16.6.2009 | 16:30
Hvað ef það væri þorskastríð?
Spurningin er hvort Alþingismenn samþykkja samning sem þeir hafa aldrei séð. Samning sem mun gera Íslensku þjóðina tæknilega gjaldþrota um leið og hann verður undirritaður. Satt best að segja væri þeim trúandi til þess.
Vextirnir einir af þessum samningi munu éta upp allan vöruskiptajöfnuð landsins og gott betur, það þó aðeins sé miðað við bestu ár hingað til, slíkir eru afarkostirnir. Það þarf huglausa stjórnmálamenn til að samþykkja slíkan gjörning. Því miður virðist vera nóg framboð af stjórnmálamönnum sem geta ekki með nokkru móti tekið á málum í sátt við þjóðina.
Enn leynd yfir Icesave-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það eru til dæmi um að þingmenn staðfesti lög án þess að lesa þau. Lögin í USA sem bush setti fram og afnumu allar reglur á bankastarfsemi, og komu þannig atburðarrásinni af stað sem leiddi til hrunsinns, var skrifuð á wall streed og enginn þingmaður las þau. þar að auki voru lög þeirra í USB sem kölluð eru ,'Patriot act' ekki lesin af neinum þingmanni, svo vitað sé.
Jóhann Hallgrímsson, 16.6.2009 kl. 22:36
Það var sagt á sínum tíma að enginn þingmaður annar en Hjörleifur Guttormsson hafi nennt að lesa EES samningin áður en hann var samþykktur af Alþingi.
Það er örugglega oft þannig að þingmenn lesa ekki þau lög sem þeir samþykkja. En það er að verða æ algengara að þingmenn allra landa samþykki lög í andstöðu við þjóðir sínar.
Það kallast svo landráð þegar það er gert til að þjóna erlendum hagsmunum þjóðinni til tjóns.
Íslenskir stjórnmálamenn reyna að telja þjóðinni trú um að við verðum að ganga að þessum nauðasamningum ef við viljum tilheyra samfélagi þjóðanna. Þeir stjórnmálamenn sem þjöppuðu þjóðinni saman í þorskastríðunum hefðu aldrei náð árangri með svona hugarfari.
Magnús Sigurðsson, 16.6.2009 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.