5.8.2009 | 16:51
Þetta datt mér í hug.
Þau á Alþingi virðast ætla að samþykkja icesavesamninginn með álíka leikrænum tilburðum og ESB aðildarumsóknina. Hjá þessu liði er þetta farið að snúast um að fá útborgað og það sér ekki fram á annað en það gerist með stór auknum lántökum.
Allan tímann síðan skrifað var undir þetta icesave samkomulag hafa verið að koma upp dekkri spár nú síðast sú sem hagfræði stofnun háskólans setti fram, en þá ætlar Pétur að taka mark á Seðlabankanum með fyrirvara, því eins og hann segir þá verður ekkert mál að borga þetta ef sú spá gengur eftir.
Styðja Icesave með fyrirvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Magnús þetta er búið spil hjá okkur, IceSafe eða ekki ESB eða ekki skiptir engu máli. Nú er bara að rölta á eftir Jóni Bjarnasyni á fjöll í leit að fjallagrösum en ég vona að una fólkið hafi vita á koma sér burt til Evrópu.
Finnur Bárðarson, 5.8.2009 kl. 16:56
Sammála Finni hér að ofan.
Bara að unga fólkið komi sér burt.,.. Núna...
J.þ.A. (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 16:58
Ég skal ekki trúa þessu! ég segi mig úr flokknum, það er á kristaltæru, núna er mér nóg boðið, ég er brjálaður ! gjörsamlega !!!
Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 17:04
Vanhæf ríkisstjórn ómaði um götur í vetur, núna er óhætt að segja vanhæf ríkisstjórn og vanhæf stjórnarandstaða ! og Óskar, Evrópusambandið sjálft bannar Icesave-samninginn ! lestu þessa grein
Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 17:20
Óskar ég hef grun um að þú sért einn af öskuröpunum hér, aðdáun þín á því að saklaust fólk greiði icesave svo að sú hugmyndafræði sem þú aðhyllist nái fram að ganga, er takamarkalaus.
Magnús Sigurðsson, 5.8.2009 kl. 17:36
Finnur; ég setti niður kartöflur í vor en nú eru grösin fallinn vegna frosta í júlí. Ætli ég fari ekki slóð vinafólksins og komi mér úr landi ég hef ekki geð í mér til að rölta á grasafjall eftir Jóni.
Magnús Sigurðsson, 5.8.2009 kl. 17:38
Óskar, ég fagna því að þú sért borgunarmaður fyrir Iceslave, ekki mun ég borga eina krónu af þessu, því ég flyt af landi brott ef þetta verður samþykkt, þá geta íslendingar deilt minni 7 milljón króna skuld á sig(sem er Iceslave) fyrir utan hinar 25 milljónir sem ég læt falla á ríkið(mín fasteign og bílalán), ég kem svo aftur þegar þú og hinir eru búnir að borga þetta, alltaf gott að eiga góða að eins og Óskar :)
Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 17:50
Svo eru þrenn hjón sem ég þekki að íhuga það sama og ég svo við bætist 6x7= 42 milljónir og fasteignir og bílalán þeirra eru um 100 milljónir.
Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 17:53
Sjálfur er ég ungur, en ég er ekki að fara neitt. Jafnvel þó Jóhanna og Steingrímur ætli að dæma landið mitt til áratuga fátæktar ætla ég ekki að yfirgefa þetta land í bráð. En ég skil það vel að mikið af ungu fólki ætli að flýja land, og mér finnst sorglegt að ríkisstjórnin skuli ekki gera sér grein fyrir þessu.
Það vissu það allir löngu áður en skýrsla hagfræðistofnunar var gerð, að það sem skiptir allra mestu máli er að halda því fólki í landinu sem á eftir að framleiða mest á meðan þetta ástand varir. Það að hækka skatta upp úr öllu valdi, og þá sérstaklega að hækka skatta eins og vínskattinn (sem er það heimskulegasta sem hægt er að gera, því skatttekjur ríkissins eiga örugglega eftir að lækka en að sama skapi hækkar neysluverðsvísitalan) er áhrifamesti hvatinn sem fær fólk til að yfirgefa landið.
Þessi ríkisstjórn er að drepa landið, aldrei nokkurntíman höfum við haft eins slæma ríkisstjórn. Ég vona bara að við kjósum ekki svona pakk yfir okkur aftur.
Kveðja,
Gulli
Gulli (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 18:06
Það er bara því miður þannig að maður neyðist til þess að flytja héðan, og held það sé þannig með ansi margt ungt fólk! Virkilega slæmt því þá sitja bara færri eftir til að borga þetta og meira leggst á hvern og einn sem eftir sitja. En í þessu sem öðru þá gidlir sjálfsbjargarviðleitning, sérstaklega þegar það eru svo börn sem þarf að sjá fyrir
Margrét Elín Arnarsdóttir, 5.8.2009 kl. 18:18
Gulli;þitt viðhorf er aðdáunarvert. Það er ekki svo að landflótti geti brostið á, hann er brostinn á. Þeir sem eiga mesta möguleika á að byrja nýtt og betra líf í öðru landi eru unga fólkið og þeir sem vinna með höndunum. Það er nefnilega lítil eftirspurn eftir fólki úr íslenska stjórnkerfinu og hámenntuðum bankamönnum í öðrum löndum. Þetta veit elítan og þess vegna sér hún þann kost helstan að hella skuldunum yfir íslenskan almenning. Hún getur ekki hugsað sér að skera niður sjálfa sig eða að þurfa að horfa framan í lakari lífskjör sjálf. Það er um þetta sem samþykkt þessa icesave samkomulag snýst.
Magnús Sigurðsson, 5.8.2009 kl. 18:23
Margrét;einmitt sjálfsbjargarviðleitnin. Það er sama hvað ríkisstjórnin segir það er verið að stórskerða lífskjör. Við erum stödd í Simbabwe norðursins. Ef við ætlum að fara úr landi getum við það einungis með búferlaflutningum. Tími skemmtiverða er liðinn við yrðum orðin gjaldþrota í Færeyjum í svoleiðis reisu, í Osló kostar gistinóttin íslendingin á milli 40-50 þúsund. En eins og Gylfi viðskiptaráðherra segir þá skerðast lífskjör ekki svo neinu nemur. Þá á hann sennilega við sjálfan sig.
Magnús Sigurðsson, 5.8.2009 kl. 18:29
Ég missi allt álit á Birgittu ef hún samþykkir þetta þó einhverjir fyrivarar verði. Ég trui því bara ekki fyrr en ég tek á því. En þetta eru skelfilegar fréttir og tek undir með Sævaranum hér ofar... er bara alveg brjáluð yfir þessu.
(IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 19:04
Sigurlaug;ég skildi þegar hún skipti um skoðun í ESB, en ég er sammála þér að álitið á Birgittu fer niður í núll við þetta. Enda er þetta óskiljanlegt, hvað gengur stjórnmálamönnum til, halda þeir að það sé hægt að sameina þjóðina um þetta rugl sem hefur verið í gangi í sumar?
Eða er það staðföst ætlan þingmanna að koma fyrirtækjum og heimilum á hausinn og hrekja fólk úr landi í stórum stíl?
Magnús Sigurðsson, 5.8.2009 kl. 19:16
nu er eina radid ad haetta ad borga nokurn hlut borga ekki skata og als ekki af lanum setja alt a hausin
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 07:40
Helgi;það er líklegast að enginn samfélagssáttmáli verði á Íslandi ef stjórnkerfið ætlar sér að endurreisa bankana á kostnað skuldara og halda sjálfu sér á launaskrá, með stórfelldum erlendum lántökum og sköttum á almenning.
Hann stækkar hópurinn í kringum mig sem er að setja búslóðina í gáma og flytja til Noregs.
Magnús Sigurðsson, 6.8.2009 kl. 07:52
rosalega er eg hepin ad vera longu farin
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 08:37
Hafðu það gott í sólinni Helgi, ég sé að það er flottur dagur hjá ykkur í dag. Mér fannst kreppan dýpka við það að kartöflugrösin mín féllu í lok júlí. En njólarnir standa í öllum sínum ljóma svona í líkingu við íslenska stjórnkerfið. Ætli ég verði ekki að éta þá í vetur.
Magnús Sigurðsson, 6.8.2009 kl. 09:28
Maggi minn , hvar ert þú með þinn kartöflugarð, það sér ekki á mínum grösum.
(IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 11:31
Niðri á Nesi Sigurlaug, samt ekki nógu nærri Fljótinu. Kunnugir segja að þetta hafi sloppið þar sem garðarnir standa lágt ef þeir eru nógu nærri Fljótinu. Njólarnir stóðu samt af sér frostið, í fullum blóma.
Magnús Sigurðsson, 6.8.2009 kl. 12:13
Mér finnst viðhorf hans Gulla vera mjög jákvætt en ríkisstjórnin vissi samt alltaf að svona lagað mundi gerast að fólk flytti burt af landi. En þau gerðu sér ekki grein fyrir hversu mikill fjöldi það er. Hinsvegar efast ég um að þeim sé ekki sama um það.
Það er mín skoðun að við þurfum öll að taka saman höndum til að losna við þessa ríkisstjórn! Ef ég má: það er alltaf að koma betur og betur í ljós skynsemis ástæða mín að losna við alla flokka! Þetta endar bara með því að fólkið í landinu tekur að sér að velja til nýrrar stjórnar! Án flokka því þeir hafa svo sannarlega allir sannað vangetu sína til stjórnunar landsins!
Fyrir nokkru síðan sendi ég Forseta Íslands bréf þar sem ég lagði fram þessa hugmynd og sagði að öll mál mundu enda á þessari lausn. En hver verður síðan atburðarásin?
*Er Birgitta að skipta um skoðun í Icesave? Hverju missti ég af? Inni á fundum með Samstöðu og líka þegar að ég var í Borgarahreyfingunni tók ég alltaf eftir amk. mjög sterkri andstöðu við Icesave málið!
Hinsvegar er að vera ljóst að ef Icesave verður samþykkt þá er það svik við þjóðina! Einmitt vegna þess að hægt er að fella Icesave án afleiðinga á lánafyrirgreiðslu?! Eins og segir á vefsíðu indefence!
Eins og ég hef skrifað á bloggi mínu þá hef ég sett fram hugmyndir um lausnir. Ég geri mér auðvitað grein fyrir að skoða þarf hvort slíkar lausnir sé raunhæfar og framkvæmanlegar! En til þess sendi ég viðskiptahugmyndarskjal til Helga Áss og á tvo þingmenn VG (þið geti vel ímyndað ykkur hverjir það eru). Ég er alls ekki að gera mér neina óraunhæfar vonir. Eg hef fengið svar frá öðrum þingmanninum um að skjalið verði tekið með hugmyndum og skoðað.
Guðni Karl Harðarson, 6.8.2009 kl. 12:54
Guðni;þakka þér fyrir þitt innlit. Ég gæti ekki verið meira sammála með fjórflokkinn. Hjá stjórnkerfinu er samþykki icesave farið að snúast um að fá útborgað og það sér ekki fram á annað en það gerist með stór auknum lántökum.
Þetta er yrði hrikaleg niðurstaða gagnvart skuldurum, skattgreiðendum sem er að stærstum hluta ungt fjölskyldufólk. Þetta fólk virðist ríkið hafa efni á að missa.
Magnús Sigurðsson, 6.8.2009 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.