26.2.2009 | 11:08
Velmegunin felst í frelsi hugans.
Sá veruleiki sem daglegi er haldið að okkur í fréttum er ekki endilega sá rétti og svo sannarlega ekki sá eini sem er í boði. Ef við komumst ekki framhjá þeim sannleika sem haldið er að okkur í fjölmiðlum þá látum við þá ráðskast með okkur.
Það er svo ótal margt fleira sem gerist í veröldinni en það sem fréttastofur sjóvarpstöðvanna halda að okkur og flest af því bæði jákvæðara og skemmtilegra. Frétta stofurnar færa okkur í megindráttum fréttir sem eiga að skipta okkur máli, fréttir sem eiga að upplýsa okkur í okkar daglega amstri.
Af hverju skildu meginefni fréttatímana vera á neikvæðum nótum, fréttir sem færa okkur stríð, hungur og efnahagshrun heim í stofu. Eru þetta aðstæðurnar í okkar nánast umhverfi? Eru þetta þær aðstæður sem við erum að upplifa á eigin skinni í augnablikinu? Þetta eru ekki fréttir sem hjálpa okkur í hinu daglega lífi. Þessum fréttum er ætlað að halda okkur innan vissra marka. Þær eiga að sýna okkur hvað við höfum það gott, sá ótta í huga okkar ef okkur skildi detta í hug að yfirgefa þann sannleika sem að okkur er haldið. Þeim er ætlað að ráða því sem við hugsum.
Prófum að slökkva á sjónvarpinu, útvarpinu, lesum ekki fréttir og við munum eignast tíma fyrir frjálsa hugsun. Við munum komast að því að lífið bíður þær allsnægtir sem við óskum okkur. Við komumst að því að við tilheyrum hinni stóru heild. Við erum ekki hólfuð niður samkvæmt þeim gildum sem fjölmiðlarnir halda að okkur í ríka, fátæka, valdamikla osfv. við eru ein heild sem tilheyrum þessum heimi.
Samsærið sem haldið er að okkur í gegnum fjölmiðla felst í því að við séum einstaklingar sér á parti og aðstæður annarra séu ekki okkar að við séum heppin og skulum því halda okkur við kassann það verði séð um okkur.
Náum tökum á okkar eigin hugsunum. Þó við getum ekki breytt umhverfinu getum breytt okkur sjálfum, þetta er sannleikur sem vill sjást yfir. Sannleikur sem er í raun jafn einfaldur og spegillinn, þú færð það ti baka sem þú sýnir honum. Ef þú stendur fyrir framan spegilinn og reynir að greiða honum breytist ekki neitt en ef þú greiðr sjálfum þér sýnir spegillinn þér það sem þú vilt sjá.
http://www.youtube.com/watch?v=ITukSyRzVxs&eurl=http://thecrowhouse.com/bigpic.html
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.