Á að senda Alþingi í meðferð?

Við höldum úti sendiráðum um allan heim og 63 þingmönnum t.d. eru Svisslendingar með 30 þingmenn og færri sendiráð en við þó þeir telji 7 milljónir.   Skildi þessu "rústbjörgunarliði" á Alþingi aldrei detta í hug að líta sér nær og hugleiða augljósar staðreyndir.

 

Þarf að setja upp meðferðarstofnun að hætti SÁÁ til að gera Alþingi eftirfarandi ljóst?

Skuldsetning er veikleiki okkar.  Við þjáumst af andlegum flækjum og reynum að flýja þær með því að drekkja vandræðum okkar í lántökum.  Við reynum að ýta raunveruleika lífsins frá okkur með því að öðlast lánstraust.  En skuldsetningin fæðir ekki, klæðir ekki né hýsir; hún slær aðeins lán út á framtíðina og eyðileggur okkur að lokum.  Við reynum að kaffæra tilfinningar okkar til að flýja raunveruleikann án þess að gera okkur grein fyrir né hafa áhyggjur af því að áframhaldandi skuldsetning mun margfaldar vandamálin. 

 

Þessi texti er fengin að láni úr Tuttugu og fjögurra stunda bókinni sem er ætluð félögum í AA í þeirri lífstefnu að lifa einn dag í einu.  Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á textanum, þar sem orðið áfengi og drykkja  kom fyrir var orðunum skuldsetning, lán og lánstraust sett í staðinn.

 

Frumtextinn er svona;

Áfengi er veikleiki okkar.  Við þjáumst af andlegum flækjum og reynum að flýja þær með því að drekkja vandræðum okkar í áfengi.  Við reynum að ýta raunveruleika lífsins frá okkur með drykkju.  En áfengið fæðir ekki, klæðir ekki né hýsir; það slær aðeins lán út á framtíðina og eyðileggur okkur að lokum.  Við reynum að kaffæra tilfinningar okkar til að flýja raunverulegt líf án þess að gera okkur grein fyrir né hafa áhyggjur af því að áframhaldandi áfengisneysla margfaldar vandamálin.  Hef ég náð valdi yfir óstöðugum tilfinningum mínum?


mbl.is 950 milljarðar að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já það þyrfti að senda þetta lið allt saman í veruleikamatsskoðun. Ég vissi það að í þessu svokallaða (ó)stöðugleikaplaggi væri ekkert nema kjaftæði. Hvað er svo að koma í ljós? Það á að ýta vandanum á undan sér með því að taka bara fleiri og fleiri lán.Sem lendir svo á fólki í framtíðinni. Margfaldar vandamálin.

Geta þessara flokka til að stjórna landinu er engin!

Þetta sýnir eninfaldlega bara vangetu þessa liðs til að takast á við vandann. Hvernig verður svo framtíðin?

Ath. Í meirihluta efnahags- og skattanefnda Alþingis eru það stjórnarliðar sem ráða. Í þessum nefndum er meirihlutinn úr þeim flokkum sem stjórna. 

Guðni Karl Harðarson, 27.6.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já það þarf að senda alþingi eins og það leggur sig á Vog alla í hvítan slopp og á fund með Þórarni Tyrfingssyni.

Svo í eftirmeðferð á Staðarfelli og halda þeim við efnið með tilsjónarmanni.

Sigurður Þórðarson, 27.6.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Guðni.  Nú er komið að því að nema staðar og lifa einn dag í einu.  Það fólk sem á Alþingi situr nær bestum árangri spara það sem þjóðin getur vel verið án.  Því er komið að því að það líti í eigin barm.

Magnús Sigurðsson, 27.6.2009 kl. 11:43

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Sigurður, ég fékk hugmyndina af upphafinu á þessu bloggi hjá þér.  Tilsjónarmann segirðu, ekki ef hann verður til kostnaðarauka fyrir skattgreiðendur eins og þeirra hugmyndir ganga út þegar húsnæðisskuldarar eru annars vegar. 

En það mætti hugsa sér trúnaðarmannakerfi svona á meðan þeir eru að fóta sig í breyttum heimi.

Magnús Sigurðsson, 27.6.2009 kl. 11:49

5 identicon

góður að vanda.

(IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 10:01

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er fýkn af verstu gerð, lánafíknin.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.6.2009 kl. 12:22

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góð samlýking hjá þér Maggi.

Haraldur Bjarnason, 28.6.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband