11.6.2009 | 13:43
Rotið stjórnkerfi.
Það er nokkuð ljóst að nú er pólitíkin farin að spila sinn þátt í að stýra því hvað verður uppi á borðum af efnahagshruninu. Að það skuli þurfa að hrófla við embætismannakerfinu á Íslandi virðist koma ráðherrum í opna skjöldu og að Eva Joly hafi notað Kastljósið til að upplýsa vanhæfi ríkissaksóknara fer fyrir brjóstið á einhverjum stjórnmálamönnum.
Þetta þarf ekki að koma á óvart núna þegar rúmir átta mánuðir eru liðnir frá því að þjóðin var rænd aleigunni og rúmlega það, þá hefur ekki einn maður verið handtekin né ein króna kyrrsett. Steingrímur telur þó að aðstæður skapist til að kyrrsetja eignir taki þjóðin á sig icesave.
Út kemur bók eftir Jón F. Thoroddsen, Íslenska efnahagsundrið: flugeldahagfræði fyrir byrjendur, á morgun. En þar kemur fram að Baugur var í raun gjaldþrota í mars 2008 ásamt fleiri eignarhaldsfélögum með tilheyrandi erfiðleikum fyrir bankana. Ennfremur segir; "í raun hafi verið merkilegt að íslensku bankarnir skuli hafa fundið einhverja löggilta endurskoðendur til að skrifa upp á reikninga sína í ljósi þess að bæði hlutabréfabólan og húsnæðisbólan voru sprungnar og lánasöfn bankanna ekki upp á marga fiska, svo vægt sé til orða tekið [...] Samt sagði enginn neitt og þaðan af síður var nokkuð gert. Og endurskoðendur skrifuðu upp á þriggja og sex mánaða uppgjör bankanna eins og allt væri í lagi."
Er það furða þó Eva Joly hafi efasemdir um hæfi íslensks stjórnkerfis, sem skipaði sömu endurskoðendur og skrifuðu upp á reikninga bankanna til að sitja í skilanefndum og þiggja stórar fúlgur í laun. Hvað þá þegar sjálfur ríkissaksóknari tengdur einum í aðalhlutverki fjölskylduböndum.
Eva Joly er dínamítkassi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Segðu og ofan í kaupið er gammli sukkarinn dreginn í fjármálaráðuneytið á nýjann leik, eitthvað veit hann upp á einhvern.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.6.2009 kl. 13:50
Gamann að lesa hugsanir þínar Maggi.
Var nú bara að velta fyrir mér hvort að þú munir hver ég er? Veit ekki hvort að ég þurfi að gefa þér vísbendingu, efast reyndar um það þar semað þú ert einn af mannglöggari mönnum sem að ég hef kynnst. OG giskaðu nú.
Siggi Andri (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 13:55
Sá ágæti maður sá ekkert athugvert við formann bankaráðs Landsbankans sem hann skipaði í vetur, þekkti hann að góðu einu. Það þurfti frérttakonu til að benda honum á að formaðurinn var með dómsmál á hendur ríkinu þar sem hann krafðist 450 milljóna í skaðabætur fyrir að hafa verið staðin að bókhaldsbrellum auk þess sem Landsbankin var nýbúinn að afskrifa einn milljarð af síðust ævintýrum formannsins í restri.
Nei, það er ekki hægt að búast við miklu réttlæti úr þeirri átt.
Magnús Sigurðsson, 11.6.2009 kl. 13:57
Siggi, 101 Hótel. Þá var nú gaman að lifa.
Magnús Sigurðsson, 11.6.2009 kl. 13:58
Eins og hann hefur sagt sjálfur þá mun hann ekki koma nálægt þeim málum er snerta bankahrunið. Er hann þá vanhæfur í öllum málum? NEI! Eva jolie er ekki alvitur þó hún viti ýmislegt.
uuu what? (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 14:09
uuu what? Ég hef enga skoðun á því hvort ríkissaksóknari er vanhæfur í öllum málum, en það þarf að ríkja traust á því má ekki leika vafi.
Þjóðin þarf að geta treyst stjórnsýslunni ekki bara að taka á sig skuldirnar, eða hvað sýnist þér?
Magnús Sigurðsson, 11.6.2009 kl. 14:14
1 milljarð? Mér skilst það séu miklu nær 2 milljörðum, eða það sem Eva Joly telur þurfa næstu u.þ.b. 3 árin
Erlingur (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 14:15
Erlingur, sá milljarður sem ég er að tala um er sá sem Landsbankinn, í eigu skattgreiðenda, afskrifaði af Ormsson. Þetta ágæta fyrirtæki var í forsjá vinar Fjármálaráðherra sem hann valdi síðan í formannstól Landsbankans.
Magnús Sigurðsson, 11.6.2009 kl. 14:23
Er ekki mikilvægara að setja reglur, lög og tilmæli um hæfi sem gilda fyrir alla frekar en að fara eftir skapgerð "þjóðarinnar" á hverjum tíma? Hvað ef "þjóðin" treystir þér ekki til að blogga á morgun, ertu þá vanhæfur til að blogga?
uuu what? (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 15:56
uuu what? Við náum ekki saman um þetta, blogg og ríkissaksókn er varla sambærileg.
Embættismenn eru ekki á egin forsemdum þeir eru á vegum ríkisins. Þér finnst kannski ekki skipta máli hvort þjóðin treystir ríkinu?
Magnús Sigurðsson, 11.6.2009 kl. 16:47
"Er ekki mikilvægara að setja reglur, lög og tilmæli um hæfi sem gilda fyrir alla frekar en að fara eftir skapgerð "þjóðarinnar""
Jú nákvæmlega..... en það er hann Valtýr ekki að skilja blessaður, ég hefði til dæmis ekki í minni vinnu hér á árum áður getað allt í einu sagt, heyrðu Doddi minn, ég er því miður ekki lengur hæf til að sinna öllu mínu starfi svo ég ætla bara að gera það sem mér hentar í vinnunni og ég tel mig hæfa i, þú sem yfirmaður minn getur bara hreint ekki verið að skipta þér af slíkum smámunum er það??? Og þó hann Doddi sé einstakur yfirmaður að gæðum þá hefði hann nú ekki getað samþykkt slíka framkomu af minni hálfu
Valtýr á að víkja og það strax.
(IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 19:33
Sigurlaug, þú hefur lög að mæla. Það er ekki hægt að vera sitja sem vanhæfur ríkissaksóknari hvorki að hálfu né öllu leiti.
Magnús Sigurðsson, 11.6.2009 kl. 21:05
Slíkar aðstæður koma reglulega upp í stjórnkerfinu og sérstaklega í okkar landi. Í langflestum tilfellum segja menn sig frá slíkum málum og annar einstaklingur er fenginn til að taka afstöðu til málsins. Það er ekki hægt að reka og ráða fólk í stöður í hvert einasta skipti sem það er vanhæft í tilteknu máli, þó það sé sjálfsögð krafa að það víki í slíkum málum og annar sé skipaður í þeirra stað til að taka afstöðu til málsins sem umræddur einstaklingur var vanhæfur í.
Varðandi traust á ríkinu þá skal ég segja þetta. Ég hef sama og ekkert traust á ríkisvaldi og tel að stefna eigi að lágmarksríki frjálshyggjunnar. Það er besta leiðin til að koma í veg fyrir spillingu í stjórnkerfinu.
uuu what? (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 22:06
uuu what! Komdu Fram undir nafni, Valtýr er vanhæfur hann er að reyna hvað hann getur til að tefja mál og þvæla fyrir soninn og vinina.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.6.2009 kl. 22:32
uuu wath? við erum ekki að tala um vanhæfi í einverju afmörkuðu smámáli, hér er um að ræða mál sem gegnsýrir allt samfélagið. Það skiptir ekki einu sinni máli hvert traust okkar eða skoðanir eru til ríkisvaldsins. Hvernig til tekst með rannsókn þessa hruns mun skipta alla Íslendinga máli.
Ekki það að ég búist við að Eva Joly vinni kraftaverk eða sé óskeikul, en þá held ég að ríkissaksóknari ætti að stíga til hliðar.
Það hefðu reyndar margir stjórnmálamenn sem eru nú í toppstöðum átt að stíga til hliðar fyrir síðustu kosningar. þjóðin verður að fá trú á framtíðina og finna til samkenndar það tekst ekki með gömlum skotgrafahernaði á flokkspólitískum víglínum sem meðal annarra Steingrímur og Jóhanna eru snillingar í að beita.
Ég tek undir með Högna komdu fram undir nafni, með því öðlast málflutningur þinn meira vægi.
Magnús Sigurðsson, 11.6.2009 kl. 23:08
Já Maggi 101 þá var gamann að lifa fyrir kreppu.
siggi andri (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.