16.6.2009 | 13:31
Steingeld ríkisstjórn.
Það var svo sem ekki von á góðu þegar ríkisstjórnin boðaði skatthækkanir, en frestun niðurskurðar. Stórhækkun á tryggingagjaldi er tvíbent, þar er um skattahækkun að ræða sem leggst hlutfallslega á allar launatekjur sama hvort þær eru háar eða lágar. Atvinnurekendur verða nú að skera af sér allan launakostnað sem þeir mögulega geta verið án. Þá bætist við atvinnuleysið.
Fjármagnstekjuskatturinn skilar væntanlega litlu í framtíðinni frá öðru en sparnaði eldri borgara og þeim sem af einhverjum ástæðum hafa hliðar tekjur s.s. leigutekjur af húsnæði. Sá skattur gerir þeim væntanlega enn erfiðara fyrir sem verst eru staddir með húsnæði, s.s. óselda aðra eign.
Hvenær þessi ríkisstjórn tekur á því sem raunverulega skiptir máli bólar ekkert á. Ríkisbankarnir malla þrír áfram gjaldþrota með yfirbyggingu langt umfram þörf og getu, skilanefndir gömlu bankanna mala gull og ríkisbákn elítunnar stendur óhaggað eins og nátttröll liðins tíma.
Skattahækkanir úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað varð um allan sparnaðinn og aðhaldið ?
Jón Snæbjörnsson, 16.6.2009 kl. 13:51
Hann bíður þess að kassinn verði tómur. Þetta lið ætlar að halda veislunni áfram svo lengi sem það getur borgað slektinu út.
Magnús Sigurðsson, 16.6.2009 kl. 13:57
Þú ert greinilega orðin trítilóð Öndin trítilóða ef þú telur mig til "fjórflokksins". En réttilega til getið hjá þér bra, bra, Það fjórhöfða þurs drullumallaði eitraðan kokkteil og drullumallar sem aldrei fyrr.
Áttu von á að skattahækkanir gagnist þeim sem eru á bótum bra, bra?
Magnús Sigurðsson, 17.6.2009 kl. 09:00
Svona í framhaldi orða Andarinnar trítilóðu og spurningar minnar til hennar um hvort hún teldi skattahækkanir gagnast þeim sem eru á bótum. Þá hefur ríkisstjórnin nú lagt fram ríkisfjármálafrumvarp þar sem fram kemur m.a.
"Í greinargerð með frumvarpinu segir, að á árinu 2008 hafi náðst fram miklar réttarbætur til handa öldruðum og öryrkjum í formi afnáms makatenginga, hækkunar bóta, hækkaðs frítekjumarks vegna atvinnutekna, sérstaks frítekjumarks á lífeyrissjóðstekjur öryrkja, sérstaks frítekjumarks á fjármagnstekjur og lækkunar skerðingarhlutfalls ellilífeyrisþega. Óhjákvæmilegt sé að stíga skref til baka við núverandi aðstæður."
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/18/rikisfjarmalafrumvarp_lagt_fram/
Magnús Sigurðsson, 18.6.2009 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.