28.5.2009 | 21:59
Ríkisstjórnin rænir rústirnar.
Ríkisstjórn Íslands tekur nú fullan þátt í að ganga um hamfarsvæði efnahagshrunsins og ræna rústirnar undir leiðsögn IMF.
Í stað þess að koma með almennar aðgerðir til handa ísenskum heimilum og fyrirtækjum hvernig megi leiðrétta þá miklu skuldaklafa sem lagðir voru á saklaust fólk við hrun bankakerfisins situr ríkistjórn Íslands á rökstólum um það hvernig megi snúa örlítið meri aur í galtóman ríkiskassann.
Ætli stjórnmálamönnum sé það alveg fyrirmunað, að hafa hugmyndaflug og kjark til að afnema verðtrygginguna?
Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sú ríkisstjórn sem er nú við lýði (vonandi stutt) hefur ekkert hugmyndaflug og engan kjark. Jóhanna er svosem ágæt í félagsmálaráðuneytinu en núna vill hún að allir landsmenn heyri undir þann málaflokk !
Við hverju er að búast þegar flugfreyja og jarðfræðingur leiða stjórnina?
Skjaldborg um heimilin? Það er kosningabrandari og það er búið að hafa fólk að fíflum.
Jón Á Grétarsson, 28.5.2009 kl. 22:10
Samála þér Jón, vonandi taka þessi ósköp fljótt af. Þessi vinstri velferðastjórn gætir hagsmuna fjármagnseigenda að mikilli hörku í stað þess að bjarga því sem hægt er að bjarga fyrir heimili og fyrirtæki.
Þar fyrir utan er verið að drepa málum á dreif með því að egna fyrir þjóðina væntingum varðandi ESB aðild.
Enn og aftur; Guð blessi Ísland.
Magnús Sigurðsson, 28.5.2009 kl. 22:29
Magnús, óttast þú ekki verðbólguna og gengissigið sem mun koma í kjölfar afnáms verðtryggingarinnar... nema að til komi hærri vextir og þá jafnframt jafnhá greiðslubyrði lána?
Þær aðstæður sem eru að ýta undir samdráttinn í atvinnulífinu nú er ekki innlendri hagstjórn að kenna nema að litlum hluta. Eftirspurn erlendis eftir vörum okkar hefur minnkað og verð lækkað, oft um meira en 50%!!!
Hvernig á að halda uppi sama velferðarkerfi, menntakerfi og lífskjörum þegar tekjur okkar eru að dragast saman?
Ég væri hins vegar sáttari við hækkun tekjuskatts ásamt hækkun skattleysismarka.
(ég var að rifja það upp um daginn að í greinum mínum sem birtust í Mogganum 2006 og 2007 varaði ég við því að verðbólgu- og hágengisstefna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins myndi enda með samdrætti, atvinnuleysi, eignaupptöku, eignatilfærslum og að landið myndi koma fátækara út úr 'óðærinu' en áður en það hófst. Þá vildi ég nota skattkerfið til að draga úr þenslunni, verðbólgunni og fyrirsjáanlegu atvinnuleysi.... þá var hlegið að mér! - Sá hlær best sem síðast hlær, en mér er ekki hlátur í huga þessa stundina)
Lúðvík Júlíusson, 28.5.2009 kl. 22:46
Sæll Magnús.
Það er eins og Samfylkingin (og jafnvel Steingrímur núna) reyni að láta ESB áhersluna taka athyglina frá ótrúlegu aðgerðaleysi í öllum málum.
Sigurbjörn Svavarsson, 28.5.2009 kl. 22:56
Lúðvík; Það að hækkun skulda heimilanna skuli getað orðið tvöföld á við þá hækkun sem fæst með þessum aðgerðum segir allt sem segja þarf um verðtrygginguna.
Stjórnmálamenn sem ekki hafa kjark til að aftengja þennan fjanda eru ekki að vinna fyrir þjóðina. Eins og þú réttilega bendir á þá eru til réttlátari leiðir til að ná aurum í kassann, ef það er þá eina markmiðið með þessum aðgerðum.
Manni grunar að það sé verið að beita 2008 trixunum við bæta eiginfjárstöðuna bankanna ofan í kaupið með því að láta þessar aðgerðir hækka verðbótaþáttinn.
Magnús Sigurðsson, 28.5.2009 kl. 23:13
Sigurbjörn;Sammála þér með að þessi ESB umræða er á ótrúlegu plani. Umsókn að ESB er nokkurskonar 2007 mál. Það að sækja um núna er tímasóun, það að ganga inn núna setur þjóðina í ævarandi skuldafjötra. Við þurfum að losa okkur við IMF og ná samstöðu með þjóðinni um að vinna á vandanum.
Magnús Sigurðsson, 28.5.2009 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.