Er Hillary að boða Hollywood um allan heim?

Það þarf ekki að koma á óvart þó utanríkisráðherra Bandaríkjanna noti tækifærið við 20 ára afmæli falls Berlínarmúrsins til vopnaskaks og sundrungar.  Þó þarna fari borgaralega klædd kona, þá skín í ofstæki sem kennt var við fasisma. 

Í stað þess að boða frið og kærleik á jörðu velur hún að sá fræjum ótta og haturs, bendir á það sem er af hinu illa, með því að segja;   „Og við þurfum að mynda enn sterkara bandalag til að brjóta niður múra 21. aldarinnar og til að mæta þeim sem fela sig bak við þá: sjálfsmorðsárásarmennina, þá sem myrða og afskera stúlkur sem óska þess eins að fá að fara í skóla,"

En ekki er að finna í ræðunni að leggja eigi til hliðar meðulin sem verið er að nota og hafa kostað tugþúsundir mannslífa í Írak og Afganistan.  Sú utanríkisstefna á sennilega ekkert skylt við öfgahyggju.

Þetta video inniheldur boðskap sem hæfði betur við svona tækifæri.

http://www.youtube.com/watch?v=g6lpauIxHy8&feature=player_embedded


mbl.is Brjóti niður múra öfgahyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessum myndböndum.

Ég tel að þau skipti máli.  Takk aftur .  

Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 01:31

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vilhjálmur;  þakka þér fyrir innlitið.  Sammála þér "Awakening" myndböndin hans Maxwell Igan skipta máli, þau hafna "Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" beina þess í stað athyglinni að "Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra".     

Magnús Sigurðsson, 9.11.2009 kl. 08:58

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

"all that actually exists with in this reality is energy, consisting of nothing more then pure unconditional love..."

Mjög hippalegt svo ekki sé meira sagt :)

Annars er ég ekki viss um boðskapinn, skilyrðislaus ást á náunganum virkar bara á youtube og youporn. Þú getur ekki breytt hugsun og atferli heimsbyggðarinar á einni nóttu. Þetta er þrógun sem tekur þúsundir ára, og í þrógun þýðir ekki að stökkva yfir skref í þrógun.

 

Öfgatrú er af hinu slæma, allir eru sammála um það. Strax á miðöldum kom það klárlega í ljós.

 

Hillary er að boða fall öfgamúra, og fall fáfræði með sameiningu.

Það er akkúrat mjög viðeigandi að boða þetta við Berlínarmúrinn þar sem fall öfga og fáfræðis átti sér stað án stríða eða ofbeldis.

 

Hræddur um að túlkun þín á því sem hún var að segja og standa fyrir, lýsi þinni hugsun betur, eða frekar verr :(

Teitur Haraldsson, 9.11.2009 kl. 09:26

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Teitur;  þakka þér fyrir innlitið.  Sammála þér "Hillary er að boða fall öfgamúra, og fall fáfræði með sameiningu" en aðferðin sem þau öfl sem hún stendur fyrir ástunda "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn".   Við svona tækifæri er líka hægt að vekja athygli á því sem má bæta með ""Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra".

Satt er það Teitur, heiminum verður ekki breytt á einni nóttu en eins og myndbandið boðar þá byrjar breytingarnar hjá manni sjálfum.

Eigðu góðan dag.

Magnús Sigurðsson, 9.11.2009 kl. 09:52

5 Smámynd: Teitur Haraldsson

Takk fyrir svarið.

Er "Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra" ekki bara auga fyrir auga öðruvísi orðað?  

Tek undir það. Auðvita þurfum við að byrja einhverstaðar. Og þetta gerist víst einn í einu eins og ég var að halda fram.

Teitur Haraldsson, 9.11.2009 kl. 10:21

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Teitur;  Þetta er rétt hjá þér, það er stundum sagt að "Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra" sé jákvæða hliðin á  "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn".

Til að greina muninn á þessu tvennu er stundum talað um gullnu regluna sem er einföld; gerðu öðrum það sem þú vilt að þeir geri þér, ef þú værir þeirra sporum.

Þá er ekki víst að við séum eins sátt við "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn". 

Magnús Sigurðsson, 9.11.2009 kl. 10:37

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú hittir naglann á höfuðið Teitur þegar þú segir; "Auðvita þurfum við að byrja einhverstaðar. Og þetta gerist víst einn í einu eins og ég var að halda fram." 

Það er ekki auðvelt miðað við fréttirnar sem okkur berast, að lifa eftir lögmálinu;

"Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig" er lögmálið um gullnu regluna um að gera öðrum það sem að þú vilt að þeir geri þér.  Þetta er lögmálið um að svara í sömu mynt.  Þú munt fá til baka það sem þú gerir fyrir aðra og reynist þú þeim vel þá munu þeir reynast þér vel. 

"Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" er neikvæða hliðin á þessu sama lögmáli.  Sýnir þú öðrum yfirgang og illgirni munt þú uppskera það sama.

Magnús Sigurðsson, 9.11.2009 kl. 10:47

8 identicon

One of the 10 commandments also says they shall not kill...   and there is no exceptions.  What Hillary is actually doing is spreading racism to justify their evil deeds and people seem to be buying it.

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 11:31

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi;  það er einmitt spurningin, er hægt að gera gott með illu?

Magnús Sigurðsson, 9.11.2009 kl. 12:20

10 Smámynd: Teitur Haraldsson

Helgi: er þetta racism? Erum við ekki öll sammála um að öfgatrú er uppspretta alls hins illa sem gert er í nafni trúar?

Trúarbrögð kenna okkur ítrekað að gott er gert með illu, allir þekkja það. 

Almenn skynsemi kennir það líka, mest notaða dæmið er: Myndirðu ekki drepa Hitler ef þú hefðir getað það fyrir stríð. Og þannig framið hræðilegt illvirki, sem morð er, til þess að gera það góðverk að bjarga miljónum manna...?

Teitur Haraldsson, 9.11.2009 kl. 14:27

11 identicon

Teitur  nei als ekki tad hefdi verid betra ad lata hann liva mundu ad tad a ekki ad drepa og tad hefdi engu mali skift kvad hitler bladradi ef engin hefdi gengid i herin og framid tessi voda verk firir han

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband