9.5.2009 | 08:50
Sumarið er tíminn.
Undanfarna daga hef ég haft margt á hornum mér eins og sjá má hér á blogginu. Skuldavandi heimilanna sem mikið hefur verið í fjölmiðlum hefur snert mig ólýsanlega. Ég hef hreinlega verið kominn að því að springa í loft upp. Þó svo að ég telji mig sjálfan vera í nokkuð góðum málum heima fyrir hef ég samt sem áður horfst í augu við skuldavandi fyrirtækja minna. Eignabruni hefur því ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum íslendingum undanfarna mánuði.
Núna þegar sumarið er á næsta leiti hef ég ákveðið að beina huga mínum að öllu því jákvæða sem sumrinu fylgir. Því hef ég ákveðið að blogga ekki um, né eiða orku minni í þá neikvæðu umræðu sem er í gangi að sinni. Þó að sú umræðan eigi því miður fullan rétt á sér. Þess í stað ætla ég að beina allri orku minni að því að halda huganum heiðum og einbeita mér að öllum þeim skemmtilegu verkefnum sem framundan eru. Þeim ætla ég gera skil hér á síðunni.
Þessu vil ég þó beina til þeirra sem horfa nú upp á vanda sem virðist óleysanlegur;
Tíminn er eini raunverulegi gjaldmiðillinn. Þegar hann líður er ekki ein sekúnda sem þú getur unnið til baka. Peningar eru því ekki hinn raunverulegi gjaldmiðill. Þegar þú hefur látið frá þér krónu geturðu alltaf útvegað þér aðra í staðin. Verum því varká þegar við ráðstöfum tíma okkar í skiptum fyrir peninga.
Látum tækifærið til að njóta augnabliksins aldrei fram hjá okkur fara, því eins og Gandhi sagði; Dagurinn í dag er morgunndagurinn sem þú hafðir áhyggjur af í gær. Var það þess virði?
Vil benda á færslu á hinni síðunni minni hérna á mbl blogginu. http://maggimur.blog.is/blog/maggimur/entry/737300/
Athugasemdir
Góð ákvörðun með bloggið. Það er betra að eyða orkunni í jákvæðari þætti !
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.5.2009 kl. 10:43
Þú ert sem sagt mjög staðfastur??
(IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 16:10
Takk fyrir innlitin Magga og Sigurlaug, já það tekur frá mér orku að fylgjast með fréttum þessa dagana og stundum kemst ég að suðumarki.
Hversu staðfastur ég verð á eftir að koma í ljós. Ég verð sennilega að nota mína gömlu góðu aðferð "einn dag í einu".
Magnús Sigurðsson, 11.5.2009 kl. 17:17
Sæll Magnús
Sendi þér góðar kveðjur með vorblænum Ég held að fólk almennt sé að reyna að vera jákvætt og njóta augnabliksins. Ég sé orðið fleiri á ferli, í göngutúrum og gera eitthvað fyrir sjálfan sig og fjölskyldu. Það gagnar ekkert að leggjast undir feld, maður deyr ekkert og því um að gera að njóta sín eins og kostur er. Ef hús og fyrirtæki fer, þá fer það bara. Hvað get ég annað sagt, við eigum þó alltaf hvort annað og er það ekki fyrir mestu.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.5.2009 kl. 21:25
Sæl Snjólaug, þakka þér fyrir hlýjar vorkveðjur. Vonandi njóta sem flestir augnabliksins með fjölskyldunni á jákvæðan hátt. Nú gefst kannski meiri tími til þess að vera í samvistum við vini og vandamenn.
Það er þó svo sannarlega rétt hjá þér að veraldlegar eignir skipta litlu samanborið við góð samskipti manna á milli. Ég hef verið að falla í þá gryfju að svekkja mig á því að margir þeirra sem höfðu vinnu við að koma Íslandi á hausinn telja sig nú best til þess færa að hafa vit fyrir fólki í fjármálum.
En nú ætla ég staðfastlega einn dag í einu að láta svoleiðis hugrenningar ekki skemma fyrir mér ævintýri augnabliksins.
Magnús Sigurðsson, 11.5.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.