Icesave verður samþykkt, engin hætta á öðru.

Stjórnmálamenn, seðlabankamenn og önnur elíta stjórnkerfisins á eftir að finna leið til að samþykkja icesave.  Það er engin hætta á öðru.  Þeir vita sem er að þeirra eina von til að halda sínum lífskjörum og áhrifum felst í þjónkun við erlenda lánadrottna.  Þess vegna verður það talið réttlætanlegt að hella skuldum gjaldþrota einkabanka yfir íslenskan almenning.  Það er eingin eftirspurn eftir þessu fólki erlendis og það vita þau.

Helstu meðmælendur þessa samkomulags eru, auk afdankaðra stjórnmálamanna, Seðlabankinn sem eftir gjaldþrot hefur sömu hagfræðingana á sinni launaskrá, ASÍ, SA og stöðugleika liðið.  Öll þessi elíta sér þær lausnir eina að stórauka skuldir almennings í kjölfar eigin klúðurs með stórauknum lántökum.


mbl.is Engin niðurstaða um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sem betur fer verður allt vitlaust ef þetta fer í gegn.  Alþýðan mun aldrei samþykkja þessa landráðasamninga !!!

Sigurður Sigurðsson, 10.8.2009 kl. 12:53

2 identicon

Ég er sammála þér varðandi þennan samning en ekki varðandi alla fylgisveina hans. Þar er misjafn sauður. Mér finnst formaður fjárlaganefndar sýna yfirvegun og öryggi sem er áhugaverð. Það mætti gjarnan ræða meira við þann mann því hann virðist hugsa lengra en svo að auglýsa sjálfan sig. Það er vandi okkar í dag að örfáir þingmenn virðast vera að vinna vinnuna sína og leita skynsamlegra lausna.

Sævar Björn (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 13:13

3 identicon

Sammála. Hef reyndar heyrt að Guðbjartur sé eini almennilegi Samfylkingarmaðurinn á þingi.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 14:13

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

SISI;sennilega sýður upp úr ef samningurinn verur samþykktur, en spurningin er hvort það hjálpar eitthvað.  Ísland er ekki eina landi sem hefur lent í klónum á IMF, þó svo það komi icesave ekki beint við, en ég mæli með að fólk kynni sér hvað almenningur í Argentínu gekk í gegn um í kjölfar aðstoðar frá IMF 2001

http://www.youtube.com/watch?v=rH6_i8zuffsog í hverju þeirra lausnir fólus eftir að þeir höfnuðu IMF.  http://www.vald.org/greinar/090713.html Sævar;samningurinn er afleitur og honum ber að hafna.  Formaður fjárlaganefndar er yfirvegaður og virkar skinsamur það má ann eiga, en hans yfirvegun miðast öll að því að vinna samningnum nægjanlegs fylgi til að koma honum í gegnum þingið.  Þar með verður þessum skuldum einkabanka komið endalega yfir á íslenskan almenning. 

Magnús Sigurðsson, 10.8.2009 kl. 14:20

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sveinbjörn;  hann virðist allavega vera sá eini sem SF þingmanna sem þorir að tjá sig um samningin.  Aðrir þingmenn SF halda sig til hlés en láta aðdáendur "klúbbsins" sjá um röksemdafærsluna hér á blogginu.

Magnús Sigurðsson, 10.8.2009 kl. 14:23

6 identicon

Guðbjartur er toppmaður sem ber hagsmuni almennings fyrir brjósti. Treysti engum manni betur á þingi til að fara með þetta erfiða mál. Hann mun taka afstöðu út frá röksemdum og hagsmunum þjóðarinnar. Tek undir með þeim sem treysta manninum fyrir hagsmunum okkar.

Ragnar (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 19:58

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ragnar;ég vantreysti Guðbjarti ekki umfarm aðra stjórnmálamenn.   En icesave er ætlað að vernda og viðhalda gjörspilltri elítu, völdum hennar og stjórnkerfi.

Þetta lið ætlar sér að sitja allt í kringum borðið áfram á ábyrgð almennings.  Út á það gengur samþykki icesave með ríkisábyrgð.

Sem dæmi stendur skilanefnd Glitnis  í málaferlum við félag í eigu Sigurðar Helgasonar, nýkjörins stjórnarformanns Icelandair, vegna gjaldfallinnar skuldar. Sigurður og félag hans Skildingur skulda Glitni einn og hálfan milljarð. Skilanefndin hefur meðal annars kyrrsett tugmilljóna króna innistæðu félagsins.  Skilanefndin er skipuð endurskoðendum sem kvittuðu upp á uppgjör Glitnis sem sýndu frábæra afkomu.  Nú sjá þeir engan hæfar en Sigurð til að taka við stjórnaformennsku Icelandair.

Það er elítan sem ætlar að halda sér á launaskrá hjá skattgreiðendum með öllum ráðum.  Það getur hún ekki nema með áframhaldandi kúlulánasukki og nú á að láta ríkið taka þau.  Það að verja þetta kerfi er ekki aðbera hag almennings fyrir brjósti.

Magnús Sigurðsson, 10.8.2009 kl. 20:46

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hérna er eitt dæmið um það hvernig elítan færir sig um set við hringborðið á kostnað skattgreiðenda.

"Gera má ráð fyrir að efnislega ljúki samningaviðræðum við Pólverja um 200 milljóna dala lánveitingu til Íslendinga á næstu vikum. Formlega má ætla að samningum verði lokið í september. Þetta segir Jón Sigurðsson, formaður samninganefndar íslenska ríkisins, um gjaldeyrislán. Pólskir samningamenn koma hingað til lands í kringum 20. ágúst."

Ef mér skjöplast ekki er þetta Jón Sigurðsson fyrrverandi stjórnaformaður hins umdeilda FME sem svaf vært, ekki bara á icseave verðinum heldur einnig gagnvart íslenskum almenningi.  Nú er hann eitt helsta andlit Íslands út á við í samninganefnd við að slá lán hjá alþjóðasamfélagin. 

Skildu viðsemjendurnir loka algerlega augunum fyrir fortíð samningamannanna?

Magnús Sigurðsson, 11.8.2009 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband