Salthúsið 2009.

IMG 9870 

Ég hef áður gert verkefni sem unnið hefur verið að á Stöðvarfirði skil hérna á síðunni http://www.magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/867298/ .  Nú er þetta verkefni orðið að veruleika með frábæru samstarfi fólksins á Stöðvarfirði, ferðamálafulltrúa Fjarðabyggðar, eigenda húsnæðisins að ógleymdum fjölda styrktaraðila og annarra velunnara.  

Árið 2005 var flestum fiskvinnsluhúsum á Stöðvarfirði lokað og togaraútgerð hætt.  Það má því segja að kreppan hafi þá byrjað á Stöðvarfirði.  Við félagarnir um sumarhúsið Sólhól, sælureitinn við sjóinn, keyptum eitt af þessum fiskvinnsluhúsum 2007 og höfum leigt það út fyrir húsbíla, hjólhýsi o.þ.h. yfir veturinn, en nú fær húsið í fyrsta skipti hlutverk yfir sumartímann síðan það var aflagt sem fiskvinnsluhús. 

   

Núna föstudaginn 5. júní opnaði Salthúsið á Stöðvarfirði formlega.  Þar verður handverksmarkaður ásamt ljósmyndasýningu úr sjávarútvegi á Stöðvarfirði opin í allt sumar.  Einnig er skjávarpi notaður til að varpa kvikmyndum af veiðum og vinnslu á vegg auk videoverks frá Gjörningaklúbbnum ILC.  Til stendur að vera með aðrar uppákomur s.s. myndasýningar frá náttúru Stöðvarfjarðar, tónlistaratriði, myndlistasýningar ofl, ofl.

Þessi áfangi að opna Salthúsið var mér mjög kær og sýndi hverju samhent átak jákvæðs fólks getur áorkað án mikilla fjárútláta.  Það má með sanni segja að tækifærin bjóðast þó að kreppi að, tækifæri sem ekki voru svo auðsjáanleg verða allt í einu augljós.  Íslenskt handverk og menning á erindi við erlenda ferða menn sem aldrei fyrr, það gerir hagstætt gengi og sú alheimsathyggli sem landið nýtur.  Þá er það bara fyrir okkur íbúa þessa lands að nýta tækifærið sem ferðaþjónusta býður upp á og njóta sumarsins.  Hér með er öllum boðið í Salthúsið 2009.

Hérna á síðunni má finna myndaalbúm frá opnun Salthússins . 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Innilegar hamingjuóskir austur  Flott hjá ykkur !

Hulda Margrét Traustadóttir, 13.6.2009 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband