Byltingin er rétt að byrja - Hvíta bókin.

Hvíta bókin hans Einars Más Guðmundssonar er kominn út hjá forlaginu.  Einar Már er einn af stóru höfundunum Íslands sem tekst með orðum að túlka tilfinningar þjóðar sinnar.  Þeir eru vafalaust margir sem hafa upplifað sömu tilfinningar og þær sem Einar Már setur fram í Hvítu bókinni án þess að koma því frá sér í fáum orðum á eins yfirgripsmikinn hátt og stórskáldum er einum fært. 

 

Ég varð mér út um bókina og finnst hún vera átakanleg skemmtileg lesning, ekki skemmir fyrir að Einar Már leitar í smiðju meistara fyrri tíma með tilvitnunum.  Við lestur bókarinnar hef ég sannfærst enn frekar um getuleysi stjórnmálamanna til að leiða þjóðina út úr þeim hremmingum sem þeir hafa átt svo stóran þátt í að leiða hana í.  Einar Már kann svo sannarlega að koma orðum að því, að hvaða hagsmunum stjórnmálamennirnir vinna þegar þeir hafa náð kjöri.  Fátt ætti að hafa opinberast eins vel og eftir byltinguna sem kennd er við búsáhöld.

 

Bíll var grafinn niður í holu við húsið.

<br><em>mbl.is/Heiðar Kristjánsson</em>

En nú er komið að því  að gefa Einari Má orðið í tveimur örstuttum úrdráttum úr Hvítu bókinni: 

Það er því full ástæða lesandi góður, að þú takir í hönd orðanna og látir þau leiða þig að ströndum þess lands þar sem stólar eru dregnir fram og sagðar sögur, um hvernig það var, hvað gerðist og hvernig það er í dag.  Einhverja kann ég að reita til reiði, aðrir munu gleðjast yfir þeim gullkornum sannleikans sem komið hafa til mín í umrótinu mikla, byltingu potta og sleifa, þegar bankarnir hrundu og spillingin vall upp úr gígopi frjálshyggjunnar, hins kapítalíska kerfis, sem lagt hefur mannkynið í hlekki.  Hér hafa ráðamenn staðið berstrípaðir en reynt að hylja sig með lagagreinum og flækjum; skuldavafningum andans, viðskiptavild hugans og öðru drasli sem kalla má einu nafni lygi.

 

Þau eru mörg gullkornin sem detta út úr hagfræðingunum þessa dagana,  Frjálshyggjan er enn við lýði.  Fyrir stuttu sagði einn hagfræðingur í Speglinum há RUV að hann sæi vonarglætu í því að brátt muni hinir fjársterku auðmenn flytja fé sitt heim og kaupa eigur almennings fyrir lítinn pening.  Þegar fólkið er orðið gjaldþrota.  Eftir þessu eru auðmennirnir að bíða og þetta á að framkvæma í skjóli stjórnvalda.  Þetta hefur gerst annars staðar, í öðrum fjármálakreppum.  þetta eru skilyrðin sem verið er að skapa.  Þetta er stefna frjálshyggjunnar til að styrkja ríkidæmi hinna ríku.  Kreppan er þeirra verk.  Þetta eru voðaverkin sem auðmennirnir ætla að fremja í skjóli valdhafa. 

Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar.

Bandarískur auðkýfingur orðaði þetta svo að best væri að kaupa upp eigur þegar allt væri í uppnámi og blóðið flæddi um göturnar.  Þetta er þegar byrjað.  Skuldug fyrirtæki renna skuldlaus til fyrri eigenda sinna eða nýrra eigenda.  Það er smurt ofan í þá.  Menn sem skulda marga milljarða leysa þetta til sín, eins og að drekka vatn. 

Jóhanna Sigurðardóttir, tilvonandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, væntanlegur fjármálaráðherra, ræddu við blaðamenn að loknum fundi sínum í dag.   

Þetta er kerfið sem þau ætla að koma á svo allt geti haldist í gamla horfinu.  Þess vegna er sama fólkið í sömu stöðum, á sömu stöðum.  En við sitjum uppi með, sumir segja tíu milljónir, aðrir tuttugu milljón króna skuld á hvert mannsbarn.  Hér eru heimildir misvísandi, eins og allt annað.  Og þessar skuldir eru eru fyrir utan húsnæðisskuldir, fjárránið sem fer fram með falli krónunnar, gjaldþrotin og atvinnumissinn.  Það á ekkert að breytast nema að við eigum að þræla fyrir skuldum sem hellt hefur verið yfir okkur.  Þetta kallar ríkisstjórnin björgunaraðgerðir en hverjum er verið að bjarga?  Og aftur spyr ég og lýsi eftir svari:  Hvaða tök hafa auðmennirnir á stjórnvöldum?

 

Hér á vel við þriðja ívitnunin í Halldór Laxnes, í þetta sinn úr Kristnihaldi undir jökli: "Spurt er:  Hvað er hraðfrystihús?  Og svarað:  "Það er íslenskt fyrirtæki.  Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk frá ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið.  Ef svo slysalega vill til að einhvertíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér."

http://www.forlagid.is/baekur/detail.aspx?id=4696


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Orðskrúðið sem lekur úr penna Einars Más leysir engan vanda. Kapitalisminn mun lifa þessar hremmingar af.... eins og alltaf. Öll önnur stjórnarkerfi hafa leitt af sér dauða og örbirgð. Einar Már hefur engin svör.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 14:37

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Einar Már kann að koma orðum að hlutunum.  Bókin fjallar um fleira en "kapítalsisma" þó svo að ég hafi valið þennan úrdrátt. 

Orðskrúðið heggur bæði til vinstri og hægri.  Þú getur lesið bókina þess vegna Gunnar, nema að þú viljir vera algjör kerfiskall.

Magnús Sigurðsson, 4.7.2009 kl. 14:49

3 Smámynd: Heidi Strand

Kannski hefur Einar ekki öll svörin en hann hefur þó spurningar, öfugt við marga sem engin spurningamerki setja við ofbeldi og yfirgang þess ruddakapítalisma sem gengið hefur yfir Ísland.

Það er gaman að segja frá því að bókin kemur út á norsku í haust í þýðingu minni og mannsins míns.

Heidi Strand, 4.7.2009 kl. 18:54

4 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Já skáldið mæli manna heilast - best að ég rölti mér út í bókabúð;)

Þór Ludwig Stiefel TORA, 4.7.2009 kl. 20:46

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Heidi;  gaman að heyra að bókin kemur út á norsku.  Ég er viss um að þið komið henni vel frá ykkur og ekki myndi skemma að þú myndskreyttir hana.  Í minni bók eru þó nokkrar blaðsíður auðar, ég verð að fá nýja því höfundur eins og Einar Már fer með perlur í hverri setningu.

Þór;  drífðu þig út í bókabúð það er ekki víst að þessi bók verði lengi að uppseljast.  Passaðu þig bara á að fá ekki eintak með mörgum hvítum síðum, þó svo hún heit Hvíta bókin.  Annars yrðir þú svo sem ekki í vandræðum með að gera atburðarásinni skil í orðum á þessum auðu síðum.

Magnús Sigurðsson, 4.7.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband