13.1.2009 | 21:25
Svona eiga sannir vinir að vera.
Þegar ég heyrði af því hvað ISG hafði sýnt vinkonu sinni mikla og innilega hluttekningu vegna faglegs heiðurs hennar. Þá hringdi ég í Kidda vin minn smið og bað hann lengstra orða að gleyma nú ekki að bera vinkilinn og hallamálið á milliveggjagrindina sem hann var að setja upp í dag. Svona til að passa upp á faglega heiðurinn.
Það furðulega var að ég gat ekki heyrt betur en Kiddi væri eitthvað fúll yfir þessu heilla ráði.
![]() |
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð samlíking!
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.