7.5.2009 | 10:06
Rústirnar rændar og fórnarlömbunum misþirmt.
Kunningi minn sem er mikill rekstrar maður, lýsti því oft fyrir mér á dramatískan hátt, þegar bankarnir léku þann leik að fella gengið í aðdraganda hrunsins á síðasta ári, hvernig þeir níddust á fólki og fyrirtækum. Ekki er hægt að fara nánar út í lýsingar hans nánar á prenti, en líkingamálið tengdist óæðri endanum.
Nú þegar Ísland er rústir einar má nota sama líkingamálið og kunningi minn notaða allt síðasta ár. Erlendir stigamenn vaða um hamfarasvæðið rænandi og ruplandi með fullu samþykkja hverrar ríkissjónarinnar af annarri.
Hver skyldu eftirmæli þeirra stjórnmálamanna verða, þegar fram líða stundir, sem að þessu IMF samstarfi hafa staðið?
![]() |
Stýrivextir lækka í 13% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu að meina að bankarnir hafa tekið almenning í þurrt rassgatið? Ef svo er þá er það hárrétt. Þeir gömbluðu með gríðarlegar upphæðir, mokuðu undir sig og skildu skuldir eftir sem hanga á ríkisábyrgðum. Svo eru menn hissa að fólk vilji ekki borga fyrir þennan viðbjóð!!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 10:19
Svavar; það eru þín orð og að hluta til kunningja míns. Það sem verra er að enn þann dag í dag leggjast stjórnvöld á sveif með hryðjuverkamönnum sem fara ráns hendi um íslensk heimili og fyrirtæki.
Magnús Sigurðsson, 7.5.2009 kl. 10:54
Óþarfi að vera feiminn við að nota þessi orð. Þótt þau séu notuð sem myndlíking þá er ekki hægt að orða þetta betra held ég.
Maður finnur sterklega fyrir mikilli undiröldu af reiði og í mínum er bara tímaspursmál hvenær almenningur stendur upp og mótmælir... á nýjan leik!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 11:06
Kunningi minn hefur alltaf verið nokkuð glöggur og orðheppinn maður, sem hefur verið fljótur að greina kjarnann frá hisminu. Mér sýnist þú vera það einnig af þeirri manngerð, Svavar.
Magnús Sigurðsson, 7.5.2009 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.