24.2.2009 | 18:18
Er Evrópuþingið við Austurvöll?
Hvað kemur ESB þessu máli við? Eru Alþingismenn orðnir handbendi IMF og ESB? Hvernig væri að snúa sér að því að vinna á forsemdum Íslendinga.
Frelsa hugann, viðurkenna að við þurfum ekki að fylgja fjöldanum, viðurkenna að við höfum rétt til að gera mistök jafnvel hafa á röngu að standa. Gerum okkur grein fyrir því að það er okkar réttur að njóta frelsis okkar eigin frelsis ekki bara þess frelsis sem peningaöfl alþjóðavæðingarinnar halda að okkur heldur eigin frelsis til að hugsa og gera hlutina á okkar forsemdum svo framarlega sem það skaðar ekki aðra. Leifum okkur að vera eins og við erum þó svo að við verðu öðruvísi.
Við getum hugsað sem svo hvernig geta alþjóðastofnanir haft rangt fyrir sér, þær búa yfir bestu hugsanlegu upplýsingum á hverjum tíma. Við þurfum ekki að leita langt það eru ekki margar aldir síðan að yfirvöld Evrópu héldu því fram að jörðin væri flöt og það var hinn almenni sannleikur þess tíma sama hve okkur finnst það fáránlegt í dag.
Við höfum almennan sannleika í dag sem er jafn vitlaus og sá sem var haldið að okkur á fyrri öldum, það er hagkerfi nútímans. Að okkur er haldið allskonar áróðri um ágæti alþjóðavæðingar og stórfyrirtækja stórkostlegrar svikamillu talna sem ætlað er að hneppa okkur og komandi kynslóðir í þrældóm skatta. Á svipaðan hátt og okkur er einnig ætlað að trú að stríð heimsins séu háð í þágu friðar, okkur er ætlað að trúa að það að ráðast með vopnun á aðrar þjóðir sé gert í þágu friðar og frelsis. Semsagt stríð er sama og friður, frelsi er sama og þrældómur og afskiptaleysi af eigin málefnum er skinsemi.
Hvernig væri að Alþingismenn fari að starfa samkvæmt Íslenskum verleika.
Villa getur aldrei orðið að sannleika þó svo að hún sé samþykkt af fjöldanum. Eins getur sannleikurinn ekki orðið villa þó svo að enginn vilji sjá hann. Gandhi
Taugaveikluð ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er ansi hraeddur um ad margir sjálfstaedismenn og framsóknarmenn hafi í gegn um tídina verid sannfaerdir um ad thad sem theirra flokkur og their sjálfir hafi stadid fyrir sem althingismenn hafi skadad thjódina sem heild en verid hagstaett sérhagsmunum
Gormur Fraendi (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.