.
Allt verður fyrst til með hugsun. Ímyndunaraflið glæðir hugsunina lífi og gerir hana að hugmynd þannig að við upplifum hana sem veruleika. Það dýrmætasta sem við eigum er ímyndunaraflið. Þegar við erum börn eigum við nóg af því. En þegar við fullornumst verður það fyrir truflunum af þeim staðreyndum sem umhverfið heldur að okkur, sem eru oft neikvæðar og ekki einsog við vildum hafa þær. En með því að nota ímyndunaraflið til að sjá drauma okkar fá framgang getum við nýtt það til að gera okkar líf eins og við viljum hafa það.
Því er þannig farið með flesta að þeir eiga sínar bestu stundir við að framkvæma það sem þykir skemmtilegt. Finndu út hvað þér finnst skemmtilegast að gera og notaðu ímyndunaraflið til að sjá það fyrir þér sem þitt aðalstarf ef það er það ekki nú þegar. Með því að nota ímyndunaraflið og rannsaka þá sem hafa áður notið velgengni í því sama og þér þykir skemmtilegt ættirðu að geta fundið leið til að gera það sem þú raunverulega vilt nota tíma þinn í að lífsviðurværi þínu. Mundu að þú hefur einhvern einstæðan hæfileika og með því að nota þann hæfileika verður þú einnig öðrum til ánægju og gagns.
"Chaplin þénaði milljónir árlega á skringilegu útskeifu göngulagi og víðum buxum, vegna þess að hann gerði hlutina öðruvísi en aðrir. Gríptu tækifærið og nýttu þína sérstöðu með einhverri einstakri hugmynd."
Hugmyndir eru drifkraftur allra afreka. Áður en nokkuð verður að veruleika þarf hugmyndin að verða til, síðan er hægt að gera hana að markmiði. Ef hugmyndir þínar eru ekki nógu skýrar til þess að þú sjáir þær verða að veruleika getur verið gott að gera bandalag við einhvern sem getur haft hag af og orðið þér þannig að liði, svo sem einhvern í fjölskyldu eða í kunningjahópi. Leifa þessum hópi að vera þátttakanda við að fullmóta hugmyndina þannig að þú sjáir hana fyrir þér sem veruleika.
Eins skaltu nota hugmyndir sem verða á vegi þínum sem verða til þess að hjálpa þér að ná höfuð markmiði þínu. Ekki gleyma að fjarhrif geta fært þér hugmyndir og lausnir í formi hugboða. Fylgdu þeim eftir án þess að hika.
- 1. Á leiksviði lífsins; Allt sem hefur verið og allt sem er hefur alltaf verið í heiminum einnig allt sem á eftir að verða það á bara eftir að uppgötva það. Einnig getur allt sem hugur þinn getur ímyndað sér og gert skýra mynd af orðið. Allt sem fyrir þig kemur var ímyndun þín búin að sjá fyrir þó svo að þú munir það ekki, prófaðu að skrifa niður á blað eitthvað sem þú villt að komi fyrir þig, geymdu það og sannaðu til einhvern daginn hefur það gerst sem þú sást fyrir og skrifaðir niður.
- 2. Ímyndaðu þér í smáatriðum; Sjáðu það skýrt fyrir þér sem þú lætur þig dreyma um og einhvern daginn mun það verða á vegi þínum þér til handa. Flesta dreymir dagdrauma sem koma og fara, ef þeir eru notaðir á markvissan hátt við að sjá það fyrir sem þú raunverulega þráir munu þeir færa þér það, ekki fyrir tilviljun heldur vegna þess að þannig virkar lögmál alheimsins.
- 3. Að vera reiðubúinn I; Að langa í eitthvað er ekki það sama og þrá eitthvað og trúa að maður öðlist það. Ef þig hefur alltaf langað í eitthvað er ekki víst að þú sért reiðubúinn til að taka við því þegar þér gefst kostur á því að fá það. En ef þú trúir að þú fáir það sem þú þráir verðurðu reiðbúinn til að taka á móti því þegar þér býðst það.
- 4. Að vera reiðubúinn II; Tengdu ímyndunaraflið við vellíðan og góða útkomu, þannig að þegar þú óskar þér einhvers sjáðu það þá fyrir þér í skýrri mynd eins og það hafi þegar orðið og þér líði vel með það sem þú hefur öðlast. Farðu aftur og aftur í huganaum og sjáðu fyrir þér að þú hafir náð markmiði þínu. Ekki flækja hugsun þína í því hvernig þú ætlar að yfirstíga ímyndaðar hindranir á leið þinni að því markmiði sem þú óskar þér, þú yfirstígur þær þegar þar að kemur og líklega verður þú þeirra aldrei var .
- 5. Hrífandi rök; Notaðu ímyndunaraflið til að sjá það það skýrt í huga þínum sem þú vilt að verði, og gerðu ekki ráð fyrir öðru en svo fari. Ef þú gerir þetta verður það sem ímyndunarafl þitt sér. Ef þú vilt prófa þetta skrifaðu þá eitthvað af því niður sem þú vilt að þú hafir, eða gerist í þínu lífi eða annarra sem þér þykir vænt um, skrifaðu dagsetninguna hjá þér og einhvern daginn mun þetta koma fram. Meðan þú ert að sannreyna þetta lögmál, byrjaðu á því smáa og einfalda seinna þegar þú hefur séð þetta virka og fengið sterka trú fyrir því að þetta virkar getur þú nýtt þér þetta lögmál til enn frekari velgengni. Munurinn á þeim sem nýtur velgengni og þess sem ekki nýtur hennar er yfirleitt ekki annar en að sá sem nýtur hennar gerir aldrei ráð fyrir öðru en að svo verði.
- 6. Léttirinn yfir því; Að eitthvað gerðist ekki sem hugsanlega gat gerst, t.d. þú misstir ekki af flugi þó tímaáætlunin væri ströng, þú villtist ekki né lentir í umferðaróhappi þó að þú værir á ferð á ókunnum götum í mikilli umferð. Gerðu ráð fyrir léttinum fyrirfram notaðu trúna til að sjá það fyrir þér og gera ráð fyrir að allt fari vel, vertu sannur í því og haltu engri ef þetta fer illa áætlun eftir. Þannig verður lífið svo miklu auðveldara.
- 7. Draumar grundvallaðir; Leifðu ímyndunaraflinu að sjá fyrir í huga þínum það sem þig dreymir um að verði að veruleika. Gefðu draumnum eins mikinn veruleika og þú mögulega getur, sjáðu þig fyrir eins og hann hafi þegar orðið að veruleika, finndu lykt, heyirðu hlóð og ímyndaðu þér veðrið og fólkið sem þú vilt hafa í draumnum þínum. Vertu varkár um það sem þig dreymir, því draumar rætast, haltu því huga þínum jákvæðum og hugsaðu á jákvæðan hátt svo niðurstaðan verði eins og þú óskar.
- 8. Ferðast í tíma; Allir kannast við það að tíminn getur verið mis lengi að líða, klukkustundir geta verið eins og sekúndur ef hugurinn er upptekinn við það sem er áhugavert, og tíu mínútur geta verið eins og klukkustundir við leiðinlegar aðstæður. Notaðu ferðalög í tíma til að upplifa drauma þína, lokaðu augunum og hugsaðu þér tímann sem línu frá vinstri til hægri, þú ert staddur í núinu á miðri línunni til vinstri er fortíðin til hægri er framtíði. Þú lokar augunum ferð til vinstri og einbeitir huganum að atburði í fortíðinni sem er þér mikils virði, upplifir hljóð, lykt og fólkið sem var í kringum þig og allt það sem þú manst gott við þennan atburð til að gefa honum raunveruleika. Nú opnarðu augun og ert staddur í nútímanum ekkert hefur gerst þarna á milli, nema þú ferðaðist í tíma. Notaðu sömu aðferð við það sem þú þráir nema þá ferðu tímalínuna til hægri út í tómið, þar læturðu hugann skapa mynd af því sem þú villt að verði, sjáðu fyrir þér myndina eins og um kvikmynd væri að ræða, heyrðu hljóð, finndu lykt, talaðu við fólk og allt það sem getur gefið þessari hugsýn veruleika. Þegar þú opnar augun ertu aftur í nútímanum og þarna á milli hefur ekkert gerst. Með því að endurtaka þessa aðferð aftur og aftur með það sem þú raunverulega þráir munu þær aðstæður sjálfkrafa verða á vegi þínum sem láta draum þinn rætast.
- 9. Trúin vinnur; Allt sem er í heiminum og allt sem hugur þinn getur ímyndað sér hefur alltaf verið til. Flesta langar einhvern tíma til að komast í aðra stöðu en þeir eru í, hafa aðra vinnu, eiga meiri peninga, vinna afrek, skapa listaverk o.s.f.v.. Sjáðu fyrir þér skalann 1 - 10 og ef þú lætur ímyndunarafl þitt sjá þig fyrir í þeirri stöðu sem þú óskar þér ertu á 1, byrjaðu þar að vera í þeirri stöðu sem þú ímyndaðir þér. Flestir eða um 95% fólks vill byrja á 5, það er að það ætlar að byrja á að láta drauma sína rætast þegar það er komið í betri vinnu eða á meiri peninga og heldur því áfram að vera fast í þeirri stöðu sem það þegar er, trúin á það að draumurinn sé orðin að veruleika á 1 er það sem skilur þau 5% fólks sem njóta mikillar velgengna frá hinum. Ef þú ætlar að láta draum þinn verða að veruleika trúðu að hann sé þegar orðinn um leið og þú hefur gert þér skýra mynd af honum í huga þínum. Ef þú ætlar að fresta því þar til þú átt meiri pening eða aðstæður verða betri læturðu hindranirnar sem þú sérð á þeirri stöðu sem þú ert í, kæfa drauminn.
- 10. Hversu langt er að markinu; Flestir telja að með velgengni sé átt við að því takmarki sem sett er verði náð á tilteknu tíma. Þú ákveður markmið þitt og á vissum degi í framtíðinni ætlarðu að vera búin að ná því. Þetta getur orðið til þess að ef þú nærð ekki markmiði þínu á tilteknum tíma teljir þú þig vera mislukkaðan og gefst upp. Í reynd byrjaðir þú sem mislukkaður vegna þess að þú byrjaðir á því að telja þér trú um að þú hefðir ekki náð þessu markmiði og þyrftir að ná því innan viss tíma. Byrjaðu því á því að hugsa eins og þú hafir þegar náð markmiði þínu um leið og þú hefur séð það fyrir þér í huga þínum, settu þig í nýja stöðu samkvæmt því. Þetta á ágætlega við þegar fólk ætlar að léttast flestar megrunarátök mistakast eftir ákveðinn tíma en ef þú hefur ekki tímamörk og ferð ekki í átak heldur breytir mataræðinu þá hefurðu skipt um stöðu og þú finnur út hvaða mataræði það er sem sem gerir það að þú ert í kjörþyngd. Þannig er þetta með alla velgengni, byrjaðu á því að hugsa eins og þú hafir náð markmiði þínu því að þá hugsarðu út frá því sem þú átt en ekki því sem þig skortir, t.d. ef þér finnst þér vanta meiri peninga er sú tilfinning sem því fylgir ekki góð, hún byggir á skorti á peningum. Hinsvegar, ef markmið þitt er að eignast meiri peninga til að verða frjálsari af því í hvað þú eyðir tíma þínum, en getir eftir sem áður séð fjölskyldu þinni farborða, þá byggir sú hugsun á sköpunarkrafti.
- 11. Skjótfengin ánægja; Það er sama hvert er litið allsstaðar geturðu komist yfir það sem hugurinn girnist með því að kaupa og borga seinna með afborgunum, blöð og sjónvarp er fullt af svona tilboðum frá verslunum, bílasölum og bönkum. Ef þig langar í tiltekinn hlut getur þú í flestum tilfellum veitt þér þá ánægu að "eignast" hann. Ánægjan við að "eignast" hluti á þennan hátt er skjótfenginn en hún hefur líka þann ókost að henni fylgir frelsisskerðing. Þú sérð flottan bíl sem er til sölu það er auðvelt að fjármagna kaupin með bílaláni, ánægjan við að keyra um á bílnum og sýna vinum og kunningjum hve flottan bíl þú átt er skjótfengin með þessu móti. En svo kemur að afborgunum þú gætir þurft að bæta við þig í vinnu til að hafa fyrir þeim, í viðbót við allt annað, og þá kemur að því að þú hefur minn tíma fyrir vinina þú ert ekki eins frjáls og þú varst áður í hvað þú notar tímann þinn. Farðu því varlega í að girnast hluti, farðu yfir það í huganaum þegar þú verslaðir hluti í fortíðinni sem veittu þér ánægu og vertu alveg heiðarlegur gagnvart þér hvort um var að ræða varanlega ánægu eða skjótfengna ánægju.
- 12. Næmi fyrir smáatriðum;"Dani nokkur fór í skíðaferðalag til Ítalíu í rútu, ferðin tók 20 tíma og á leiðinni fannst honum hann vera innilokaður í allt of langan tíma. Hann hugsaði hvað mikið betra væri að ferðast með flugi og ímyndaði sér þegar hann væri á leiðinni heim væri hann í flugvél. Síðasta kvöldið í skíðaferðalaginu var hann nefbrotinn í ryskingum, þar sem hann var ekki í ástandi fyrir 20 tíma rútuferð borgaði ferðatryggingin flugfar fyrir hann heim." Þessi saga sýnir að draumar rætast, kannski vitum við ekki nákvæmlega hver aðdragandinn er enda skiptir það ekki öllu máli. Þegar ímyndunarafl þitt hefur séð fyrir sér það sem þig dreymir um skaltu halda þig við það í huga þínum snúðu aftur að draumnum nákvæmlega eins og þú ímyndaðir þér hann í fyrstu, ekki falla í þá gryfju að fara að hugsa um þær hindranir sem kynnu að vera í veginum fyrir því að hann rætist, það er ekki þitt hlutverk. Hugsaðu þetta eins og þú værir að sá fræi, þú sáir með því að sjá draum þinn fyrir þér í huganum, vökvar með því koma aftur að honum eins og ímyndun þín sá í fyrstu. Þú ræður hvort því sem er ekki veðrinu en ef þú hefur sáð á réttan hátt og vökvað reglulega geturðu verið nokkuð öruggur með uppskeru.
- 13. Áhættan sem þú tekur; Alltaf er fólk að vega og meta áhættuna sem það tekur í lífinu, það sem einum kann að virðast áhætta er það alls ekki fyrir annan. Einum getur þótt áhætta í því að skipta um vinnuveitandi meðan öðrum finnst öruggast að stofna til eigin atvinnurekstrar sér til lífsviðurværis. Áhættan sem þú tekur er útfrá hvaða sjónarhóli þú metur hana. Mesta áhættan sem þú í raun tekur er sú að halda áfram að vera í stöðu sem þú kærir þig ekki um vegna þess að þú telur að hún feli í sér öryggi. Því skaltu breyta um stöðu með því að sjá þig fyrir þér í þeirri stöðu sem þú óskar þér eins og þú villt að hún verði, hver er þá áhættan? Ekki setja þetta sem framtíðarmarkmið heldur trúðu að þú sért kominn í nýja stöðu því þú ert þegar farinn að sjá hlutina út frá nýjum sjónarhóli, en ekki út frá einhverju sem þig skortir og þú hyggst öðlast einhvertíma í framtíðinni.
- 14. Þú þarft ekki að vera skipulagssnillingur; Til að öðlast velgengni í lífinu eða á afmörkuðum sviðum er fólki tamt að hugsa sem svo að það þurfi að leggja mikið á sig vinna hörðum höndum, færa fórnir og skipuleggja ferlið að markmiðinu. Við ölum börnin okkar upp með það að leiðarljósi að þau verði farsæl í lífinu. Samt eigum við til að benda einlægri barnssálinni á það að hlutirnir séu ekki eins einfaldir og þeir sýnast, það þurfi að hafa fyrir hlutunum og leggja hart að sér. En er það alveg svo, er það ekki þannig að þeim um meira sem þú vinnur í þér inn á við þeim mun farsælli verðurðu. Langur vinnudagur með miklu erfiði leiðir ekkert frekar til velgengni í lífinu. Þú þarft ekki að vera skipulagssnillingur sem gerir nákvæma hernaðaráætlun um það hvernig þú ætlar að ná markmiði þínu um það að láta draum þinn rætast og leggja síðan hart að þér í vinnu samkvæmt því. Þú þarft aðeins að sjá hann fyrir þér í huga þínum og upplifa hann þannig, það er ekki þitt að flækja þig í öllum þeim smáatriðum sem hugsanlega gætu orðið hindranir á leið þinni að markmiðinu. Jesú sagði að menn kæmust ekki í guðsríki nema að trúa með einlægni barnsins.
- 15. Rödd skinseminnar; Fyrir 95% fólks er skinsemi eitthvað sem þú getur snert eða er almennt viðurkennt sem staðreynd. Ef þú segir fólki að þú ætlir að eignast nýja draumabílinn þinn og þú vitir að svo verði því þú hafir séð það fyrir þér í huganum vitir þess vegna, hvað þetta er góður bíll fyrir þig, þá munu margir benda þér á þau skinsamlegu rök að til þess að eignast þennan bíl þurfirðu að taka bílalán og vinna meira til að greiða af því. Þú þarft ekki að taka þessum rökum því að þetta er þeirra skinsemi frá þeirra sjónarhóli. Ef þig dreymir um eitthvað t.d. stærra hús þá skaltu láta ímyndunaraflið sjá þig fyrir sér í þessu húsi við að skipuleggja innanstokksmuni, mála, slappa af eða hvað það sem gerir hugmyndina raunverulega í huga þínum. Ekki flækja þig í þeirri hugsun að þú þurfir að auka við skuldir og vinna meira til að ósk þín rætist með því ertu farinn að skapa það sem þig skortir til þess að draumur þinn rætist. Upplifðu draum þinn eins og hann hafi þegar rætts það er svo undir skinseminni komið hvenær og með hvaða hætti hann rætist.
- 16. Lendardómurinn og lögmálið; Kringumstæður geta verið misjafnar kannski ertu það skuldugur að mestur tími þinn fer í að halda þér á floti fjárhagslega og ert minntur á það daglega með greiðsluseðlum og innheimtupósti. Kannski ertu ekki í þeirri vinnu sem þú óskaðir þér og þér leiðist að þurfa að mæta til hennar á hverjum degi. Láttu kringumstæðurnar samt ekki birgja þér sýn á það sem þig raunverulega dreymir um, notaðu hugsun þína til að sjá skýrt fyrir þér hvernig þú villt að lífið sé. Með því að fara yfir það aftur og aftur í huganum á skipulagðan hátt hvernig þú vilt að draumur þinn rætist og gefur honum allan þann raunveruleika sem þér mögulega er unnt, munt þú skipta um stöðu og hugsa allt út frá þessari nýju stöðu. Sjáðu þig fyrir þér þar sem hæfileikar þínir njóta sín, þar sem þú kynnist fólki sem þú og það hefur hag af því að þið kynnist og áður en þú veist af verðurðu kominn í þær kringumstæður sem þig dreymir um, svo framarlega sem þú ert staðfastur í jákvæðum draumi þínum og trú.
- 17. Hugurinn veit meira en þú; Hefurðu ekki orðið var við að þegar síminn hringir þá hefurðu verið búinn að fá á tilfinninguna hver það er sem er að hringa og hefurðu ekki orðið var við að þú hefur hugsað um einhvern eða eitthvað á svipuðum tíma og eitthvað var að gerast hjá viðkomandi. Hugurinn veit meira en þú vegna þess að hugurinn er meira en þú. Vísindin segja að við notum ekki 95% af heilanum, en er það svo? Notum við ekki þann hluta sem okkur er kennt í uppeldi og skóla, þ.e. þann hluta sem við erum þjálfuð til að nota í starfi til að afla okkur tekna næstu 50 árin. Erum við ekki fyrst og fremst þjálfuð til að skila ákveðnum verkefnum og borga bankanum til baka það sem við fáum lánað hjá honum til að eignast það sem okkur er talið trú um að við þurfum á að halda í lífinu? Kenndu barninu þínu að nota ímyndunaraflið, að nota hugann til að skapa þær myndir sem það þráir. Kenndu því aðferðirnar til að nota hugann frekar en staðreyndirnar sem hvort sem er eru kenndar í skólum og af öllu umhverfinu.
- 18. Barist við vanann; Þegar þú hefur séð fyrir þér það sem þú óskar þér þá segir vaninn þér að setja áætlun í gang og tímasetja markmið hvenær þessi ósk á að vera orðin að veruleika. Settu þér ekki tímamarkmið sem geta brugðist, lifðu samkvæmt þeirri tilfinningu að þú hafir þegar fengið ósk þína uppfyllta. Sjáðu það fyrir þér og finndu það. Vaninn segir þér að líta raunhæft á málin, leggja kalt mat á hlutina. Leggðu þennan vana til hliðar láttu tilfinninguna segja þér hvort þú ert að fá óskir þínar uppfylltar, ef þér líður vel með það sem verður á vegi þínum varðandi þær ertu á réttri leið.
"Mikil afrek verða til vegna mikilla fórna, en aldrei vegna sjálfselsku og eigingirni".
Matt.17.20 Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, getið þér sagt við fjall þetta: Flyt þig héðan og þangað og það mun flytja sig. Ekkert verður yður um megn.
Athugasemdir
Mikill lestur og athyglisverður. Takk
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.1.2009 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.