12.5.2009 | 23:06
Is it true og landið bláa á grænu ljósi.
Það er alltaf fallegra að sjá lífið í litum. Jóhann Guðrún söng "Is it true" í bláum lit af sannri innlifun fyrir Ísland og var auðvitað lang flottust. Það átti engin litur betur við Jóhönnu og "Is it true" en litur landsins bláa.
Undanfarnar tvær vikur hef ég verið upptekinn af litríku verkefni við að breyta flísabúðinni minni, eða réttara sagt að auka við vöruúrvalið. Það má orða það sem svo að ég hafi veri að laga verslunina að þeim tímum sem nú eru uppi. Nú verður flísabúðin, auk þess að vera flísa og gólfefna verslun með öllu fyrir baðherbergið, ferðamannaverslun í sumar. Þar verður aðalsmerkið íslensk ull og handverk. Verslunin er vel staðsett í miðbæ Egilsstaða með tvö hótel í nágrenninu og Vínbúðin er í næstu dyrum.
Með því að smella á myndirnar má sjá hvernig verslunin hefur verið að breytast án þess að flísarnar missi sitt hlutverk.
Vörurnar sem bættust við í búðina eru framleiddar af Matthildi konunni minni og Nínu systur hennar auk fjölda annars handverksfólks sem hefur falið versluninni að selja framleiðsluna sína fyrir sig í umboðssölu. Matthildur og Nína er miklar handverkskonur og hönnuðir. Þær hafa núna í nokkur ár getað selt meira af framleiðslu sinni en þær hafa haft möguleika á að anna. Nína hefur rekið handverkshús á Djúpavogi síðustu fimm sumur. Nú veitist minni verslun sá heiður og það krefjandi verkefni að selja fyrir þær auk þess handverksfólk sem óskar þess að vörur þess séu teknar í umboðssölu.
Það má sjá myndaalbúmið "Handverk" hérna á síðunni en þar eru vörur þerra Nínu og Matthildar.
Það má semsagt segja að ég sé kominn á grænt ljós og stefnan næstu mánuðina sé skýr. Fyrir nokkrum vikum var ég á gulu ljósi þar sem ákvörðun var tekin um að hætta að vera verkefnalaus verktaki, gerast þess í stað athafnamaður sem spilar úr þeim spilum sem hafa verið gefin. Það má lesa um það hvenær ég var á gulu ljósi http://www.magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/848659/ .
Það var í október og nóvember sem ég var á blóð rauðu ljósi ásamt Ólafi Ragnari og íslensku þjóðinni. Þá sem rann upp fyrir mér, hvort sem mér líkaði betur eða verr, að sem iðnaðarmaður var ég kominn í langt og að mörgu leiti kærkomið frí. Það var á því "rauða ljósi" sem ég áttaði mig á að sú atvinnugrein sem ég starfa við yrði á löngu rauðu ljósi og sennilega væri best að fá konuna til að kenna mér að prjóna http://www.magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/708668/ .
Verkefnalausi iðnaðarmaðurinn kominn í lopapeysu og tilbúinn fyrir nýtt hlutverk.
En nú er ég semsagt kominn með krefjandi verkefni á nýjum vettvangi, hef notið stuðnings og velvildar minn nánustu auk fjöldann alls af góðu fólki. Þannig að nú er komið að því að standa undir traustinu. Vonandi tekst mér eins vel upp að kynna handverk frá landinu bláa eins og Jóhönnu tókst að kynna sitt land með "Is it true".
Athugasemdir
Fer klárlega og skoða á morgun. Til hamingju með þetta
(IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 00:24
Mér sýnist þetta vera hin huggulegasta búð og ánægjulegt að fjölskyldumeðlimir þínir skuli fá tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni með þér.
Ekki er heldur verra að hafa marga ólíka hluti á sama stað.
Flott framtak hjá þér Magnús og gangi þér vel
Hilmar Gunnlaugsson, 13.5.2009 kl. 02:34
Sigurlaug og Hilmar takk fyrir innlitin og velfarnaðar óskir. Já nú er það mitt að standa undir væntingum þeirra sem gefa mér tækifæri í þessu verkefni.
Magnús Sigurðsson, 13.5.2009 kl. 13:10
Til hamingju. Mér líst vel á þetta og það er húmor í "verkefnalausa iðnaðarmanninum" ! Flott handverk og gangi ykkur sem allra best.
Hulda Margrét Traustadóttir, 14.5.2009 kl. 07:56
Ég var núna fyrst að rekast á myndlistarsíðuna þína - flottar myndir hjá þér !
Hulda Margrét Traustadóttir, 14.5.2009 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.