14.1.2009 | 12:47
Bíum, bíum bamba.
Það er höfðinglega boðið af mótmælendum að vilja borga framlengingarsnúruna sem sviðnaði og rifnu gallabuxurnar. En það er bara ekki nóg samkvæmt fréttum Bylgjunnar telur forstjóri 365, sem ötullega hefur talað fyrir því að lögregla beiti sér líkt og í fasistaríkjum, að hann og einhverjir starfsmenn hafi misst svefn á nýársnótt og nær sé að bæta þeim það.
Þá er spurningin hvort mótmælendur verði ekki að bæti honum skaðann með því að syngja "bíum, bíum bamba" fyrir forstjórann.
Bjóðast til að greiða skaða Stöðvar 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
heildarskaði í krónum undir 10.000 kr., ég skal leggja til 200 kr.
SM, 14.1.2009 kl. 14:02
Það er kannski spurning hvort þeir myndu sofna betur við eitthvað öflugra stöff.
Magnús Sigurðsson, 14.1.2009 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.