9.2.2009 | 16:21
Lögbundinn þjófnaður.
Lífeyrissjóðakerfið hefur því miður sannað sig hvað eftir annað sem lögbundinn þjófnaður og þá er ég ekki að tala um viðbótarlífeyrissparnað. Öllum er gert með lögum að greiða 12% launa sinna til lífeyrissjóða.
Á minni 48 ára æfi hafa þeir lífeyrissjóður sem ég hef greitt í nú í annað sinn rýrnað á ævintýralegan hátt. Lífeyrissjóður Austurlands hvarf að mestu leiti þegar útrásarvíkingar keyptu Stoke fótboltaliðið og er hann reyndar ekki lengur til frekar en eignarhluturinn í Stoke.
Að fenginni reynslu varð næst fyrir valinu Íslenski Lífernissjóðurinn í vörslu Landsbankans, sá lífeyrissjóður sem ég lét þessa blóðpeninga renna til, valdi Líf IV örugga leið þar sem ávöxtun var lítil og áhætta engin. Af undarlegum völdum tókst Landsbankanum að tapa mestu á þessum vörslusjóði sínum og í bréfi stjórnaformanns og framkvæmdastjóra sjóðsins kom fram að neyðarlöginn 6. október hefðu haft þessa undarlegu verkun, en ekki eigin fjárfestingastefna sem var að kaupa skuldabréf Landsbankans.
Báðir þessir menn sitja enn sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri ÍL. Þeir fara nú um landið og kynna pottþétta fjárfestingaáætlun fyrir árið 2009. Nei það þarf ekki að koma á óvart að forsvarsmenn lífeyrissjóða vari við að launþegar komist í peningana sína, því það yrði kannski minna eftir upp í ofurlaunin þeirra.
Vara við útgreiðslu viðbótarsparnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og hvar er ábyrg stéttarfélagaforustunnar???? Ögmundur þarna sem fattar ekki enn hvað hann hefur gert.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 9.2.2009 kl. 18:43
Mynnst ekki á það ógrátandi Snjólaug. Verkalýðsrekendur og verðtrygging.
Magnús Sigurðsson, 9.2.2009 kl. 21:35
Já Magnús þetta er grátlegt
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.2.2009 kl. 22:55
Lífeyrissparnaður verður víst aldrei betri en sá sem braskar með hann.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 11.2.2009 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.